Heimabíó pælingar. / ("build log")
Sent: Fim 11. Jan 2018 21:49
Gott kvöld er í því að byggja mér heimabíó og laga afþreyinguna í húsinu hjá mér. Planið er að setja upp þrjú Xbox One S/X í afspilun ásamt Chromecast. Var að taka út Fire TV, Fire TV 4K og Apple TV ásamt gömlum leikjatölvum og dóti. Vill hafa bara eitt viðmót á allri afþreyingu þeas eins leikjatölvu í öll rými og IPTV myndlykil frá Vodafone.
Þetta spannar hjá mér þrjár hæðir og það eru 5 sjónvörp/myndfletir í húsinu. Planið er að hafa Xbox One X sem að tengist með HDMI 4K splitter í Skjávarpa og svo er planið að fæða 2 sjónvarpstæki í herbergjum fyrir neðan og hafa bara auka stýripinna. Ég vill að mannskapurinn geti spilað tölvuleiki og haft aðgang að annari afþreyingu og mér tekst að leysa allflest með þessu þ.e.a.s. Amazon Instant Video, Microsoft VOD leigu, Netflix og svo Kodi (Alpha útgáfa í augnablikinu).
Í bæði stofu og aðaltækjarýminu er planið að reyna að fela eins mikið af græjum og mögulegt er. Planið er að prófa mig áfram með IR extender sem tengist á milli HDMI tækja. Í barnaherbergi var spáin að jafnvel fela tækið einnig en það gæti reynst erfið sala því að þetta er Minecraft Limited Edition og erfingjinn gæti verið ósáttur yfir því.
En það sem stendur út af borðinu hjá mér í augnablikinu eru fjarstýringarmál. Er að spá hvort ég eigi að nenna að smíða mér litla linux vél og nota USB-uirt með lirc og smíða mér vefviðmót sem passar í öll snjalltæki þannig að ég geti stýrt öllu sem að mér hentar. Einnig ætti að vera auðvelt að smíða fjölva (makró) fyrir þetta. Notaði Logitech fyrir c.a. 10 árum síðan og uppsetningarhlutinn fannst mér vægast sagt leiðinlegur.
Það er ekki planið að fara í neinar smart lausnir með ljós eða neitt. Ég hata svoleiðis lagað eins og pestina.
Aðaltækjarýmið snýr langsum í dag. Þetta er uppi í risi hjá mér og ég hef verið að pæla í því að flytja rýmið og varpa myndinni á þvervegg og jafnvel setja hátalara og annan varning felldan inn í vegg og á bak við skjávarpa tjaldið. En það yrði meiri vinna. Einnig er planið að reyna að koma fyrir 2 rása HIFI í bíórýminu og þá vandast málið töluvert í ljósi þess að þeir hátalar eru á stærð við hálfan ísskáp og því fylgir plötuspilari og eitthvað meira af græjum.
Hafa menn verið að vinna eitthvað með Xbox One Game streaming yfir í Windows 10? Ég prófaði þetta örlítið um daginn og þetta kom merkilega á óvart er að spá í að setja upp litla vél og sjá hvort að þetta sé nothæft á einhvern máta.
En allar tillögur í þetta verkefni væru vel þegnar, mér liggur ekkert á þ.e.a.s þetta er langhlaup en ekki sprettur. Planið er að gera "alpha build" af tæknilega hlutanum og svo verður biórýmið tekið í gegn þeas gólf + hljóðvist ásamt því að veggir/loft verða máluð.
*Uppfært 14/1/2018
Komin 3 Xbox One S í notkun, eitt á hverri hæð. Microsoft er svolítið afturábak með það hvernig maður hefur aðgengi að leikjum og efni. Þegar einn "Xbox Live" aðgangur er í notkun þá verðurðu að tengja sem einhver annar á næstu vél. Á aðeins eftir fínpússa þetta. En er búin að setja upp family aðgang.
Setti upp 4K HDMI splitter s.s 1 inn / 4 út., staðsetningin á einu Xboxinu dugir mér til að koma merkinu í 3 herbergi.
