Setja upp Apple TV á iOS/macos-lausu heimili


Höfundur
linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Setja upp Apple TV á iOS/macos-lausu heimili

Pósturaf linenoise » Fös 06. Apr 2018 20:16

Getur einhver gefið mér leiðbeiningar um hvernig maður setur upp Apple TV með app store account? Mamma fékk svona frá okkur börnunum, og við þurfum að græja netflix og Rúv og þetta er stórfurðulegur hausverkur.

Ég bjó til apple id, setti inn öryggisnúmer, og apple id virðist valid, en ekki tengt við store account? Alla vega í hvert skipti sem ég reyndi að ná í rúv appið á apple tv-inu komu skilaboð um að ég væri ekki activated á itunes store.

Internetið virtist segja mér að ná í iTunes og skrá mig inn þar, en þar fékk ég villuskilaboð um að ég hefði ekki notað þetta apple id á app store? Svo sagði internetið mér að setja inn kortanúmer einhvers staðar og eftir langa leit fann ég appleid.apple.com. (Takk, apple TV FAQ að minnast ekki einu einasta orði á þessa síðu). Þar bætti ég við billing address og kortanúmeri á appleid.apple.com. Það hjálpaði samt ekki neitt.

Á apple ekki að vera user friendly og fínt fyrir gamlar konur? Þetta er sú allra mest frústerandi user experience sem ég hef dílað við frá því ég reyndi að uninstalla real player á seinustu öld.

Hjálp!!




Opes
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp Apple TV á iOS/macos-lausu heimili

Pósturaf Opes » Fös 06. Apr 2018 20:30

Sendi þér PM.




Höfundur
linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp Apple TV á iOS/macos-lausu heimili

Pósturaf linenoise » Fös 06. Apr 2018 20:55

Málið leystist (líklega. Ég á eftir að verify-a hjá mömmu gömlu..), en þó eingöngu með því að blanda App Store á macos í málið.

Takk Opes, fyrir að koma mér á slóðina.

Nú er svo bara ennþá opin spurning hvort þetta sé yfirhöfuð hægt án einhvers tækis frá Apple.




Opes
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp Apple TV á iOS/macos-lausu heimili

Pósturaf Opes » Fös 06. Apr 2018 22:12

Gott að þetta er komið í lag, vel gert! Ég hef ekki sett upp Apple TV og stofnað Apple ID frá grunni svo ég muni, en ég hefði haldið að það ætti ekki að vera neitt mál. Velja Iceland í uppsetningarferlinu myndi ég halda að væri lykilatriði. Einnig að staðfesta tölvupóstfangið. Var það örugglega gert?