Síða 1 af 1

Spurning um TCL sjónvörp

Sent: Fös 10. Júl 2020 09:10
af Hannesinn
2018 og 2019 voru TCL sjónvörp rómuð fyrir leikjaspilun vegna low latency. Sérstaklega var nefnd S425 vörulínan, sem að sjálfsögðu var ekki seld í evrópu. Líklegast eitthvað með leyfismál fyrir Roku að gera, sem var innbyggt í tækin. Evróputækin höfðu allavega annað vörunúmer.

Veit einhver um þessi sjónvörp sem núna er til dæmis seld í Elkó? Hefur einhver reynslu af þessu?

https://elko.is/hljod-og-mynd/sjonvorp/ ... -uhd-smart
https://elko.is/hljod-og-mynd/sjonvorp/ ... oid-65ep68
https://elko.is/hljod-og-mynd/sjonvorp/ ... onvarp-uhd

Almennt er talað um TCL sem góð bang per buck tæki, en í þessum yfirlitum er aldrei minnst á low latency eða hvort þau henti til þess að spila tölvuleiki. Þekkir þetta einhver?

Re: Spurning um TCL sjónvörp

Sent: Fös 10. Júl 2020 12:51
af svanur08
Get allavegna sagt það að þessi budget tæki eru bara 50Hz/60Hz staðin fyrir 100Hz/120Hz þannig færð judder þegar þú horfir á bíómyndir. ----> https://www.displayspecifications.com/en/model/5fc0101b

Re: Spurning um TCL sjónvörp

Sent: Fös 10. Júl 2020 12:55
af Mossi__
Ég þekki ekki TLC tækin þannig að eg get ekki svarað því.

En ég get hinsvegar mælt með LG tækjunum, sem kosta nánast það sama í Rafland.

Góð mynd. Gott hljóð. Ekkert input lagg.