Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 553
- Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
1. Afhverju eru stöðvar: N4, Hringbraut og SportTV sem eru opnar í eðli sínu, scramblaðar á loftnetsútsendingum?
2. Eru eigendur fyrrnefndra stöðva að spara einhvern pening með þessu? - og er það leyfilegt gagnvart P&F?
3. Eða eru Síminn og Vodafone að setja þeim stólinn fyrir dyrnar með því að hafa þessar stöðvar eingöngu aðgengilegar á sínum kapli?
4. Er verið að reyna að gera okkur erfiðara að „Klippa á Kapalinn“ (Cutting the Cord)?
2. Eru eigendur fyrrnefndra stöðva að spara einhvern pening með þessu? - og er það leyfilegt gagnvart P&F?
3. Eða eru Síminn og Vodafone að setja þeim stólinn fyrir dyrnar með því að hafa þessar stöðvar eingöngu aðgengilegar á sínum kapli?
4. Er verið að reyna að gera okkur erfiðara að „Klippa á Kapalinn“ (Cutting the Cord)?
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
án þess að vita, myndi ég giska á að þetta snúist um peninga. Semsagt Voda rukkar lægri gjöld fyrir að dreifa efninu rugluðu.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Skil ekki þennan þráð.
Það kostar að dreifa efninu. Segir þetta sig ekki sjálft?
Það kostar að dreifa efninu. Segir þetta sig ekki sjálft?
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
kornelius skrifaði:1. Afhverju eru stöðvar: N4, Hringbraut og SportTV sem eru opnar í eðli sínu, scramblaðar á loftnetsútsendingum?
2. Eru eigendur fyrrnefndra stöðva að spara einhvern pening með þessu? - og er það leyfilegt gagnvart P&F?
3. Eða eru Síminn og Vodafone að setja þeim stólinn fyrir dyrnar með því að hafa þessar stöðvar eingöngu aðgengilegar á sínum kapli?
4. Er verið að reyna að gera okkur erfiðara að „Klippa á Kapalinn“ (Cutting the Cord)?
1. Ég spurði N4 að þessu og ástæðan er kostnaður sem Vodafone rukkar þessar stöðvar um dreifingu.
2. Sjá svar eitt.
3. Kapall er alltaf sérþjónusta.
4. Líklega ekki en þessi þjónusta kostar alltaf. Bæði fyrir þá sem dreifa merkinu og þá sem taka á móti því.
Það er bara einn aðili að senda út um loftnet á Íslandi (Vodafone) og það eitt og sér er vandamál.
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
varðandi lið 1 þá ef þú ert með kort frá Vodafone þó það sé án áskriftar eru þessar stöðvar opnar, semsé þarft að vera með kort frá þeim, sem aftur á móti kostar.
-
- Fiktari
- Póstar: 91
- Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
- Reputation: 52
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Þessar fléttur bera ákveðið mikið. Vodafone er að senda út yfirleitt tvær fléttur = 2 rásir = tveir sendar. Það rúmast bara ákveðið mikið af efni í hverri fléttu og er þetta því takmarkaður resource. Bæta við fléttu þýðir auka sendir á hvern sendastað, loftnet, leyfi, rafmagn, IP flutningur og svo svakalegt viðhald. Þetta er mjög dýrt og ekki annað en eðlilegt að þeir sem vilja koma inn á kerfið beri einhvern kostnað. Ég hef annars lítið vit á business hliðinni á þessu.
---
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Lýtur ekki út eins og eitthvað sem samkeppniseftirlitið ætti að samþykkja.
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Mín persónulega skoðun er að þetta dvb-t kerfi eru einu mestu fjárfestingarafglöp í dreifingar- og fjarskiptamálum íslendinga á þessari öld.
Þetta var held ég um 4 milljarða samningur yfir eitthvað X tímabil. Enginn veit hvað tekur við eftir það nema auðvitað að halda þessu úti áfram.
Þar fyrir utan eru fjarskiptafélögin nú þegar að dreifa RÚV ókeypis til líklega yfir 90% heimila, þannig að þessum 4 milljörðum er bara hent út á hafsauga liggur við.
Það voru margir sem bentu á vitleysuna við þetta þegar farið var í útboð. Allir vissu að dreifing yfir netlag, internet, væri framtíðin. Bændur væru að bíða eftir ljósleiðara ekki loftnetsdreifingu rúv.
Hægt hefði verið að ljósleiðaravæða nær allt dreifbýli Íslands fyrir þennan pening.
Einsog með margt annað þá bera stjórnmálamenn enga ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.
Þetta var held ég um 4 milljarða samningur yfir eitthvað X tímabil. Enginn veit hvað tekur við eftir það nema auðvitað að halda þessu úti áfram.
Þar fyrir utan eru fjarskiptafélögin nú þegar að dreifa RÚV ókeypis til líklega yfir 90% heimila, þannig að þessum 4 milljörðum er bara hent út á hafsauga liggur við.
