Síða 1 af 1

Bluetooth tenging, Tölva í TV

Sent: Lau 12. Sep 2020 19:47
af steinar993
Sælir og sælar(djók)..
Ég vil tengja tölvuna mína í sjónvarpið mitt í gegnum bluetooth til að spila leiki, sjónvarpið mitt er í stofunni og tölvan í öðru herbergi. Herbergið er ekki mjög langt frá stofunni, cirka 7-10 metrar. Ég var að pæla í að kaupa þetta netkort
https://www.att.is/product/asus-pce-ac5 ... dl-netkort

Veit einhver hvort þetta virkar í það?

Re: Bluetooth tenging, Tölva í TV

Sent: Lau 12. Sep 2020 19:57
af Njall_L
Þú getur ekki streymt mynd yfir Blutooth eftir því sem ég best veit, ef það er það sem þig langar að gera

Re: Bluetooth tenging, Tölva í TV

Sent: Lau 12. Sep 2020 21:49
af ZiRiuS
Njall_L skrifaði:Þú getur ekki streymt mynd yfir Blutooth eftir því sem ég best veit, ef það er það sem þig langar að gera


Miracast eða sambærilegt notar wifi til að tengjast en delayið yrði hræðilegt ef þú ætlar að spila fyrir framan sjónvarpið.

Re: Bluetooth tenging, Tölva í TV

Sent: Lau 12. Sep 2020 21:59
af Tish
Fá sér Nvidia Shield og streyma úr PC vélinni þinni í Nvidia shield vélina.
Einnig er hægt að finna basic Android TV box sem geta þetta líka. Bluetooth gerir þetta ekki.

Re: Bluetooth tenging, Tölva í TV

Sent: Sun 13. Sep 2020 06:31
af steinar993
Okeiokei, takk fyrir svörin! Lít á þetta!