Síða 1 af 1

Fela snúrur í stofu

Sent: Fös 02. Mar 2018 13:46
af SolidFeather
hi

Ég er með tvo cat5 capla og tvær hátalarasnúrur sem ég þyrfti að fela. Ég sá fyrir mér að troða þeim undir gólflistann en vandamálið er að kaplarnir þurfa að fara framhjá hurð sem ég veit ekki hvernig er best að leysa.

Ég sá fyrir mér að fræsa í gólfið en ég þekki ekki hversu mikið mál það er. Svo datt manni líka í hug að skera rönd úr einangrunni sem er undir parketinu og setja snúrurnar í hana. Væri það æskilegt?

Re: Fela snúrur í stofu

Sent: Fös 02. Mar 2018 14:41
af Viktor
Einfaldast að þræða undir hurðakarmana / hurðalistana eða hvað sem þetta kallast.

Mynd

Re: Fela snúrur í stofu

Sent: Fös 02. Mar 2018 18:57
af DJOli
Mæli með að þú útvegir þér ídráttarfjöður til að einfalda dráttinn undir parketið frá a til b.

Re: Fela snúrur í stofu

Sent: Fös 02. Mar 2018 20:55
af appel
Ég setti hátalarasnúrur undir parketið þegar ég lagði nýtt parket.

Þráðlaust er málið í dag. Blutooth hátalarar. Eða bara fá sér sonos eða soundbar, það er orðið helvíti flott í dag.

Svo með cat kaplana, þú gætir skoðað að leggja ljósleiðara, þeir eru mun þynnri.