GullMoli skrifaði:kusi skrifaði:GullMoli skrifaði:Já vissi af þessum, finnst hann bara svo klunnalega stór. Helmingurinn af honum er ónýtt skjápláss..?
Hann er líka til lítill. Mjög nettur og fer lítið fyrir honum. Fékk mér tvo svona fyrir skömmu síðan.
https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... ina-little
Þarna erum við að tala saman
Áhugavert að þú hafir keypt tvo, hefurðu prufað að hafa þá hlið við hlið til að athuga hvort þeir gefi upp sömu tölur?
Ég hef ekki prófað að hafa þá hlið við hlið en þeir eru í sitthvoru rýminu í sömu íbúðinni (svefnherbergi og stofu) og gefa almennt mjög svipaða niðurstöðu. Ég finn í raun ekki mun á 35% eða 45% raka en ég finn mikinn mun á 10% og 20%. Það dugar mér að vita sirka hvert rakastigið er og til þess eru þessir mælar prýðilegir.
Þessa dagana sýna þeir um 40% raka með glugga opna og ekkert rakatæki í gangi, semsagt í neðri mörkum hins eðlilega. Á veturna detta þeir báðir niður í allt að 10% þegar það er frost og ég veit ekki hvort það er það lægsta sem rakastig getur orðið eða hvort það sé lágmarkið sem þeir mæla. Í 10% raka finnur maður greinilega fyrir þurru lofti þegar maður andar auk þess sem maður fær sífellt straum af stöðurafmagni.
Ég fékk mér líka rakatæki frá sama framleiðanda sem heitir
Oskar sem mér líkar vel við; er hljóðlátt, snyrtilegt og þægilegt í viðhaldi. Með því tæki kaupir maður sig frá þrifum með því að skipta um síur. Ef ég hef það stöðugt í gangi miðsvæðis í um 120m2 íbúð verður rakastigið á veturna tilfinnanlega betra um alla íbúðina eða í um 20% en sjaldnast hærra en það - þrátt fyrir að fara með um 3-4 lítra af vatni á sólarhring. Á móti kemur að ég hef alltaf opna glugga að einhverju leyti og hleypi þannig út rakanum og þurrara lofti inn.
Ég er mað 80 lítra fiskabúr í stofunni og mikið af plöntum og hvor tveggja eiga að bæta rakastig. Það má vera að það geri það en árangurinn er ekki mælanlegur og án rakatækisins er rakastigið samt ekki nema um 10% á veturna.