Það sem kom mér á óvart í dag er að Netflix appið á símanum sér Xbox sem "casting" tæki. Sem er ágætt ég prófaði Xbox appið á símanum og það var hálf dapurt.
Þetta spannar hjá mér þrjár hæðir og það eru 5 sjónvörp/myndfletir í húsinu. Planið er að hafa Xbox One X sem að tengist með HDMI 4K splitter í Skjávarpa og svo er planið að fæða 2 sjónvarpstæki í herbergjum fyrir neðan og hafa bara auka stýripinna. Ég vill að mannskapurinn geti spilað tölvuleiki og haft aðgang að annari afþreyingu og mér tekst að leysa allflest með þessu þ.e.a.s. Amazon Instant Video, Microsoft VOD leigu, Netflix og svo Kodi (Alpha útgáfa í augnablikinu).
Í bæði stofu og aðaltækjarýminu er planið að reyna að fela eins mikið af græjum og mögulegt er. Planið er að prófa mig áfram með IR extender sem tengist á milli HDMI tækja. Í barnaherbergi var spáin að jafnvel fela tækið einnig en það gæti reynst erfið sala því að þetta er Minecraft Limited Edition og erfingjinn gæti verið ósáttur yfir því.
En það sem stendur út af borðinu hjá mér í augnablikinu eru fjarstýringarmál. Er að spá hvort ég eigi að nenna að smíða mér litla linux vél og nota USB-uirt með lirc og smíða mér vefviðmót sem passar í öll snjalltæki þannig að ég geti stýrt öllu sem að mér hentar. Einnig ætti að vera auðvelt að smíða fjölva (makró) fyrir þetta. Notaði Logitech fyrir c.a. 10 árum síðan og uppsetningarhlutinn fannst mér vægast sagt leiðinlegur.
Það er ekki planið að fara í neinar smart lausnir með ljós eða neitt. Ég hata svoleiðis lagað eins og pestina.
Aðaltækjarýmið snýr langsum í dag. Þetta er uppi í risi hjá mér og ég hef verið að pæla í því að flytja rýmið og varpa myndinni á þvervegg og jafnvel setja hátalara og annan varning felldan inn í vegg og á bak við skjávarpa tjaldið. En það yrði meiri vinna. Einnig er planið að reyna að koma fyrir 2 rása HIFI í bíórýminu og þá vandast málið töluvert í ljósi þess að þeir hátalar eru á stærð við hálfan ísskáp og því fylgir plötuspilari og eitthvað meira af græjum.
Hafa menn verið að vinna eitthvað með Xbox One Game streaming yfir í Windows 10? Ég prófaði þetta örlítið um daginn og þetta kom merkilega á óvart er að spá í að setja upp litla vél og sjá hvort að þetta sé nothæft á einhvern máta.
En allar tillögur í þetta verkefni væru vel þegnar, mér liggur ekkert á þ.e.a.s þetta er langhlaup en ekki sprettur. Planið er að gera "alpha build" af tæknilega hlutanum og svo verður biórýmið tekið í gegn þeas gólf + hljóðvist ásamt því að veggir/loft verða máluð.
*Uppfært 14/1/2018
Komin 3 Xbox One S í notkun, eitt á hverri hæð. Microsoft er svolítið afturábak með það hvernig maður hefur aðgengi að leikjum og efni. Þegar einn "Xbox Live" aðgangur er í notkun þá verðurðu að tengja sem einhver annar á næstu vél. Á aðeins eftir fínpússa þetta. En er búin að setja upp family aðgang.
Setti upp 4K HDMI splitter s.s 1 inn / 4 út., staðsetningin á einu Xboxinu dugir mér til að koma merkinu í 3 herbergi.
Það sem kom mér á óvart í dag er að Netflix appið á símanum sér Xbox sem "casting" tæki. Sem er ágætt ég prófaði Xbox appið á símanum og það var hálf dapurt.