Blu Ray staðallinn er gefin út á einhverjum tímapunkti. Hann breytist ekkert eftir það, Þann 12. maí 2015 er svo gefin út af Blu-ray Disc Association (BDA) Ultra HD Blu-ray™ staðallinn.
"nýjasta / flottasta" flokkast alltaf undir það að verða erfitt viðureignar til að byrja með. Því miður nenni ég ekki að nota stofuna sem tilraunastofu. Ég reyni að breyta sjaldan og reyni þá alltaf að einfalda hlutina. En ég sé ekki betur en að 4K sé meiri hausverkur í augnablikinu heldur en uppskera.
Undirritaður fékk sér loksins 4K 43" tölvuskjá og ég er að upplifa leiðinda "shift" á allri myndinni um 1-2 pixla og svo sest myndin aftur á réttan stað. Er búin að prófa tvær tölvur og 4K kapla án þess að fá úr þessu leyst. Uppfærslan í HD eða QHD var eitthvað sem ég upplifði sem mun minna vesen á sjónvörpum og tölvuskjám.
Ég hef engan heyrt lofa OZ appið það er óstöðugt samkvæmt því sem ég var að lesa hjá fólki á Twitter af aðilum sem ég treysti. Ég myndi halda að það besta sem þú getir gert í stöðunni er að bíða eftir 4K Samsung boxinu frá Vodafone, það ætti að skila sér innan 6 mánaða myndi ég halda.
Mín neytendaupplifun á sjónvarpi hér á landi er vægast sagt ömurleg. Ég sakna Sky boxins mín, ég nenni ekki að fara fjallabaksleiðir til að nálgast efnið. Ég uppfærði allar hæðir hjá mér í Xbox One S um jól/áramót og sé ekki eftir því. Fæ Amazon Primevideo, Netflix og þær myndir sem ég hef keypt á Google Play. Microsoft er einnig með frábæra VOD leigu og góð verð. Ég borga lítið meira og fæ titilinn til eignar. Ég nota ekki VPN eða DNS þjónustur nenni ekki að standa í því það verður alltaf vesen á einhverjum tímapunkti. Einnig er stuðningur við Blu Ray og UHD Blu Ray í þessum tækjum.
Fyrir tónlistina nota ég Spotify, tölvuleikina leysi ég með EA Access Club og Xbox Game Pass þá hef ég gott aðgengi að leikjum fyrir alla fjölskylduna. Er með einhverja 40 titla uppsetta núna. Einnig setti ég upp HDMI splitter/extender fyrir 4K er reyndar bara að keyra hann með 1080P núna þannig að ég geti keyrt myndmerkið í fleiri herbergi ef einhver vill horfa á eitthvað annað á varpanum hjá okkur.
Þegar þú leitar eftir "LG Deep Colour" færðu tillögur eins og "no sound" "breaks HDMI". Það er ekki traustvekjandi að mínu áliti. En því miður þyrfti að "debugga" þetta með því að fá logga úr báðum tækjum þegar þau tengjast og framkvæma "handshake" á milli sín.
En gangi þér vel með þetta. En ég sá t.d. að Denon nefndi að öll tæki sem væru partur af HDMI 1.3 og þú fengir ekki hljóð þá þyrftirðu að drepa á þessum hlutum frá eftirfarandi framleiðendum: / Þannig að það eru ekki bara "gamalt IPTV" sem er ekki að standa sig.
"LG: HDMI Ultra HD Deep Colour = OFF
Samsung: HDMI UHD Colour = OFF
Sony: HDMI Signal Format = STANDARD
Philips: HDMI Ultra HD 4:4:4 = OFF"
GuðjónR skrifaði:Televisionary skrifaði:Guðjón
Ég fór og googlaði aðeins..
Takk fyrir svarið, spurning hvað þetta var gömul grein sem þú vísaðir í, þ.e. "brjóta Blueray staðalinn", málið er t.d. með AppleTV 4k þá býður það upp á 4k SDR - 4K HDR og Dolby Vision sem er það nýjasta og flottasta, en til þess að njóta þess þá þarftu að breyta output úr Chrome 4:2:0 í 4:4:4 og gera "enable" á Deep Color í sjónarpinu og vera með HDMI kapal sem ræður við amk 18Gbps bandvídd. Ef ég slepp á Deep Color í sjónvarpinu þá er "besta" upplausnin sem ég fæ úr AppleTV 4K SDR.
Þú þart reyndar "uber" hdmi kapla til að nýta þetta, þess vegna lét ég sérpanta bestu kapla sem völ er á; Belkin Ultra Speed 48Gbps Dolby Vision Certified, en þeir ráða við 4k@120Hz eða 8K@60Hz.
Þannig að ég held nú frekar að þetta gamla úrelta IPTV sé frekar "speglar og reykur" en nýjustu græjurnar.
Ef ég set IPTV á annað port, og slekk á Deep Color þar, þá virkar það fínt en auðvitað er það smá fjallabaksleið.
Ég hef ekki lent í neinu öðru veseni með Deep Color, svo er spurning hvort maður sjái yfir höfuð mun á Dolby Vision, 4K HDR eða 4K SDR, það lookar allt vel í tækinu og ómuglegt að segja, þetta snýst um að tækið býður upp á ákveðin gæði og þá vill maður helst ekki downgreida þau gæði um marga flokka út af úreldum aukatækjum.
Ef OZ appið væri örlítið notendavænna þá væri ég ekkert að spá í þetta, myndi bara skila IPTV lyklinum. En fyrst ég ætla að vera með hann eitthvað áfram þá myndi ég vilja lykil sem er samhæfður nýjustu tækni, ekki einhverja risaðeðlu sem virkar bara ef allt er downgreidað í botn.
p.s þetta er að verða átta ára gömul grein sem þú vísar í, margt breyst á átta árum:
https://www.avforums.com/threads/hdmi-d ... f.1376483/