suprah3ro skrifaði:Hefur einhver hérna reynslu af Fibaro ofn hitanemunum ?
Já, ég er með eitthvað rúmlega tug af Fibaro hitastillum, flesta með litlu "pöddunni", sbr.
https://www.vesternet.com/collections/z ... arter-packVirka þannig að maður setur "pödduna" út í rýmið og hitastillirinn reynir að viðhalda réttum hita miðað við þann stað sem hún er á. Er búinn að vera með nokkra alveg frá því að þeir komu fyrst út, hef verið að setja þá inn í staðinn fyrir Danfoss og Popp stilla. Þeir hafa haldið jöfnum hita. Þeir eru með innbyggðu batterýi sem er hlaðið með micro usb, ég hef verið með lausa hleðslubanka sem ég tengi í þá og hleð með þegar þess þarf. Hef ekki nóterað hve oft ég þurfi að hlaða þá, ætli það sé ekki á 6-12 mánaða fresti.
Var með kringum tug af Popp og Danfoss LC-13 áður en er núna búinn að skipta þeim eiginlega öllum út. Það er sama eða nánast sama hardware í þeim báðum en mér fannst samt Popp skemmtilegri, það var eitthvað annað firmware á þeim. Með þá báða var ókostur að það á það til að kvikna ekki á litla skjánum á þeim sem sýnir það hitastig sem stillt er á eða að þegar hann lýstist upp að stafirnir urðu svo ljósir að maður sá ekki hvað stóð á þeim. Það á að kvikna á skjánum þegar maður ýtir á einhvern af þrem tökkum á stillinum en það getur þurft nokkrar tilraunir til þess eða jafnvel alls ekki kviknað á skjánum en ef maður kemur kannski nokkrum klukkutímum seinna og prófa aftur, þá kviknar á skjánum. Þessir tveir lokar eru einnig viðkvæmir fyrir fjarlægð, ef maður er með þá í smá fjarlægð frá næstu node eiga þeir til að detta í dead node ástand.
Það er nokkuð gestkvæmt hjá mér og helsti ókosturinn með Fibaro hitastillinn er að ef gestur vill hækka eða lækka hitann er hægt að snúa hnúðinum á hitastillinum en maður veit ekki hvað maður er að hækka eða lækka hitann mikið, þar sem hann sýnir ekki gráður heldur lýsist hringur á stillinum með mismunandi litum eftir því hvaða hita maður er að stilla á. Ég hugsa að ég leysi það með því að setja í gestarými Danfoss Temperature Sensor (
https://www.vesternet.com/collections/z ... ure-sensor), það er hægt að stilla á gráður/hitastig á honum og ég get forritað það á móti Fibaro controllernum sem ég er með að breyta stillingunni á Fibaro ofnhitastillinum eftir valinni gráðu á Danfoss-num.
Bæði Danfoss og Fibaro hitastillarnir eru ekki með millistykki fyrir Danfoss FJVR frárennslisstillana (stykkið sem festist við ofninn og vatnið rennur í gegnum) en þeir frárennslisstillar eru mjög algengir hér, sem retur stillar.