Síða 1 af 2

Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 17:21
af ColdIce
Daginn!

Er hjá Vodafone með sjónvarp en langar að fara yfir til Símans. Síminn segir að þeir nái ekki sambandi við Gagnaveitu svo ég spyr hvort ég geti ekki bara fært mig til Mílu og skipt svo, en Síminn var ekki viss um að Vodafone samþykki/get fært mig :shock:

Það hlýtur að vera einhver hér sem hefur gert þetta, plís hjálp :P

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 17:24
af akij
Ég er örlítið slappur og þessi spurning er ekki alveg að tengjast í kollinum. Hvað er að því að segja upp Vodafone/gagnaveitu og fá sér Mílu/símann ? Ég er með 1gb mílu ljós með áskrift hjá síma, og sjónvarp símans? Ertu að spá í það hvort það gangi?

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 17:56
af ColdIce
Langar bara yfir til Símans og það virðist vera vesen því GR virkar ekki þar og kannski getur Vodafone ekki fært mig. Fékk þessi svör frá Símanum og er bara ekki að kaupa það að þetta sé svona mikið vesen

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 19:21
af Nariur
Ég er ekki alveg að skilja vandamálið, en ég skal setja fram nokkrar staðreyndir sem gætu hjálpað.

Míla og Gagnaveitan eru fyrirtæki sem reka sitt hvort ljósleiðaranetið.
Síminn og Vodafone eru símfyrirtæki sem selja þjónustu yfir þessi net.
Vodafone býður upp á þjónustu yfir bæði netin, en Síminn bara hjá Mílu.

Ef þú vilt vera með net(sjónavarp) frá Símanum þarftu þar með að vera með ADSL, ljósnet(VDSL), eða ljósleiðara frá Mílu.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 20:08
af brain
Segir bara upp þjónustu hjá Vodafone, og kaupir svo þjónustu frá Símanum.

Getur ekki verið einfaldara

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 20:42
af appel
Þetta er bara ofureinfalt. Ef þú vilt fara í þjónustu hjá Símanum þá skrifar þú einfaldlega undir eitthvað plagg held ég og þeir sjá alfarið um að færa þig yfir, þú þarft ekki að hafa samband við Vodafone eða GR.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 21:55
af Vaktari
appel skrifaði:Þetta er bara ofureinfalt. Ef þú vilt fara í þjónustu hjá Símanum þá skrifar þú einfaldlega undir eitthvað plagg held ég og þeir sjá alfarið um að færa þig yfir, þú þarft ekki að hafa samband við Vodafone eða GR.



Hann þarf klárlega að hafa samband við GR og segja upp accesnum sínum á OSS.
Annars rukkar GR bara fyrir aðgang...
Einnig myndi ég klárlega hafa sjálfur samband við vodafone og double checka hvort þjónustur hafi ekki örugglega farið í uppsögn
þegar þær færðust yfir til símans.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 21:57
af Vaktari
ColdIce skrifaði:Daginn!

Er hjá Vodafone með sjónvarp en langar að fara yfir til Símans. Síminn segir að þeir nái ekki sambandi við Gagnaveitu svo ég spyr hvort ég geti ekki bara fært mig til Mílu og skipt svo, en Síminn var ekki viss um að Vodafone samþykki/get fært mig :shock:

Það hlýtur að vera einhver hér sem hefur gert þetta, plís hjálp :P




Þetta ætti ekki að vera neitt vesen.
Getur séð hérna nákvæmlega hvaða tengimöguleika þú ert með https://www.mila.is/

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 21:58
af Vaktari
Vaktari skrifaði:
ColdIce skrifaði:Daginn!

