Síða 1 af 1

Elgato Eve snjalllausnir

Sent: Þri 15. Jan 2019 15:49
af GuðjónR
Ég er að spá í þessum snjalllausnum frá Eve, hefur einhver prófað þessi tæki?
Var að spá í að prófa ofnastýringu, er með tvo stóra ofna annan í stofu og hinn í eldhúsi, það væri snilld að láta þá lækka hitann sjálfkrafa kannski frá 01:00 til 06:30 og hækka þá aftur þannig að það sé heitt og notalegt þegar maður fer á fætur.
Einni finnst mér reykskynkarinn og loftgæðismælirinn spennandi.

Endilega deilið reynslu ykkar ef þið hafið prófað.
Það er 20% afsláttur af þessum tækjum akkúrat núna.
https://eirberg.is/verslun?search_api_v ... lltext=eve

Re: Elgato Eve snjalllausnir

Sent: Þri 15. Jan 2019 17:19
af arons4
Rosalega dýrt. Veit ekki með ofnastýringuna en hef heyrt góða hluti um Xiaomi fyrir hitt dótið.

Er sjálfur með þráðlausa danfoss z-wave ofnastýringu með 3rd party firmwarei á einum ofni, var reyndar líka alveg rándýr. Hann er þó mjög takmarkaður, get bara stillt set-pointið á official danfoss dúddanum og third party dúddinn leyfir manni að lesa hitann líka.

Er með þetta tengt í home assistant og get gert hluti eins og að lækka set-pointið þegar enginn er heima eða á næturnar og kvöldin. Eins get ég stýrt setpointinu miðað við annan búnað, eins og tildæmis að lækka í ofninum ef það er opinn gluggi.

En af öllum þessum snjalllausnum þá virðist vera hægt að fá þetta allt í wifi eða zigbee sem er talsvert ódýrara, fyrir utan ofnastýringar.

Re: Elgato Eve snjalllausnir

Sent: Þri 15. Jan 2019 18:58
af GuðjónR
Já þetta kostar handlegg þess vegna er maður svolítið hikandi, en mig vantar ofnastýringar fyrir tvo ofna hvort sem ég skipti yfir í digital eða ekki því spindillinn á bak við hitanemann og inn í T stykkinu er ónýtur og ekki framleiddur lengur. Mun líklega kaupa Danfoss stykki til að tengja vegg og ofn saman og þá hugsanlega prófa einn svona hitaskynjara, með betri vatnstýringu þá tekur það ekki mörg ár að borga mismuninn á honum og venjulegum skynjara, sérstaklega þar sem lítið mál er að stilla á 21°c á nóttunni og 23.6° á daginn.

Hérna er verið að blogga um þetta:
https://blog.evehome.com/mastering-eve-thermo/



Re: Elgato Eve snjalllausnir

Sent: Þri 15. Jan 2019 23:00
af dori
Ég er með gamla Eve Room v1 (hiti, raki og "loftgæði") og Eve Weather (hiti og raki). Voða fínt nema þetta er bara fyrir Apple tæki og það er voðalega erfitt að ná í gögnin úr þessu. En ef þú ert alveg Apple megin í lífinu þá er þetta fínt.

Re: Elgato Eve snjalllausnir

Sent: Þri 15. Jan 2019 23:43
af Tiger
Ég einmitt notaði þessa útsölu hjá þeim og keypti mér DanaLock Homekit læsingu á hurðina og svo reykskjynjarann. Svo sem erfitt að dæma reykskynjara nema þegar hann þarf að sanna sig, en uppsettning og allt var easy peasy. Einnig cool feature að það kveiknar "næturljós" á honum ef hann fer í gang. Ætlaði einmitt að prufa 2 ofna loka líka, en er með Oventrop loka núna og er bara ekki búinn að ganga úr skugga um að þeir virki.

Re: Elgato Eve snjalllausnir

Sent: Þri 15. Jan 2019 23:58
af arons4
Tiger skrifaði:Ég einmitt notaði þessa útsölu hjá þeim og keypti mér DanaLock Homekit læsingu á hurðina og svo reykskjynjarann. Svo sem erfitt að dæma reykskynjara nema þegar hann þarf að sanna sig, en uppsettning og allt var easy peasy. Einnig cool feature að það kveiknar "næturljós" á honum ef hann fer í gang. Ætlaði einmitt að prufa 2 ofna loka líka, en er með Oventrop loka núna og er bara ekki búinn að ganga úr skugga um að þeir virki.

Getur fengið prufureyk í spreibrúsa, fæst sennilega hjá securitas/öryggismiðstöðinni. Veit sammt ekki hvort þeir selji þetta í smásölu.

Re: Elgato Eve snjalllausnir

Sent: Mið 16. Jan 2019 11:06
af Viktor
arons4 skrifaði:
Tiger skrifaði:Ég einmitt notaði þessa útsölu hjá þeim og keypti mér DanaLock Homekit læsingu á hurðina og svo reykskjynjarann. Svo sem erfitt að dæma reykskynjara nema þegar hann þarf að sanna sig, en uppsettning og allt var easy peasy. Einnig cool feature að það kveiknar "næturljós" á honum ef hann fer í gang. Ætlaði einmitt að prufa 2 ofna loka líka, en er með Oventrop loka núna og er bara ekki búinn að ganga úr skugga um að þeir virki.

Getur fengið prufureyk í spreibrúsa, fæst sennilega hjá securitas/öryggismiðstöðinni. Veit sammt ekki hvort þeir selji þetta í smásölu.


Eða kveikt á eldspítu? :-k