Ég hef sömu sögu að segja og hagur, hef verið með margar týpur af skjávörpum og svo sjónvörp inn á milli. Fyrsti skjávarpinn sem ég keypti var árið 2003. Núna er ég með 65"OLED í stofunni og svo dedicated bíó sal með skjávarpa í kjallaranum.
Ég myndi vilja bæta við að hávaði er mikið mál við flesta skjávarpa. Það er ekkert mál þegar þú horfir á eitthvað með hljóðið í botni en þetta fer að verða leiðinlegt þegar þú vilt bara horfa á eitthvað í rólegheitunum. Ég hef alltaf verið með skjávarpa beint yfir sófanum. Hugsa að ég myndi fara næst í short throw varpa sem er þá allavega lengra í burtu frá manni (hugsanlega þessa nýju 4k laser varpa).
Ég myndi líka vilja "anamorphic lens" í næsta varpa, pirrar mig oft að sjá grásvartan bar neðst og efst, væri til í að linsan gæti bara skorið þá af.
Það getur verið erfitt að staðsetja varpa vel í rými. Núna er ég með varpa sem ég þurfti að nota keystone correction því hann er ekki staðsettur fullkomlega fyrir framan tjaldið, þá sé ég grásvarta þríhyrninga, sem leka yfir svarta rammann minn að neðan og á hlið.
Svo hefur mér fundist vera mikill munur á sólarljósi og venjulegri lýsingu. Sólarljósið virtist mér alltaf eyðileggja myndina meira þó það væri bara rétt svo týra að komast inn, þetta er samt bara mín tilfinning og ég veit ekki hvort að það sé endilega vísindalegt. Þannig að ég myndi mæla með að fá sér ekki varpa nema hægt sé algjörlega að dimma rýmið.
Þó að sjónvarpið mitt sé töluvert betra en skjávarpinn minn í gæðum þá kýs ég samt alltaf 120" skjá fram yfir 65"
Ég er kannski kominn lengra en þína pælingar, en þetta er allavega eitthvað til að hugsa um