Síða 1 af 1

Sjónvarp fyrir 4K heimavideo og myndasafn (synology)

Sent: Mið 16. Ágú 2017 16:54
af Gsg
Keypti Synology 916+ um daginn fyrir bíómyndir, þætti en ekki síst fjölskyldumyndir og video.
Keypti svo 4K Sony FDR-AX53B (https://tinyurl.com/y8m67znr)

Nú vantar mig sjónvarp til þess að ná að horfa á 4K heimavideoin í fullum gæðum í gegnum Synology án þess að þurfa að converta formattinu og mögulega missa gæði. Hvaða sjónvarp væri best í þetta? Skiptir það e.t.v. ekki máli þar sem Synology (DS video) ætti að geta spilað flest? 4K myndböndin eru í XAVC S3 codec en skrárnar eru bara í mp4 svo það ætti væntanlega að vera vel spilanlegt á flestum 4K sjónvörpum.

Er spenntur fyrir LG OLED B7 en átti Samsung fyrir. Vill bara geta horft á þetta í lossless gæðum. Hvað mæli þið með ? Budget 200-400K.

takk