Síða 1 af 1

Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Mið 23. Ágú 2017 13:57
af Viktor
Daginn.

Ég ætla að skipta yfir í Apple TV þar sem mér lýst vel á RÚV, 365 og Netflix öppin.

Ég hef alltaf verið með slökkt á hátölurum í sjónvarpinu þar sem þeir eru algjört rusl og ónothæfir - og hef notað "Headphones" tengið á sjónvarpinu til þess að tengja aðra hátalara.

Apple TV fjarstýringin lækkar og hækkar hins vegar í hátölurunum á sjónvarpinu, ekki headphone volume á sjónvarpinu svo það er ekki í boði.

Ég ætla ekki að kaupa mér sjónvarp nýtt sjónvarp í bráð, svo ég var að spá í að aftengja hátalarana í sjónvarpinu og setja bara snúru í "alvöru" hátalarana svo ég geti stillt þetta með Apple TV.

Hefur einhver verið í svipuðum pælingum?
Ætti maður frekar að tengja bluetooth hljóð? Get ég fengið Apple TV til að hætta að stilla hljóðið úr TV speakers?

Það eru engar svona stillingar á sjónvarpinu sjálfu, headphone volume er alveg sér og mjög djúpt inni í valmyndinni. Philips 3000 línan að mig minnir, ekki smart TV. Sem var í fínu lagi með Vodafone afruglaranum, þar sem hann lækkar hljóðið í sjálfum sér, ekki sjónvarpinu.

Mynd

Mynd

Re: Aftengja sjónvarps hátalara og víra nýja

Sent: Mið 23. Ágú 2017 13:59
af Halli25
Myndi fá mér bluetooth soundbar frekar...

Re: Aftengja sjónvarps hátalara og víra nýja

Sent: Mið 23. Ágú 2017 14:10
af Viktor
Halli25 skrifaði:Myndi fá mér bluetooth soundbar frekar...


Hættir Apple TV þá að stilla hljóðið í sjónvarpinu sjálfu?

Myndi þá fá mér Bluetooth-adapter fyrir hátalarana mína, er ekki spenntur fyrir soundbar eins og er þar sem ég er með ca. 150þ. kr. studio hátalara og bassabox inni í stofu.

https://elko.is/konig-mottakari-bluetooth-svartur

Re: Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Mið 23. Ágú 2017 14:56
af russi
Ég sé ekkert til fyrirstöðu hjá þér að tengja svona framhjá, þú ert með þrusu magnara fyrir þannig það ætti ekki að vera issue.

AppleTV er snjalt að ákveðnu leyti í þessu, fjarstýringin er Bluetooth, en þegar þú ert að hækka og lækka þá notar hún IR-sendin, semsagt ATV lærir á sjónvarpið. Ef Bluetooth hátalari/headphone er tengdur hækkar og lækkar hún í því tæki.

Ef það væri hægt að stilla ATV til að hækka í gegnum HDMI outputið þá væri þetta ekki vandamál. Var sjálfur með soundbar og ATV4 og Philipis tæki og fór nú ekki í þær pælingar(datt þetta bara í hug núna), notaði þetta soundbar lítið sem ekkert þar sem ég á það ekki og var bara að gera við það. En ef hægt er að stilla ATV í nota HDMIið til að hækka og lækka þá ert með lausn án þess að fara að tengja framhjá.

Þetta var nú samt skárra í ATV2 og ATV3, þar var þó optical out sem ég nýtti.

ps. Alltaf spuring um delay þegar kemur að þessu Bluetooth, hef rekist á það gerast einu sinni hjá mér. Þá var nóg stoppa mynd og byrja aftur.

Re: Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Mið 23. Ágú 2017 15:36
af Farcry

Re: Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Fim 24. Ágú 2017 01:19
af Snorrmund
Ég er ekki alveg 100% viss, en mig minnir samt að ef þú ert með tengt í headphone þá breytist hljóðstyrkur ekki. En hinsvegar ef að þú tengir við Digital audio out(Orange RCA tengi) eða Toslink(ferkantað tengi með glærum flipa oft) og tengir þá græju við digital-analog breyti þá geturu fengið merki inn á magnarann þinn(eða tengt beint frá fyrrnefndum tengjum við maganarann ef hann er með þau)
Þá minnir mig að hljóðið hækki og lækki í takt við sjónvarpið, þá ættiru einhverstaðar að geta disablað sjónvarps hátalarana í valmyndinni. Ég átti 3000 týpu fyrir einhverjum árum sem ég tengdi við aðra hátalara og mig minnir að þetta hafi virkað svona, er ekki 100% viss samt.

Re: Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Fim 24. Ágú 2017 09:22
af Viktor
Jæja, ekki byrjar það vel.

Fór í ELKO og keypti Philips AEA2700 móttakara... en þetta virðist vera einn af fáum sem er ekki hægt að stilla hljóðstyrk í gegnum Apple vörur #-o

http://www.supportforum.philips.com/en/ ... post141413

https://discussions.apple.com/thread/79 ... 0&tstart=0

Ætla að fara aftur í ELKO í dag og kaupa eldri týpuna, AEA2000 :fly

https://elko.is/philips-bluetooth-mottakari-aea2000

Takk fyrir svörin.

There are no problems with the master volume control at the previous model Philips AEA2000.


https://origin-discussions-us.apple.com ... ge29595190

Re: Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Fim 24. Ágú 2017 13:24
af Squinchy
Finnur þetta í settings á apple tv sjálfu

Re: Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Fim 24. Ágú 2017 15:06
af Viktor
Komið í gang með "Philips Bluetooth móttakari AEA2000" og volume control virkar :happy Sjónvarpshátalarnir eru þá alveg úti - eins og ég vonaðist til.

En þetta virðist vera issue hjá Apple varðandi volume í sumum BT vörum.

Re: Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Lau 26. Ágú 2017 01:39
af Snorrmund
Prufaðir þú eitthvað að tengja þetta án BT svona fyrir forvitnis sakir ?

Re: Aftengja sjónvarps hátalara / Apple TV Bluetooth?

Sent: Lau 26. Ágú 2017 12:57
af Viktor
Nei, fór ekki í það.