Ég var að fá UHD lykil frá Símanum og var að prófa prufuútsendinguna hjá þeim og ég hef engan valmöguleika um 4k bara 1080p/60hz. Þarf að virkja 4k upplausninga á lyklinum?
Svo væri líka gott að vita hvort það sé ekki hægt að breyta því þannig að Rúv HD sé á stöð 1? Það væri ágætt að Síminn myndi hysja upp um sig og gera HD default eins og Vodafone gerir. Svo eru gæðin á fjölvarpsstöðvunum eins og Discovery alveg hræðileg og virðast vera SD útgáfur af rásum sem eru vanalega HD.
Það er í raun alveg ótrúlegt að fyrirtæki í samkeppni við erlenda miðla eins og Netflix séu að bjóða svona léleg gæði á útsendingum.
Sjónvarp Símans HD
Re: Sjónvarp Símans HD
Tilraunaútsendingin virkar fínt hjá mér í 4k, ertu nokkuð með hann wi-fi tengdan? Þú missir slatta af rásum ofl með því, eins furðulegt og það hljómar.
Re: Sjónvarp Símans HD
Þú verður að stilla myndlykilinn á auto, ef þú stillir á 1080p/60hz þá færðu bara 1080p/60z og ekkert fyrir ofan það.
Auto stillingin gerir það að verkum að myndlykillinn sendir frá sér UHD merki aðeins ef sjónvarpið ræður við það.
Svo er það til í dæminu að sum heimabíó senda aðeins frá sér HD þó það sé að fá UHD merki inn.
Auto stillingin gerir það að verkum að myndlykillinn sendir frá sér UHD merki aðeins ef sjónvarpið ræður við það.
Svo er það til í dæminu að sum heimabíó senda aðeins frá sér HD þó það sé að fá UHD merki inn.
*-*
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Sjónvarp Símans HD
Takk appel! Þetta var einhver aulaskapur í mér að halda að þetta myndi birtast í myndstillingunum. Auto virkaði
Re: Sjónvarp Símans HD
Já, hvernig væri nú að fara uppfæra viðmótið, td favorites eða raða stöðvum og útvarpsrásum saman, það þarf líka að sjást í viðmótinu þega maður er byrjaður að slá í rásarnúmer.