Er hjá Vodafone með sjónvarp en langar að fara yfir til Símans. Síminn segir að þeir nái ekki sambandi við Gagnaveitu svo ég spyr hvort ég geti ekki bara fært mig til Mílu og skipt svo, en Síminn var ekki viss um að Vodafone samþykki/get fært mig :shock:

Það hlýtur að vera einhver hér sem hefur gert þetta, plís hjálp :P




Þetta ætti ekki að vera neitt vesen.
Getur séð hérna nákvæmlega hvaða tengimöguleika þú ert með https://www.mila.is
Söluverið hjá símanum ætti alveg að geta gefið þér nákvæmar upplýsingar hvað þú getir fengið hjá þeim.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 22:18
af ColdIce
Ætla bara til þeirra hjá Símanum á morgun og fá þetta alveg á hreint, læt vita hvernig það fer :)

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Fös 30. Jún 2017 23:24
af brain
Vaktari skrifaði:
appel skrifaði:Þetta er bara ofureinfalt. Ef þú vilt fara í þjónustu hjá Símanum þá skrifar þú einfaldlega undir eitthvað plagg held ég og þeir sjá alfarið um að færa þig yfir, þú þarft ekki að hafa samband við Vodafone eða GR.



Hann þarf klárlega að hafa samband við GR og segja upp accesnum sínum á OSS.
Annars rukkar GR bara fyrir aðgang...
Einnig myndi ég klárlega hafa sjálfur samband við vodafone og double checka hvort þjónustur hafi ekki örugglega farið í uppsögn
þegar þær færðust yfir til símans.


Vodafone rukkar fyrir GR. Var nóg að tala við þá.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 12:08
af ColdIce
Fór til Símans og fékk "þetta er ekki hægt".

Buðu mér hins vegar að taka Heimilispakkann og þá net líka.

Hvernig er netið að koma út hjà þeim? Myndi taka 1gb

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 12:21
af Dúlli
Þú getur verið hjá gagnaveitunni og símanum og öfugt með mílu og vodafone.

Þessi fyrirtæki hegða sér eins og litlir krakkar, Þetta er ekkert mál, en málið er að síminn vill hafa þetta hjá mílu því þá fá þeir hærri tekjur þar sem þetta eru tengd fyrirtæki.

Aftur á móti er gagnaveitan hlutlaust fyrirbæri.

Þetta er hægt en mjög mikið vesen og krefst þess að blanda inn neytenda samtökum og ýmsu í þetta og þá verður þetta allt í einu lítið mál í kerfinu. Hef séð mörg svona atvik og veit um heilan haug af fyrirtækjum og heimilum sem eru með blönduð kerfi.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 12:37
af ColdIce
Dúlli skrifaði:Þú getur verið hjá gagnaveitunni og símanum og öfugt með mílu og vodafone.

Þessi fyrirtæki hegða sér eins og litlir krakkar, Þetta er ekkert mál, en málið er að síminn vill hafa þetta hjá mílu því þá fá þeir hærri tekjur þar sem þetta eru tengd fyrirtæki.

Aftur á móti er gagnaveitan hlutlaust fyrirbæri.

Þetta er hægt en mjög mikið vesen og krefst þess að blanda inn neytenda samtökum og ýmsu í þetta og þá verður þetta allt í einu lítið mál í kerfinu. Hef séð mörg svona atvik og veit um heilan haug af fyrirtækjum og heimilum sem eru með blönduð kerfi.


Já þykir þetta bara asnalegt, "þú getur meira með Símanum" og allt það :thumbsd

En ef einhver hér er með þennan Heimilispakka, hvernig er 1gb að standa sig? Hann sagði að það væru 250gb niðurhal en þeir rukka samt aldrei fyrir meira en það, getur einhver staðfest þá fullyrðingu?

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 12:39
af Dúlli
ColdIce skrifaði:
Dúlli skrifaði:Þú getur verið hjá gagnaveitunni og símanum og öfugt með mílu og vodafone.

Þessi fyrirtæki hegða sér eins og litlir krakkar, Þetta er ekkert mál, en málið er að síminn vill hafa þetta hjá mílu því þá fá þeir hærri tekjur þar sem þetta eru tengd fyrirtæki.

Aftur á móti er gagnaveitan hlutlaust fyrirbæri.

Þetta er hægt en mjög mikið vesen og krefst þess að blanda inn neytenda samtökum og ýmsu í þetta og þá verður þetta allt í einu lítið mál í kerfinu. Hef séð mörg svona atvik og veit um heilan haug af fyrirtækjum og heimilum sem eru með blönduð kerfi.


Já þykir þetta bara asnalegt, "þú getur meira með Símanum" og allt það :thumbsd

En ef einhver hér er með þennan Heimilispakka, hvernig er 1gb að standa sig? Hann sagði að það væru 250gb niðurhal en þeir rukka samt aldrei fyrir meira en það, getur einhver staðfest þá fullyrðingu?


