Síða 1 af 1
4K blu-ray spilarar?
Sent: Mán 02. Apr 2018 09:52
af jonfr1900
Hvar er hægt að kaupa 4K blu-ray spilara á Íslandi? Ég athugaði á vefsíðu Elko en þar var ekkert til sölu.
Takk fyrir aðstoðina.
Re: 4K blu-ray spilarar?
Sent: Mán 02. Apr 2018 10:32
af audiophile
Re: 4K blu-ray spilarar?
Sent: Mán 02. Apr 2018 12:04
af Halldorhrafn
Svo er 4k afspilun í Blu Ray spilaranum á Xbox One X:
https://www.tolvutek.is/vara/xbox-one-x-leikjatolva
Re: 4K blu-ray spilarar?
Sent: Mán 02. Apr 2018 12:44
af jonfr1900
Ég þakka fyrir þetta. Verð samt að segja að þetta er mjög lítið úrval og þetta er gömul týpa af Samsung UHD blu-ray spilara. Ég hafði fundið á Amazon DE týpu sem er með númerið M9500. Ég vona að það verði búið að uppfæra þetta þegar ég uppfæri sjónvarpið og blu-ray spilarann hjá mér.
Re: 4K blu-ray spilarar?
Sent: Mán 02. Apr 2018 14:06
af Hj0llz
Ormsson er með M9500 spilarann.
Eru svipað gamlir, bæði M týpur sem er 2017/2018 línan.
N týpan sem kemur út seinna í ár er 2018/2019 týpan
Re: 4K blu-ray spilarar?
Sent: Mán 02. Apr 2018 14:50
af Televisionary
Einnig er Xbox One S með Blu Ray 4K stuðning. Mun ódýrari en X módelið. Einn besti kosturinn í afþreyingu sem ég hef komist í. Fékk 500 GB módelið fyrir 157 EUR fyrir jól á tilboði.
Væntingarnar voru litlar þrátt fyrir að hafa átt upprunalegt Xbox og Xbox 360. En viti menn ég er í skýjunum með gripinn. Uppfærði reyndar allt húsið hjá mér og er með þrjár XB One S og eina XB One X.
* Spilar Blu Ray / DVD / 4K Blu Ray
* Kodi fyrir DVD safnið mitt sem situr á netþjón. (Eingöngu yfir NFS)
* Netflix, Amaxon Primevideo fyrir hámhorfið.
* Leikir, Xbox Game Pass og EA Access club (eiginlega Netflix fyrir leiki).
* Microsoft videóleigan er alveg frábær.
* Prófaði núna um páskana að setja upp Hulu. Lofar ansi góðu er að velta fyrir mér hvort ég haldi áfram með þetta eftir prufuna.
* Er með myndlykilinn frá Vodafone einnig uppsettan á HDMI inn tengið og allt videó fer þá í gegnum vélina.