Síða 1 af 1

Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:32
af Le Drum
Sælir vaktarar.

Þannig er mál með vexti að fyrir ca. sólarhring síðan þá datt út hljóðið úr Amino A140 afruglara (Vodafone) sem ég er með tengdan við Samsung Smart TV (UE55MU6175, Tizen Os).

Hefur virkað fullkomnlega þar til í gær, fór í dag og skipti um afruglara en það er sama vesenið, ekkert hljóð. Myndin fín.

Afruglarinn er tengdur í ljósleiðara (Gagnaveita Reykjavíkur) og með HDMI í sjónvarpið, búinn að prufa öll HDMI tengi sem eru í boði á sjónvarpinu, skipta um HDMI snúru, endurnýja LAN-kapalinn, tengja önnur tæki við HDMI 1 sem ég hef verið að nota við afruglarann og það svínvirkar allt, sem sagt allt efni sem ég spila í TV virkar, hvort sem mynd og hljóð kemur að innan (efni spilað úr IPTV, USB, þurfti að nota vafrann í TV svo það væri hægt að ná Eurovision t.d.) eða utan (BLURAY) nema blessaði afruglarinn, þar virkar bara mynd.

Á eftir að fara aftur á morgun og skipta einu sinni enn um afruglara, en datt í hug hvort einhver hafi lent í sama og ef svo er, hvernig vandamálið var leyst?

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:56
af hagur
Ég lenti í svipuðu eftir að ég skipti um HDMI snúru, setti 7.5 metra high speed 18Gbps snúru í staðinn fyrir HDBaseT extender sem var með signal drop vandamál. Við þetta missti ég einmitt hljóðið via HDMI í Amino A140 afruglara en myndin virkaði vel og öll önnur source virkuðu vel, bæði hljóð og mynd. Ég fann bara ekkert útúr því, endaði á að tengja optical snúru úr afruglaranum í magnarann og fæ hljóðið þannig.

Þessir Amino afruglarar eru alveg skelfilegir. Hægvirkir og óstöðugir. Svo hitnar þetta drasl eins og eldavélahella. Ótrúlegt að Vodafone sé enn að bjóða uppá þennan búnað óbreyttan frá því IPTV sjónvarpsdreifingin hófst hjá þeim fyrir, hvað, 10 árum?

Get ekki beðið eftir nýja Samsung afruglaranum sem er víst "alveg að koma".

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:59
af ZoRzEr
Lenti í þessu um daginn. Þetta lagaðist eftir að ég breytti hljóðstillingum í afruglaranum. Fór úr Dolby í PCM eða eitthvað álíka (er ekki heima, get ekki skoðað). Það voru 2 valmöguleikar hjá mér. Valdi það sem ekki var Dolby og hljóðið hrökk í gang eftir restart.

Worth a shot.

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Mið 09. Maí 2018 22:24
af Viktor
Mesta rusl sem hefur komið út á Íslandi.

Fáránlegt að enginn sjái leik á borði og bjóði upp á samkeppni í þessum málum, IPTV á ljósi.

Þetta hljómar samt eins og vefstraumurinn sem þú færð sé hljóðlaus, miðað við að það sé búið að skipta öllu út.

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Mið 09. Maí 2018 23:08
af GuðjónR
Gæti verið að sjónvarpið sé stillt á deep-color eða eitthvað sambærilegt?
Ef ég stilli LG sjónvarpið mitt á deep color þá dettur hljóðið út nema ég noti optical þráð með Amino.

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Fim 10. Maí 2018 00:05
af Farcry
GuðjónR skrifaði:Gæti verið að sjónvarpið sé stillt á deep-color eða eitthvað sambærilegt?
Ef ég stilli LG sjónvarpið mitt á deep color þá dettur hljóðið út nema ég noti optical þráð með Amino.

Ég lenti lika í þessu með gamla samsung sjónvarpið , var með deep color (eða hvað það heitir í samsung) á On á viðkomandi HDMI útgangi , slökkti á þvi og hljóðið virkaði strax.

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Fim 10. Maí 2018 07:32
af Le Drum
Þetta hafðist, var UHD stillingaratriði í þessari týpu af sjónvarpi, um leið og ég afvirkjaði það af HDMI 1 þá kom hljóðið um leið.

Kærar þakkir fyrir þetta input.

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Fim 10. Maí 2018 08:05
af Hizzman
Sallarólegur skrifaði:Mesta rusl sem hefur komið út á Íslandi.