Ég er löngu búin að læra að sniðganga síman og vodafone, mæli bara að vera með netið hjá hringdu og bara leigja þennan myndlykill hjá símanum sem er hvað ? 1.000 kall á mánuði ?

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 13:11
af ColdIce
Ég fæ ekki lykilinn þeirra því ég er hjá GR, og ég fæ ekki Mílu nema færa netið...vítahringur :(
Er rosalega sáttur með Hringdu og hef engan áhuga að skipta, nema kannski ef Síminn er að standa sig með ljósið

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 13:47
af russi
ColdIce skrifaði:Ég fæ ekki lykilinn þeirra því ég er hjá GR, og ég fæ ekki Mílu nema færa netið...vítahringur :(
Er rosalega sáttur með Hringdu og hef engan áhuga að skipta, nema kannski ef Síminn er að standa sig með ljósið


Þú getur verið með Mílu ljós, ISP sem Hringdu og IPTV frá Sjónvarpi símans, voðalega er þetta lið að rugla í þér.
Þarft bara að fá Mílu til að leggja ljósið til þín.

Well kannski er þetta ekki alveg rétt hjá mér, fer eftir því hvað Hringdu býður uppá, ef þeir bjóða uppá ljós í gegnum kerfi mílu, þá er þetta hægt.
Þeir bjóða uppá Sjónvarp Símans í gegnum Ljósnetið og þá er ekkert til fyrirstöðu að hitt gangi upp.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 17:28
af akij
Heyrðu ColdIce, þetta er mjög einfalt. Þú færir þig yfir í Mílu ljósleiðara, ert með áskrift hjá Hringdu og sjónvarp Símans. Eins og fyrri ræðumaður sagði. :baby

Mynd

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 18:27
af ColdIce
Eins og ég tók fram þá verð ég að hafa netið hjá Símanum, og það væri eina leiðin til að gera þetta. Líklegast geri ég það.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 18:37
af Nariur
Ha? Varstu ekki að segja að þú vildir vera hjá Hringdu?
Þú getur fengið sjónvarp Símans með net hjá Hringdu í gegn um ljósleiðara frá Mílu. Bara ekki ljóslaiðara frá Gagnaveitunni. (ef Míla býður upp á ljósleiðara þar sem þú býrð)

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 18:38
af depill
ColdIce skrifaði:Eins og ég tók fram þá verð ég að hafa netið hjá Símanum, og það væri eina leiðin til að gera þetta. Líklegast geri ég það.


Hafandi verið í þessum geira ágætlega lengi og unnið hjá fleirri en einu fjarskiptafyrirtæki er þetta bara rangt. Þú þarft að vera á Mílu en þarft alls ekki að vera með netið hjá Símanum.

Þú getur verið með Internetið hjá Vodafone og kerfi Mílu ( Ljósnet/ADSL/Ljósleiðara ) og þá getur bara farið uppí Símann sagt þeim línunúmerið þitt og þá færðu myndlykil og Sjónvarp Símans.

Hins vegar "böndlar" Síminn ákveðna fjarskiptaþjónustu saman svo það getur verið hagstæðara að fara í heimilispakkann.

Sjónvarp Símans (1600) + Premium (4500) + App(500) + Net hjá Hringdu 50 mbps ótakmarkað - 3990 + Línugjald 2999 + Router (790) = 14.379
Heimilispakkinn(250 GB innifalin) + Línugjald 2990 = 16.490 kr ( inni í þessu er líka HS ef þú notar það )

En SS + SS Premium + SS Appið er pottþétt available yfir alla ISPa, ekki bara Símann ( enn er bundið við grunnnetið Mílu )

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 22:03
af russi
Svo er líka annar kostur í þessu sem Sjónvarp Símans var að opna á núna í sumar.
Það er að þú getur tekið afruglarn þeirra með þér í ferðalagið og notað hann á hvaða neti sem er, það segir okkur að þú getur í raun notað hann á hvar sem og líka GR-ljósinu, hvort þeir séu að opna á það að fólk getia bara verið með afrugla hjá þeim þekki ég ekki.

