Besta græjan til að spila efni af plex server


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf yamms » Mán 23. Okt 2017 00:39

Mig vantar einfalt og ódýrt tæki til að spila af plex server sem ég er með.
Heima hjá mér er ég með server + apple tv4 en vantar eitthvað mjög user friendly dót heima hjá m&p svo þau geti horft á efni.

Ég er búinn að vera að skoða roku streaming stick en hef enga reynslu af því. Einu skilyrðin sem ég set er að þetta sé eins notendavænt og kostur er og ekki mjög dýrt.

Hefur einhver hérna reynslu af svona streaming stick, android tv box eða öðrum græjum sem myndu henta í þetta hlutverk?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2564
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Tengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf Moldvarpan » Mán 23. Okt 2017 00:52

Ég gaf foreldrum mínum Roku 3 fyrir nokkrum árum.

Það er mjög einfalt og þau hafa alveg náð að skilja það.
En hafa þó ekki notað það eins mikið og ég bjóst við, enn frekar föst í kapalkerfinu + rúv :D

En vissulega, ef þeim langar að sjá eh sérstakt efni sem ég set inn handa þeim, þá er það nokkra músarsmelli frá því að vera komið í Plexið/rokuinn. Einstaklega þægilegt.

Gaf systir minni sömuleiðis Roku 3 og er með slatta af barnaefni fyrir litlu frænku mína.
Þetta eru solid jólagjafir :)

Með 2x Roku, 2x Android og 1x Theater setups. Love it.




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf Cascade » Mán 23. Okt 2017 08:03

Ég keypti Roku, hún var alveg fín, nema hún var eiginlega að transkóða allt 1080p efnið mitt og þar sem minn plex server er takmarkaður á cpu getu þá er það alveg bannað hjá mér

Verð eiginlega að segja að í ódýra flokknum sé rpi2 það besta sem ég hef komist nálægt
Rpi3 eflaust betri, bara var ekki til þegar ég keypti mína.

Þú setur upp RasPlex á hana (mjög einfalt) og þá er þetta bara komið.
Hún direct playar allt efnið mitt, þú notar bara sjónvarpsfjarstýringuna til að stýra (gegnum HDMI-CEC), mjög þægilegt, einstaklega notendavæn þar sem stýrikerfið er í raun bara Plex, það er ekki hægt að klúðra því. Þú kveikir á græjunni og ferð í plex.

Rpi3 kit kostar milli $60 og $70 með öllu á aliexpress (og svosem amazon og á flestum stöðum) svo það er hægt að fá þetta á undir 10þús komið heim.


Svo já þetta er það langbesta í ódýru deildinni og notendavænast sem ég hef komist nálægt.


Annars á ég líka Mii box. Það er frábært en ekki jafn notendavænt ef þú vilt bara Plex.
Ef maður notar Plex appið úr android store þá fer flest allt í transkóðun (mjög undarlegt)
Náði að komast hjá því með að setja upp Kodi og keyra Plex úr því, þá er allt direct playað.

Eini kosturinn af Mii boxinu yfir rpi er að viðmótið er alveg miklu flottara. Hins vegar þá þarf auka fjarstýringu og ef maður ýtir á einhvern takka á henni þá fer maður auðveldlega úr Plex appinu og það eru alveg nokkur klikk að komast í það

Svo ef þú vilt eitthvað ódýrt, getur direct playað og er mjög notendavænt þá fær rpi mitt atkvæði



Skjámynd

Maniax
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Þri 24. Júl 2012 14:59
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf Maniax » Mán 23. Okt 2017 09:07

Hef notað RasPlex hér og virkað vel :)



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf Tiger » Mán 23. Okt 2017 10:46

Flest Smart TV í dag hafa nú bara Plex appið í boði.... viss um að sjónvarpið þeirra sé ekki með það?



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf einarhr » Mán 23. Okt 2017 12:19

Var sjálfur með Andriod Box en skipti því fyrir Chromecast og er sáttur við það.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Tengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf Klemmi » Mán 23. Okt 2017 12:30

Roku fær mitt atkvæði.