Það voru margir sem bentu á vitleysuna við þetta þegar farið var í útboð. Allir vissu að dreifing yfir netlag, internet, væri framtíðin. Bændur væru að bíða eftir ljósleiðara ekki loftnetsdreifingu rúv.
Hægt hefði verið að ljósleiðaravæða nær allt dreifbýli Íslands fyrir þennan pening.
Einsog með margt annað þá bera stjórnmálamenn enga ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.
*-*
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
appel skrifaði:Þar fyrir utan eru fjarskiptafélögin nú þegar að dreifa RÚV ókeypis til líklega yfir 90% heimila...
Nú? Hvernig fæ ég ókeypis aðgang að RUV gegnum fjarskiptafélögin?
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
appel skrifaði:Það voru margir sem bentu á vitleysuna við þetta þegar farið var í útboð. Allir vissu að dreifing yfir netlag, internet, væri framtíðin. Bændur væru að bíða eftir ljósleiðara ekki loftnetsdreifingu rúv.
Þegar þessir aðilar voru að tjá sig um þetta útboð, sást í gegn að þeir vissu lítið um málið, maður fékk það á tilfinningu að það voru einhverjir hugsmunir á ferðinni, t.d. sá sem hæst heyrðist var stofnandi Íslandssíma sem er betur þekktur sem Vodafone í dag og var forstjór eða framkvæmdastjóri þar líka ef ég man rétt.
appel skrifaði:Hægt hefði verið að ljósleiðaravæða nær allt dreifbýli Íslands fyrir þennan pening.
Rólegur Kiefer, ef þessi upphæð hefði dugað til ljósleiðaravæða bara Rangárvallsýsluna hefði það verið vel sloppið
Já hvar fæ ég þetta svo frítt í gegnum eitthvað fjarskiptafélag? - Veit alveg hvað þú átt við, en ég á ekki að þurfa borga nefskatt og svo 1500kr fyrir einhver mótttakara frá Símanum/Vodafone til að komast í þetta efni.
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Það sem er galið við þetta er að ríkið/við/rúv eigum ekki kerfið sem er byggt upp fyrir almannaþjónustuna sem rúv er heldur Vodafone.
Það hlýtur að vera sárt fyrir rúv-ara að dreifiðkerfið "þeirra" er rekið og í eigu þeirra stærsta samkeppnisaðila.
Auðvitað hefði kerfið fyrst að það var byggt að vera í eigu rúv/ríkisins og rekið af þeim og aðgangur að kerfinu ókeypis eða rukkaður þannig að um eðlilegt verð væri að ræða en ekki þannig að einkafyrirtæki á markaði hagnist bara og hagnist.
Það hlýtur að vera sárt fyrir rúv-ara að dreifiðkerfið "þeirra" er rekið og í eigu þeirra stærsta samkeppnisaðila.
Auðvitað hefði kerfið fyrst að það var byggt að vera í eigu rúv/ríkisins og rekið af þeim og aðgangur að kerfinu ókeypis eða rukkaður þannig að um eðlilegt verð væri að ræða en ekki þannig að einkafyrirtæki á markaði hagnist bara og hagnist.
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins
http://www.visir.is/g/2015151028616
Svört skýrsla um RÚV: Reksturinn ósjálfbær, afleitir samningar um dreifikerfi og óljóst þjónustuhlutverk
https://kjarninn.is/skyring/svort-skyrs ... uhlutverk/
Sannleikurinn um stöðu fjármála RÚV, Kjarninn birtir trúnaðargögn
https://kjarninn.is/skyring/sannleikuri ... nadargogn/
Ekki mín orð, heldur annarra.
http://www.visir.is/g/2015151028616
Svört skýrsla um RÚV: Reksturinn ósjálfbær, afleitir samningar um dreifikerfi og óljóst þjónustuhlutverk
https://kjarninn.is/skyring/svort-skyrs ... uhlutverk/
Sannleikurinn um stöðu fjármála RÚV, Kjarninn birtir trúnaðargögn
https://kjarninn.is/skyring/sannleikuri ... nadargogn/
Ekki mín orð, heldur annarra.
*-*
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Þá kemur fram nokkur gagnrýni á samning sem gerður var við Vodafone árið 2013. Þá hafi 4 milljarða króna skuldbinding verið lögð á RÚV með 15 ára samningi við Vodafone um stafrænt dreifikerfi með takmarkaða möguleika.
https://klapptre.is/2015/10/29/ruv-skyr ... um-arabil/
*-*
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Sko, fyrir þá sem vilja finna er google nóg. Ég nenni ekki að peista þaðan.
*-*
-
- Græningi
- Póstar: 46
- Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Ég lagði til að þetta væri gert gegnum MBMS (eMBMS í LTE).
Þá værum við með landsdekkandi 4G kerfi. Það hefði eflt síma- og netsamband um allt land auk þess að geta á skilvirkan og ódýran máta dreift sjónvarpi og útvarpi.
