Síða 1 af 1

Opin heyrnartól, hvað á að kaupa?

Sent: Sun 04. Feb 2018 10:02
af Vaski
Mig vantar opin heyrnartól sem ná yfir eyrun og eru með snúru, helst eitthvað sem kostar ekki allt of mikið (20 +-). Ég mun nota þau í skrifstofuumhverfi og því þurfa þau ekki að vera á einhverju pró leveli, en auðvita ekki verra ef hljóðgæðin séu fín. Helst að leita að einhverju sem er þægilegt að hafa á hausnum allan daginn, eitthvað sem er þokkalega endingargott (þetta á það til að detta hjá mér) og ekki verra ef þetta lítur sæmilega út (maður er jú með þetta þar sem aðrir sjá mann ;) )

Getið þið bent mér á eitthvað gott stuff?

Re: Opin heyrnartól, hvað á að kaupa?

Sent: Sun 04. Feb 2018 10:59
af SkinkiJ
Vaski skrifaði:Mig vantar opin heyrnartól sem ná yfir eyrun og eru með snúru, helst eitthvað sem kostar ekki allt of mikið (20 +-). Ég mun nota þau í skrifstofuumhverfi og því þurfa þau ekki að vera á einhverju pró leveli, en auðvita ekki verra ef hljóðgæðin séu fín. Helst að leita að einhverju sem er þægilegt að hafa á hausnum allan daginn, eitthvað sem er þokkalega endingargott (þetta á það til að detta hjá mér) og ekki verra ef þetta lítur sæmilega út (maður er jú með þetta þar sem aðrir sjá mann ;) )

Getið þið bent mér á eitthvað gott stuff?

Grado Sr80e, mjög góð! Það eina sem mér finnst óþægilegt er að það kemur snúra báðu megin út heyrnatólunun

Re: Opin heyrnartól, hvað á að kaupa?

Sent: Sun 04. Feb 2018 21:20
af peer2peer
https://www.cnet.com/products/sony-mdr-1a/

Búinn að eiga þessi í tvö ár og elska soundið úr þeim. Og hrikalega þæginleg.

fást hér: https://elko.is/sony-heyrnartol-mdr1ab