JReykdal skrifaði:Gætir prófað vírherðatré (án gríns).
Jájá, ég gæti alveg prófað það, en planið er að finna einhverja lausn sem er ekki eitthvað fyrirferðamikið eða ljótt, bara eitthvað einfalt og lítið í stað þess að hafa loftnetssnúru teipaða við vegg sem þarf svo að færa til öðru hverju.
Hizzman skrifaði:gæti skánað ef vírnum er lift upp, etv með því að festa hann aftan á tækið með límbandi.
Það virkar ekkert, vírinn í snúrunni er mjög þunnur og er bara plöggað aftaní tækið, svo er hinn endinn límdur við vegg og sama hvað er gert þá er ekkert hægt að gera neitt með þessa snúru sem bætir signalið, þetta er allt bara mjög lélegt.
Ég keypti
þetta loftnet um daginn:
- Radio-Antenna-7-Sections-Radio-Antenna-210-985mm-Telescopic-Antenna-For-DAB-TV-FM.jpg (117.78 KiB) Skoðað 2602 sinnum
En það er ekki hægt að plögga því aftaná útvarpið því að það er með svona skrúfgang en á útvarpinu er ekki skrúfgangur. Ég hef reynt að finna millistykki til að setja á milli en gengur mjög erfiðlega að finna það, veit ekki alveg eftir hverju ég á að leita eftir
Mér skilst að endinn sem á að fara í útvarpið sé RF F type male tengi svo mig vantar líklega RF F type female > RF F type male (sem er ekki svona skrúfað á) en sama hvað ég hef reynt þá er ég bara ekki að finna það svo auðveldlega. Getur einhver hjálpað mér að finna svoleiðis tengi eða á einhver hér kannski eitt slíkt?
Vil helst forðast það að þurfa að kaupa annað loftnet sem er þá ekki með svona skrúfgang en geri það eflaust ef ég finn ekki lausn á þessu.