Eini mínusin við það þá ertu á sama VLANi og internet-trafikin en ekki að nýta Multicast sem er IPTV-Vlaninu. Sem myndi þýða að ef það er álag á kerfinu eða þú að downloada annarsstaða þá fara gæðin niður, því afruglarinn velur þau gæði sem hann nær út frá mögulegri bandbreidd hverju sinni.
Að vera með 500mbit eða meira ættiru nú samt að vera save.

Nú ertu búin að láta rugla töluvert í þér með þessu, sér í lagi af starfsmönnum Vodafone og Símans sem virðast bara ekki vera með þetta á hreinu miðað við hvað þú hefur sagt hér, þá er ég að rugla í þér með því að benda á þessa leið.

Svo er annar puntur, Vodafone er að taka sín mál í gegn og í haust kemur nýtt viðmót og nýjir afruglarar, hugsanlega verður það betra en SS

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 22:27
af ojs
depill skrifaði:
ColdIce skrifaði:Eins og ég tók fram þá verð ég að hafa netið hjá Símanum, og það væri eina leiðin til að gera þetta. Líklegast geri ég það.


Hafandi verið í þessum geira ágætlega lengi og unnið hjá fleirri en einu fjarskiptafyrirtæki er þetta bara rangt. Þú þarft að vera á Mílu en þarft alls ekki að vera með netið hjá Símanum.

Þú getur verið með Internetið hjá Vodafone og kerfi Mílu ( Ljósnet/ADSL/Ljósleiðara ) og þá getur bara farið uppí Símann sagt þeim línunúmerið þitt og þá færðu myndlykil og Sjónvarp Símans.

Hins vegar "böndlar" Síminn ákveðna fjarskiptaþjónustu saman svo það getur verið hagstæðara að fara í heimilispakkann.

Sjónvarp Símans (1600) + Premium (4500) + App(500) + Net hjá Hringdu 50 mbps ótakmarkað - 3990 + Línugjald 2999 + Router (790) = 14.379
Heimilispakkinn(250 GB innifalin) + Línugjald 2990 = 16.490 kr ( inni í þessu er líka HS ef þú notar það )

En SS + SS Premium + SS Appið er pottþétt available yfir alla ISPa, ekki bara Símann ( enn er bundið við grunnnetið Mílu )


Já, þetta getur verið svoldið flókið. Enn ein flækjan hérna. Ég bý á Vestfjörðum og er með netþjónustu hjá Snerpu (lítið netfyrirtæki á Ísafirði), Snerpa er með sinn eigin búnað (DSLAM og slíkt) en notast að sjálfsögðu við koparleiðslurnar hjá Mílu. Ég get ekki verið með Sjónvarp Símans og er fastur með sjónvarp Vodafone. Nenni nú ekki að fara alveg út í það af hverju slíkt er (viðsktipahagsmunir sem ráða þar, ekki tæknin) en ég sá um dagin tilvik af eldri konu sem var búin að vera hjá Snerpu í mörg herrans ár og hún var með sjónvarp símans eins og ekkert væri sjálfsagðara. Svo hitti ég einn kall sem hefur unnið lengi hjá símanum og þekkir þessi mál svoldið og sagði honum frá þessu og hann rak upp stór augu, svo hugsaði hann sig um og sagði "ahhh, hún hefur líklega fengið sjónvarp frá símanum í þá daga þegar Snerpa var ennþá með sínar tengingur í gegnum Mílu og hefur líklega aldrei verið færð yfir og fengið þá að halda sjónvarpi símans". Tæknin er semsagt einhvernvegin þannig að sjónvarpsútsendingunum er spýtt inn í tengingu fólks í stöðvum Mílu og ef þú ert ekki á neti (DSLAM og öllu því sem er í tengistöðvum, kann ekki skil á því öllu saman) Mílu þá nærðu ekki sjónvarpi símans nema að sá sem rekur netið hafi gert samning við Símann um að áframsenda sjónvarp símans í gegnum sitt net.

En semagt, sjónvarp símans er ekki í boði hjá öllum netfyrirtækjum, en öllum þeim helstu svo lengi sem þeir annaðhvort notast við búnað Mílu eða þá hafa gert samning við Símann um dreifingu á þeirra efni.

