Síða 1 af 1
Sjónvarp Símans appletv
Sent: Sun 21. Apr 2019 13:22
af stebbio
Sæl verið þið
Veit einhver stöðuna á appi fyrir Apple tv? Er einhver önnur leið en AirPlay til að koma því yfir?
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Sun 21. Apr 2019 14:11
af russi
Fyrir nokkrum mánuðum var skoðun Símans að gera ekki AppleTV app, heyrði svo óljósar fréttir að það var farið að endurskoða þetta þegar NovaTV appið kom.
Afsökunin var Apple skatturinn svokallaði, sem var frekar slök afsökun þar sem fullt af áskriftarþjónustum selja sínar áskriftir framhjá App-Store.
En ef þú ert að leita að Sjónvarpi Símans í línulegri dagskrá er NovaTV appið svarið í dag.
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Sun 21. Apr 2019 16:48
af stebbio
Já þetta er alveg hrikalega glatað að bjóða ekki uppa app. Er aðalega að hugsa þetta fyrir premium, er með lykil en vil eiga möguleikann á að hafa þetta í Apple tv líka annarstaðar, ætli ég verði ekki bara að bíða eftir appinu..
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Sun 21. Apr 2019 16:57
af Baraoli
Mjög einföld ástæða afhverju það er ekki app fyrir apple tv, myndlykillinn.. það er bara svo hentugt að rukka mánaðargjald á hann frekar en ekkert auka á appið.
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Mið 24. Feb 2021 09:46
af zetor
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Mið 24. Feb 2021 09:58
af Tiger
zetor skrifaði:https://kjarninn.is/hladvarp/taeknivarpid/2021-02-23-taeknivarpid-sjonvarp-simans-loksins-a-apple-tv/
einhver búinn að prufa?
Virkar samt ekki ennþá nema þú sért með afruglara frá Símanum, getur ekki parað þetta saman öðruvísi (talði við þá einmitt um þetta í siðustu viku). En það á víst að breytast í mars/apríl, sem líklega þýðir miðað við tímalínur Símans að það sé í lok árs 2025.
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Mið 24. Feb 2021 10:52
af stefhauk
Þetta er svo lélegt move hjá þeim ég losaði mig einmitt við myndlykilinn til að geta notað appleTV með appi frá símanum.
Pældi ekkert alltof mikið í því hvort það væri app fyrir þetta sá bara að það var app til fyrir iphone-in og gekk úr skugga um að þá væri það 100% fyrir apple TV líka en komið núna 1,5 ár frá því ég keypti appleTV en ekkert app ennþá.
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Mið 24. Feb 2021 11:01
af oliuntitled
Appið er komið á app store fyrir appletv, er með það installað sjálfur.
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Mið 24. Feb 2021 11:55
af Viktor
Bara til að gæta smá sanngirni, þá er Ísland pínu lítill markaður og það er ekki ókeypis að reka þessar þjónustur.
Svo má ekki gleyma að Apple tekur 30% skatt nema að fyrirtæki fari krókaleiðir til að rukka notandann. Mig minnir að þú megir ekki auglýsa svoleiðis krókaleiðir í Appinu sjálfu samkvæmt skilmálum App Store.
Þá þarf að greiða 24% virðisaukaskatt og 20% skatt af hagnaði.
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Mið 24. Feb 2021 14:42
af benony13
Ég er með þetta og mér finnst þetta mjög fínt, eina sem pirrar mig er að eftir tvo þætti þá byrjar seinni þátturinn á replay og þú þarft að fara úr þættinum og velja næsta og þegar tveir eru búnir þá byrjar þetta aftur
Re: Sjónvarp Símans appletv
Sent: Mið 24. Feb 2021 23:26
af sxf
Sallarólegur skrifaði:Bara til að gæta smá sanngirni, þá er Ísland pínu lítill markaður og það er ekki ókeypis að reka þessar þjónustur.
Svo má ekki gleyma að Apple tekur 30% skatt nema að fyrirtæki fari krókaleiðir til að rukka notandann. Mig minnir að þú megir ekki auglýsa svoleiðis krókaleiðir í Appinu sjálfu samkvæmt skilmálum App Store.
Þá þarf að greiða 24% virðisaukaskatt og 20% skatt af hagnaði.
Kom OZ ekki út fyrir 5 árum á apple tv með Stöð2? Virkilega lélegt hvernig síminn fer að þessu