Síða 1 af 1

Logitech Z5500 var að deyja, hvað á ég að gera?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 13:36
af nidur
Sælir,

Logitech Z5500 var að bila hjá mér 10 ára gamalt

Vitið þið hvert best væri að fara með svona á verkstæði, eða á maður bara að gleyma því og kaupa nýtt.

Það fór að slökkva á sér sjálfkrafa, ég gat kveikt á því aftur en svo á endanum dó það alveg, öryggið er í lagi, þannig að það er eitthvað meira og ég er búinn að kíkja á allt inní þessu og sé ekkert af þéttum eða tengingum sem eru orðnar lélegar.

Arftakinn er Logitech 5.1 Z906 sem virðist vera alveg eins, kannski keilan aðeins minni.

Re: Logitech Z5500 var að deyja, hvað á ég að gera?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 13:45
af Jón Ragnar
Það er vandamál með Logitech Z632 þar sem powertakkinn er oft leiðinlegur. Oft er nóg að rífa hann upp og hreinsa.

Lendi í sama hjá mér, næ ekki að kveikja stundum með góðu

Re: Logitech Z5500 var að deyja, hvað á ég að gera?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 16:50
af nidur
Líklega þéttir sem er farinn, þarf að mæla og skipta, viðgerð 20 þús.

Þannig að ég keypti Z906 á 48 þús. og setti í staðinn með gömlu hátölurunum sem eru flottari og nú þegar fastir á veggnum :)

Ég er ekki týpan sem nenni að bíða eftir viðgerð, og eitthvað vesen. Ég á samt örugglega eftir að fara með gamla kerfið í viðgerð bara til að eiga það áfram.

Re: Logitech Z5500 var að deyja, hvað á ég að gera?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 18:02
af halldorjonz
Leiðinlegt maður held að mitt hafi dáið líka núna um helgina! Var að blasta smá music yfir nóttina og sofnaði svo, hefur greinilega ofhitnað maganarinn eða eitthvað, bara slökkt á honum búinn að prufa taka allt úr sambandi og setja aftur, heyri samt svona suð í bassaboxinu þannig hátalarnir og bassinn ættu að vera í lagi bara stykkið til að hækka og lækka aka heilinn/magnarinn virðist ónýtur :/

Spá í að gera jafnvel bara sama og þú kaupa mér nýja versionið af þessu, hef að vísu ekki heyrt í því en getur varla verið mikið verra? Alltof gaman að blasta í þessum hátölurum á fyllerí :P gott sound! og líka frábært í movies.. segðu mér hvað þér finnst um nýju sem þú varst að kaupa, mikill munur etc?

Re: Logitech Z5500 var að deyja, hvað á ég að gera?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 18:51
af emmi
Er einhver sem selur Z906 hér?

Re: Logitech Z5500 var að deyja, hvað á ég að gera?

Sent: Þri 01. Ágú 2017 19:27
af Frost
Ekki segja svona... Mitt á eftir að lifa 10 ár í viðbót!