Síða 1 af 1

Dolby atmos vs 5.1 true surround

Sent: Lau 04. Ágú 2018 00:32
af Gassi
Sælir, er að fara að kaupa mer magnara og hatalara og ætlaði fyrst i stereo magnara og hatalara en er eiginlega buinn að akveða að fara i surround, spurningin min er sú er atmos bara gimmick? Það er einhvað til sem nutir ser þetta en þetta er fyrir videogláp þar sem ps4 styður ekki atmos og pc gaming verður við skja i oðru herbergi, var að pæla i jamo studio 8 settinu og það er hægt að smella 2 atmos hatolorum á toppinn á þeim, er það worth it að kaupa 7.2 magnara og hátalarana ? Ykkar input vel þegið :)

MBK Garðar Smári

Re: Dolby atmos vs 5.1 true surround

Sent: Lau 04. Ágú 2018 01:07
af Squinchy
Mjög flott val á hátölurum, atmos er eins og þú segir þarna nánast eingöngu fyrir kvikmyndir þannig að ef þú átt gott blueray safn eða álíka go for it, annars bara henda í klassíska surroundið með 2 bassaboxum

Re: Dolby atmos vs 5.1 true surround

Sent: Lau 04. Ágú 2018 20:20
af gutti
Mundi mæla með fara í 9 rása magnara galli frekar dýarari en það næsta dagskrá hjá mér er að fara safna í 9 rása maganara miklu betra kerfi upp á geta bætt seinna meira við hátarlara. Ég er með atmos og dts x og nota meira dts x. en atoms !

Re: Dolby atmos vs 5.1 true surround

Sent: Sun 05. Ágú 2018 13:03
af Emarki
Ég er akkúrat með 9 rása magnara yamaha advantage 2070. Er með klassískt 5.1 kerfi núna í startið svo ætla ég að bæta við 4 hæðarhátölurum næst þá verð ég komin með 5.1.4 sem er víst skemmtilegra enn 7.1.2.

Framhátalar :Monitor Audio Silver 300
Miðja: Monitor audio silver C350
Bakhátalarar: Xtz Spirit 2
Bassabox: SVS PB2000, 12" 500w(1100W peak) fer niðrí 16hz.
Væntanlegir hæðarhátalarar: Xtz Cinema series S2

Kv. Einar.

Re: Dolby atmos vs 5.1 true surround

Sent: Mið 08. Ágú 2018 21:35
af Gassi
Dts x ? Veit ekki nogu mikið en eg ætla að fa mer 7.2 magnara með atmos, hversu mikill munur er á 1 vs 2 sub?

Re: Dolby atmos vs 5.1 true surround

Sent: Fim 09. Ágú 2018 04:15
af DJOli
Ég myndi einfaldlega bara fara í 5.1, 7.1 (eða 7.2) og sleppa atmos vegna lýsingarinnar sem ég sá hjá Techmoan.
https://www.youtube.com/watch?v=GudeBM9n4GU