Síða 1 af 1

70''/75'' Sjónvarp

Sent: Þri 25. Jún 2019 22:56
af Yawnk
Sælir,

Ég er að pæla í að versla mér nýtt sjónvarp
Er með 50'' Samsung tæki og finnst það of lítið, heillast mest af 70 eða 75'' tæki.

Hvað er besta bang for buck sjónvarp í þeim verðflokki? Ég er ekki að hugsa um tæki fyrir 300k +
Sé að Rafland eru með ýmis tæki ódýrari en þessi sem ég linka, þá United/Finlux eða álíka, er ekki ráð að forðast þau? Sama með ENOX frá Hópkaup?

Ég er með þessi tvö í huga.

https://www.rafland.is/product/70-uhd-smart-sjonvarp-lg-70um7450
https://elko.is/lg-75-led-uhd-smart

Re: 70''/75'' Sjónvarp

Sent: Mið 26. Jún 2019 09:05
af ishare4u
Ég er einmitt nýkominn úr þessum pælingum sjálfur.

Ég fór í þetta samsung tæki hjá elko
https://elko.is/samsung-75-uhd-ue75ru7105

Það er reyndar rétt yfir 300k en ég var að leita af sjónvarpi með litlu sem engu input laggi. Er að nota það mest í PS4 og svo Plex.

Ég hef aldrei séð eftir Samsung tæki, sérstaklega þegar það kemur að game mode hjá þeim.
Bæði pabbi minn og bróðir eru með LG og eru með svakalegt input lag frá PS4 og Xbox, eginlega bara skelfilegt að spila á því.

Fýla líka stýrikerfið í Samsung betur, en það er sennilega bara smekks atriði :)

Þannig þetta fer svoldið eftir því hvað þú ert að fara að nota tækið í. Ef þú ert bara að fara að horfa á sjónvarp eða myndir þá eru þetta bæði fín tæki. En ef þú ert að spá í að spila leiki þá myndi ég skoða specana vel á þessum tækjum og leita af review um input lag.
Myndi sennilega fara í 75" LG tækið hjá Elko. Fór í 75" og sé alllls ekki eftir því.

Re: 70''/75'' Sjónvarp

Sent: Mið 26. Jún 2019 09:47
af Mossi__
Gömlu eiga Finlux tæki.. minnir 60" en man ekki.

Fínasta myndin í því. Þekki ekki input lag því Mamma, tæpsjötug, er seint að fara að spila leiki (aldrei of seint að byrja samt).

Hinsvegar hef eg tekið eftir að það er svakalegt tear á myndinni yfir hana miðja horn í horn ef það er nokkur hreyfing eða contrast.

Ódýrt af ástæðu ;)

Re: 70''/75'' Sjónvarp

Sent: Sun 30. Jún 2019 00:53
af Yawnk
Ákvað að stökkva á þetta tæki hér í staðinn, þrátt fyrir að það sé aðeins minna, 65'' QLED.
Flott tæki :happy

Fékk síðan veggfestingu í Rúmfatalagernum :D

https://elko.is/samsung-65-4k-qled-qe65q60

https://www.rumfatalagerinn.is/stok-vara/LUMI-sjonvarps-veggfesting-fyrir-37-70-skja-2/?CategoryId=ff0263be-4bcf-11e9-80e9-005056bc4a5e

Re: 70''/75'' Sjónvarp

Sent: Sun 30. Jún 2019 02:04
af appel
Þetta er líklega skásta-fyrir-peninginn í 75".

https://vefverslun.siminn.is/vara/samsu ... -tv-nu8000