Einstaklega einföld og góð fjarstýringin sem fylgir, kvikt og þægilegt í notkun :)

Getur slökkt á transkóðun ef serverinn ræður illa við það, annars geturðu einnig stillt það í Plex servernum hversu þung transkóðunin á að vera.
Hef þó ekki lent í vandræðum með hægagang, þrátt fyrir að nota ~7 ára gamla i3 tölvu sem server og hafa ekkert breytt transkóðunar stillingum.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf depill » Mán 23. Okt 2017 13:19

Klemmi skrifaði:Getur slökkt á transkóðun ef serverinn ræður illa við það, annars geturðu einnig stillt það í Plex servernum hversu þung transkóðunin á að vera.


Getur meiri segja stillt þetta client based ef þú vilt enn hafa nokkra clienta sem munu samt fara í meiri transcoding. Ég hef ekkert verið að fikta í þessu mín megin og gengið fínt, en ég henti líka smá CPU afli í serverinn og mun örugglega henda meira afli þegar ég uppfæri ( eða bæti við það sem mér finnst spennandi sem er distributed transcoding ).

A) Nördaskapurinn í mér myndi segja Sheild, allt bara geðveikt við Shield en myndi aldrei láta foreldra mína fá shield

B) Ef foreldrar þínir eru eins og mínir og nota iPad og iPhone láttu þá hafa ATV4. Clientinn er frekar nice, önnur öpp eru frekar nice, AirPlay og Plex selectorinn virkar seamlessi á milli iPad og iPhone. Apple TV remote appið í iPad og iPhone virkar fáranlega nice.

Foreldrar mínir eru iPad sjúklingar og þetta eiginlega eina leiðin til að fá þau til að horfa líka á efnið í TV, þar sem núna byrja þau í iPad og halda svo áfram í AppleTVunum sínum. Plús þegar þau týna fjarstýringunum að þá finnst þeim fáranlega gott að geta notað fjarstýringu möguleikann á iPad / iPhone.

Ef þau eru Android fólk þá myndi ég örugglega segja Chromecast, ódýrt og virkar af devicunum.

Ég er persónulega akkurat núna með bara LG Smart sjónvarp clientinn hjá mér sjálfum. En þegar ég flyt ætla ég eithvað að breyta til.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf Hauxon » Mán 23. Okt 2017 13:40

Keypti Amazon Firestick um daginn (10þ í TL, annars $39) og er á því að það sé besta ódýra streymilausnin fyrir sjónvarp ef 1080p er nóg. Android undir og mjög einfalt í notkun, getur sett inn Kodi, iView/Imbakassann ofl Adroid dót ef þú vilt. Það fylgir líka ágæt fjarstýring með. Amazon Fire TV styður 4k og það er ný útgáfa rétt handan við hornið (25 oct '17). Ég er ekki með Echo dot eða annað Amazon dót en líklega integrerar þetta allt voða vel saman ef fólk er að spá framtíðar home-automation.




Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf yamms » Mán 23. Okt 2017 22:35

Snilld, takk fyrir! Ég er farinn að hallast meira að streaming stick. Tel það henta best í þessu tilfelli.




obg23
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 19. Okt 2017 18:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf obg23 » Fim 26. Okt 2017 11:40

Ég keypti Mi Tv Box á AliExpress og hef notað það í þó nokkurn tíma og það hefur svínvirkað hjá mér. Það er verið að selja svoleiðis græju hérna á Íslandi hér: https://mii.is/collections/annad/products/mi-tv-box



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf hfwf » Fim 26. Okt 2017 12:16

obg23 skrifaði:Ég keypti Mi Tv Box á AliExpress og hef notað það í þó nokkurn tíma og það hefur svínvirkað hjá mér. Það er verið að selja svoleiðis græju hérna á Íslandi hér: https://mii.is/collections/annad/products/mi-tv-box
af hverju er verið að selja þetta 17900 þegar þetta er komið heim á sirka 9500? geturu svarað því eigandi mii.is? [emoji23]

Sent from my SM-G925F using Tapatalk



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Besta græjan til að spila efni af plex server

Pósturaf russi » Fim 26. Okt 2017 14:21

Fá þú þér AppleTV 4K og láttu gamla settið fá þitt gamla AppleTV4, getur selt þeim það á sanngjörnu verði, alveg eins á báðum stöðum og auðvelt fyrir þig að leiðbeina þeim og það er frekar easy í notkun.

En af því sem ég hef testað þá er Roku vel imba-proof eftir það er komið upp. Amazon er það líka.
Setti sjálfur upp Andriod box og skipti um launcher á því til að það yrði imba-proof. Þá e rupphafskjárinn bara með tiles og Plex, Sarpurinn og önnur öpp þar,