Keypti einusinni ódýrasta sjónvarpið sem var í boði með bestu spekkunum á sínum tíma.
Geri það aldrei aftur.
Svo það sé á hreinu, þá var það 58" Philips 4k sjónvarp.
Helstu gallar:
Styður aðeins 30hz í 4k.
~400+ms input lag í 4k.
Til að fá input laggið niður þarf að lækka upplausnina niður í 1080p, en þá ertu kominn úr 400ms í sirka 50.
Sjónvarpið var líka algjörlega gagnslaust með leikjatölvum, sama hvort um er að ræða Xbox 360 eða þrítuga Sega Mega drive með Analog loftnetstengi.
Tók myndband af þessu á sínum tíma, en fékk tækinu samt ekki útskipt í ábyrgð þrátt fyrir að málið hafi orðið tiltölulega þekkt.
Hér er myndband sem sýnir 50ms input laggið, tölvan með gtx 650 skjákorti, skjáfjölgun stillt á "klónun á milli skjáa".
https://www.youtube.com/watch?v=fo7RF8wZAto