Ég setti svona upp á Raspbian í docker á Raspberry Pi 3.
Hassio er málið, frekar en að nota standalone Home Assistant, það eru meiri möguleikar fyrir add-ons og þess háttar.
Mér finnst þetta alger snilld. Ég hef flestöll ljósin heima tengd við þetta, t.d. leyfir það mér að stjórna öllum ljósum sem tengd eru við þetta með Samsung Gear 2 úrinu mínu. Mjög þægilegt þegar ég er á leiðinni út að ýta bara á einn takka á úrinu í staðinn fyrir að ganga um alla íbúðina að slökkva ljós. Ég er líka með Philips Hue kit og nýlega voru þeir að bæta við stuðningi fyrir Hue fjarstýringuna (Er yfirleitt með hana inni í herbergi, en stillti hana til að slökkva öll ljósin í íbúðinni með því að halda inni off takkanum) Ljósin sem ég hef náð að tengja við Home Assistant eru t.d. hræódýrar
Tuya RGB perur, venjulegt
ikea Led loftljós, með ódýrum auka
gæja sem keyrir svipað stýrikerfi og tuya ásamt því að vera með venjulegum takka á veggnum og virkar sem dimmer, nokkrar Hue ljósaperur og planið í framtíðinni er að bæta við ESP8266 smátölvu í kaffivélina, þvottavélina og þurrkarann til að geta stjórnað því líka
Ég get líka stjórnað sjónvarpinu mínu (kveikt, slökkt, skipt um rás, hækka, lækka, o.s.frv.), bætti Spotify Connect við gamla heimabíóið (Þar sem að pi-inn er í sama skáp) og ég er líka að skoða að henda gamalli Windows spjaldtölvu sem er að safna ryki í geymslunni hjá mér uppá vegg með upplýsingum um hitt og þetta.
Einnig setti ég líka resource monitor á routernum hjá mér þar sem ég get fylgst með cpu hitastigi, viftuhraða o.þ.h. í gegnum SNMP á Home Assistant.
Svo líka er ég með Unifi Controller fyrir access punktinn á heimilinu, en hann er yfirleitt ekki í gangi, þar sem hann er frekar þungur i keyrslu, en virkar flott þegar mig vantar upplýsingar eða stilla access punktinn.
Maður getur alveg gjörsamlega gleymt sér í að setja upp reglur, automations, scriptur, add-ons og þannig í nokkra klukkutíma og þetta þarf heldur ekki að vera svo dýrt
Einnig er ég með nokkrar RGB viftur og hitaskynjara á leiðinni frá kína sem ég ætla að setja í sjónvarpsskápinn hjá mér sem ég get stjórnað í gegnum hass.io með GPIO pinnunum á Rpi, er samt ekki viss hvort ég noti hana eða bara Wemos D1 Mini sem er pínulítil ESP8266 tölva með wifi og alles og getur stjórnað viftunum með gögnum frá hitaskynjurunum. Ég er nefnilega með lokaðann 3ja hólfa ike skáp sem er með routernum, heimabíói og PS4 pro sem þarf að standa opinn þegar ég þarf að nota eitthvað af því og hann er vegghengdur Ég veit að það er ekkert mál að fá viftur sem eru hitastýrðar nú þegar, en þetta er meira svona hobbí verkefni fyrir mig. Cable management á eftir að vera martröð
Kannski ég geri póst um það þegar að því kemur