En það hlustar enginn á mig svosum.
Þá værum við með landsdekkandi 4G kerfi. Það hefði eflt síma- og netsamband um allt land auk þess að geta á skilvirkan og ódýran máta dreift sjónvarpi og útvarpi.
En það hlustar enginn á mig svosum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Það er spurning hvað gerist árið 2028 þegar samningurinn við Vodafone rennur út. Það er einnig spurning hvort að þeir staðlar sem eru notaðir í dag séu þá á útleið að mestu leiti.
-
- Græningi
- Póstar: 46
- Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Það er líka ágætt að halda því til haga að aukning í IPTV áskriftum er frá 5-11% milli ára alveg frá upphafi. Í ársbyrjun 2017 voru um 84% heimila með IPTV áskrift.
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
hreinnbeck skrifaði:Það er líka ágætt að halda því til haga að aukning í IPTV áskriftum er frá 5-11% milli ára alveg frá upphafi. Í ársbyrjun 2017 voru um 84% heimila með IPTV áskrift.
Þannig að 4 milljarðar fóru í að veita 16% heimila aðgengi að RÚV?
*-*
-
- Græningi
- Póstar: 46
- Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Minna en það. Það eru ekki 100% heimila með sjónvarp skv. tölum Hagstofunar. Skal sjá hvort ég finni þær ekki aftur.
En athugið að útvarpsdreifing er líka í þessum samning.
En athugið að útvarpsdreifing er líka í þessum samning.
-
- Græningi
- Póstar: 46
- Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Rokkar frá 95-99% 2000-2009. Þetta er könnun hjá 18-74 ára svo ætla má að í dag séu sjónvörp á 95-99% heimila. 1% táknar uþb 1.240 heimili.
Ég var samt með nýrri tölur einhversstaðar....
http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__midlun__1_Fjolmidlar__sjonvarp/MEN04013.px/table/tableViewLayout1/?rxid=09a8213e-53d2-44ab-aebe-626e12c37243
Ég var samt með nýrri tölur einhversstaðar....
http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__midlun__1_Fjolmidlar__sjonvarp/MEN04013.px/table/tableViewLayout1/?rxid=09a8213e-53d2-44ab-aebe-626e12c37243
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
hreinnbeck skrifaði:Minna en það. Það eru ekki 100% heimila með sjónvarp skv. tölum Hagstofunar. Skal sjá hvort ég finni þær ekki aftur.
En athugið að útvarpsdreifing er líka í þessum samning.
Ah, það væri áhugavert að sjá það, þ.e. tölur um útvarpsdreifingu. Ég held að við höfum flestir verið að fókusera á tölur um sjónvarpsdreifingu. Augljóslega er IPTV ekki að ná til útvarpshlustenda í bílum sínum.
*-*
-
- Græningi
- Póstar: 46
- Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
Svo má líka benda á að það eru 14-15þús heimili og fyrirtæki sem eru áskrifendur að þjónustu um DVB hjá Vodafone. Þannig að það eru ekki mörg heimili eftir sem eru ekkert að greiða fyrir aðgang að sjónvarpsdreifingu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
appel skrifaði:Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins
http://www.visir.is/g/2015151028616
Svört skýrsla um RÚV: Reksturinn ósjálfbær, afleitir samningar um dreifikerfi og óljóst þjónustuhlutverk
https://kjarninn.is/skyring/svort-skyrs ... uhlutverk/
Sannleikurinn um stöðu fjármála RÚV, Kjarninn birtir trúnaðargögn
https://kjarninn.is/skyring/sannleikuri ... nadargogn/
Ekki mín orð, heldur annarra.
Þetta er endalausum niðurskurði að kenna. Rúv gjaldið á Íslandi er fáránlega lítið. Hérna í Danmörku kostar skylduáskriftin 41.481 ISK (2.527 DKK) á ári. Þetta er einhver 17.000 kr á ári á Íslandi (langt síðan ég hef borgað þetta gjald og man ekki töluna nákvæmlega).
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?
jonfr1900 skrifaði:Þetta er endalausum niðurskurði að kenna. Rúv gjaldið á Íslandi er fáránlega lítið. Hérna í Danmörku kostar skylduáskriftin 41.481 ISK (2.527 DKK) á ári. Þetta er einhver 17.000 kr á ári á Íslandi (langt síðan ég hef borgað þetta gjald og man ekki töluna nákvæmlega).
Afhverju í ósköpunum ætti að neyða fólk til þess að vera áskrifandi af fjölmiðli?
Seljum þetta RÚV drasl eins og skot.
Ríkið sjá um það sem aðrir geta ekki gert - og það vel. Fáránlegt að ríkið sé að reka fjölmiðil til þess að kaupa erlent sjónvarpsefni og spila Taylor Swift á Rás2. Þessir peningar geta farið í miklu þarfari verkefni á vegum ríkisins, og þá fáum við miklu fleiri og betri einkarekna fjölmiðla.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB