Síða 1 af 1
Sjónvarp í gegnum netið
Sent: Mán 18. Sep 2017 15:04
af sunna22
Halló ég vona að ég sé að setja þetta í réttan flokk. En ég var að spá í ef maður keypti sér aðgang að t.d Smart tv eða Netsjónvarp. Þá verður náttúrulega aukning á strem eða netnotkun.En hversu mikið þyrfti maður að stækka gagnamagnið. Tek það fram að við erum ekki með stóran netpakka.En það væri mikið horft á þetta netsjónvarp.Hvað er þetta að taka mikið gagnamagn hjá ykkur sem eru með svona
Re: Sjónvarp í gegnum netið
Sent: Mán 18. Sep 2017 16:24
af Nariur
Venjulegur HD straumur getur verið um 3GB/klst. SD um 700MB/klst.
Þannig er HD straumur í 2klst. á dag u.þ.b. 200GB á mán.
Re: Sjónvarp í gegnum netið
Sent: Mán 18. Sep 2017 17:05
af kizi86
fara bara í ótakmarkað hjá Hringiðunni eða Hringdu og vera laus við að þurfa að passa upp á gagnamagnið...
Re: Sjónvarp í gegnum netið
Sent: Mán 18. Sep 2017 19:32
af Viktor
Þarft ekkert að spá í gagnamagn.
Ótakmarkað gagnamagn 3.990 kr.
https://hringdu.is/internet/
Re: Sjónvarp í gegnum netið
Sent: Mán 18. Sep 2017 20:14
af worghal
Var það ekki þannig að sjónvarpið telur ekki á gagnamagnið?
Re: Sjónvarp í gegnum netið
Sent: Mán 18. Sep 2017 20:56
af hagur
worghal skrifaði:Var það ekki þannig að sjónvarpið telur ekki á gagnamagnið?
Hér er verið að tala um netsjónvarp/IPTV yfir Internetið, ekki sjónvarpsþjónustu Símans/Vodafone, a.m.k eins og skil þetta. Það er bara venjuleg nettraffík sem telur í gagnamagni eins og hvað annað.