Fáránlegt að enginn sjái leik á borði og bjóði upp á samkeppni í þessum málum, IPTV á ljósi.



eða bara alvöru IPTV, sem er ekki fast við einhvern ISP og getur virkað í algengum boxum (mag og android td) og smartTV

klárlega gott tækifæri, þessi fákeppnisstaða er óþolandi

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Fim 10. Maí 2018 10:22
af Starman

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Fim 10. Maí 2018 10:29
af GuðjónR
Le Drum skrifaði:Þetta hafðist, var UHD stillingaratriði í þessari týpu af sjónvarpi, um leið og ég afvirkjaði það af HDMI 1 þá kom hljóðið um leið.

Kærar þakkir fyrir þetta input.


Alveg epic, maður kaupir sér 65" UHD OLED sjónvarp og uppfærir AppleTV í 4K lætur svo sérpanta fyrir sig rándýra 48Gbps UltraHD HDMI kapla sem styðja 4K@60Hz, 4:4:4 chroma, and Deep Color en svo lendir maður í því að þurfa að slökkva á öllu sem heitir UHD og notast við HD/SD af því að veiki linkurinn í keðjunni er einhver fornaldar IPTV (Amino 140) kassi frá Vodafone sem styður ekki nútímann. :face

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Fim 10. Maí 2018 10:31
af GuðjónR
Starman skrifaði:"Nýr" Samsung myndlykill átti að koma í nóvember 2017, ekkert að gerast í maí 2018.
https://vodafone.is/vodafone/fjolmidlatorg/blogg/blogg/2017/05/30/Timamotasamningur-Vodafone-og-Samsung-Ultra-HD-4K-myndlykill-a-markad-i-haust/

Vodafone eru að bíða eftir því að þessi lykill verði úreldur, þá fá þeir hann með afslætti og ljúga síðan að þér að þetta sé það nýjasta og flottasta.

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Fim 10. Maí 2018 14:04
af jonfr1900
GuðjónR skrifaði:
Le Drum skrifaði:Þetta hafðist, var UHD stillingaratriði í þessari týpu af sjónvarpi, um leið og ég afvirkjaði það af HDMI 1 þá kom hljóðið um leið.

Kærar þakkir fyrir þetta input.


Alveg epic, maður kaupir sér 65" UHD OLED sjónvarp og uppfærir AppleTV í 4K lætur svo sérpanta fyrir sig rándýra 48Gbps UltraHD HDMI kapla sem styðja 4K@60Hz, 4:4:4 chroma, and Deep Color en svo lendir maður í því að þurfa að slökkva á öllu sem heitir UHD og notast við HD/SD af því að veiki linkurinn í keðjunni er einhver fornaldar IPTV (Amino 140) kassi frá Vodafone sem styður ekki nútímann. :face


Ef þú ert að kaupa HDMI kapla dýru verði þá er verið að svindla á þér. Það er tengið í búnaðinum sem skiptir máli og ódýr kapall og dýr kapall gera nákvæmlega það sama. Ef þú ert með HDMI v2.0 þá virkar allt hjá þér fram að þeirri útgáfu. Miðað við að HDMI v2.1 kom eingöngu út árið 2017 og allur búnaður þangað til var með HDMI 2.0 (4K UHD sjónvörp). Ástæðan fyrir því afhverju kapalinn skiptir ekki máli í HDMi er að merkið sem fer um kapalinn er stafrænt (TMDS mótun)

Það sem væntanlega vandamálið með þessa afruglara er að þeir eru að keyra svo gamla útgáfu af HDMI að það er orðið vandamál. Væntanlega er verið að nota HDMI 1.3a til 1.4a-b í þessum afruglum.

Þú getur síðan keypt hdmi kapla ódýrt af Amazon US og fengið sent til Íslands. Þeir dýrustu kosta $30 (án tolla og vsk). Óþarfi að láta sérpanta fyrir sig. Tími fyrir slíkt er liðinn á Íslandi.

Re: Ekkert hljóð úr Amino 140 afruglara

Sent: Fim 10. Maí 2018 17:51
af russi
Æjj fyrir mitt leiti og reynslu þegar kemur að IPTV og Samsung þá eru Samsung með skítin í buxunum og miklu meira en það. Miðað við það semég hef upplifað hjá þeim þá kæmi mér ekkert á óvart að Vodafone sé að kanna betur stöðu sína í þessum efnum.

Annar punktur, það er búin að vera samruna-ferli í gangi hjá Vodafone og 365 síðan þessi tilkynning kom og hefur sú vinna alveg örugglega haft einhver áhrif, hvort það sé gild afsökun er annað mál og vísa ég því í upphafspunktin í innleggi mínu frekar