Síða 1 af 1

Margmiðlunarflakkarar í dag

Sent: Þri 30. Jan 2018 09:25
af steinarth
Sælir Vaktarar,

Er að spyrja fyrir systir mína þar sem ég hef ekkert vit á þessu í dag.

Hún á gamalt sjónvarp inní herbergi ekki með HDMI né USB.

Hún notaði sjónvarpsflakkara fyrir allar teiknimyndirnar fyrir krakkana.

Í fyrradag datt hann í gólfið og er skemmdur.

Þegar ég ætlaði að fara að googla sjónvarpsflakkara / margmiðlunarflakkara í dag lítur út fyrir að þetta sé allveg útdautt og hvergi að finna.

Hvað eru vaktarar að nota í dag? Helst eitthvað ódýrt

Re: Margmiðlunarflakkarar í dag

Sent: Þri 30. Jan 2018 09:32
af Sydney
Er playerinn sjálfur ónýtur eða bara diskurinn? Yfirleitt mjög einfalt að skipta um disk í þessu.

Re: Margmiðlunarflakkarar í dag

Sent: Þri 30. Jan 2018 09:33
af steinarth
Playerinn bara og ef diskurinn er ónýtur þá skiptir það ekki máli því hún á annan.

og Þetta er 3.5 Diskur

Re: Margmiðlunarflakkarar í dag

Sent: Þri 30. Jan 2018 14:06
af END
Ég er með einn í gamla stílnum sem ég er alveg hættur að nota:
https://www.cnet.com/products/iomega-screenplay-hd-multimedia-drive-500gb/specs/

Getur fengið hann á 5.000 kr.