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 22:34
af ojs
russi skrifaði:Svo er líka annar kostur í þessu sem Sjónvarp Símans var að opna á núna í sumar.
Það er að þú getur tekið afruglarn þeirra með þér í ferðalagið og notað hann á hvaða neti sem er, það segir okkur að þú getur í raun notað hann á hvar sem og líka GR-ljósinu, hvort þeir séu að opna á það að fólk getia bara verið með afrugla hjá þeim þekki ég ekki.

Eini mínusin við það þá ertu á sama VLANi og internet-trafikin en ekki að nýta Multicast sem er IPTV-Vlaninu. Sem myndi þýða að ef það er álag á kerfinu eða þú að downloada annarsstaða þá fara gæðin niður, því afruglarinn velur þau gæði sem hann nær út frá mögulegri bandbreidd hverju sinni.
Að vera með 500mbit eða meira ættiru nú samt að vera save.

Nú ertu búin að láta rugla töluvert í þér með þessu, sér í lagi af starfsmönnum Vodafone og Símans sem virðast bara ekki vera með þetta á hreinu miðað við hvað þú hefur sagt hér, þá er ég að rugla í þér með því að benda á þessa leið.

Svo er annar puntur, Vodafone er að taka sín mál í gegn og í haust kemur nýtt viðmót og nýjir afruglarar, hugsanlega verður það betra en SS


Síminn býður ekki upp á það að leigja bara afruglara í augnablikinu, það er eitthvað í skoðun hjá þeim held ég samt. Þannig að til að fá þennan Sagemcom 4K/UHD lykil sem hægt er að taka með sér hvert sem er þá þarftu að hafa áskrift hjá Símanum. En það getur að sjálfsögðu verið hver sem er sem hefur þann lykil í áskrift, þessvegna afi þinn og amma, frændi og frænka eða einvher. En hann þarf að vera skráður á einhvern sem er með Sjónvarp símans áskrift.
Annað sem er hamlandi við þann lykil, ekki allar stöðvar eru í boði, þetta er eiginlega mjög svipað og Sjónvarp Símans appið í spjaldtölvum og farsímum, held að það sé mjög svipað ef ekki nákvæmlega sama framboð á efni er samt ekki viss svo "don't quote me" :-)

Re: Vodafone yfir til Símans með sjónvarp

Sent: Lau 01. Júl 2017 22:40
af Dúlli
ojs skrifaði:
russi skrifaði:Svo er líka annar kostur í þessu sem Sjónvarp Símans var að opna á núna í sumar.
Það er að þú getur tekið afruglarn þeirra með þér í ferðalagið og notað hann á hvaða neti sem er, það segir okkur að þú getur í raun notað hann á hvar sem og líka GR-ljósinu, hvort þeir séu að opna á það að fólk getia bara verið með afrugla hjá þeim þekki ég ekki.

Eini mínusin við það þá ertu á sama VLANi og internet-trafikin en ekki að nýta Multicast sem er IPTV-Vlaninu. Sem myndi þýða að ef það er álag á kerfinu eða þú að downloada annarsstaða þá fara gæðin niður, því afruglarinn velur þau gæði sem hann nær út frá mögulegri bandbreidd hverju sinni.
Að vera með 500mbit eða meira ættiru nú samt að vera save.

Nú ertu búin að láta rugla töluvert í þér með þessu, sér í lagi af starfsmönnum Vodafone og Símans sem virðast bara ekki vera með þetta á hreinu miðað við hvað þú hefur sagt hér, þá er ég að rugla í þér með því að benda á þessa leið.

Svo er annar puntur, Vodafone er að taka sín mál í gegn og í haust kemur nýtt viðmót og nýjir afruglarar, hugsanlega verður það betra en SS


Síminn býður ekki upp á það að leigja bara afruglara í augnablikinu, það er eitthvað í skoðun hjá þeim held ég samt. Þannig að til að fá þennan Sagemcom 4K/UHD lykil sem hægt er að taka með sér hvert sem er þá þarftu að hafa áskrift hjá Símanum. En það getur að sjálfsögðu verið hver sem er sem hefur þann lykil í áskrift, þessvegna afi þinn og amma, frændi og frænka eða einvher. En hann þarf að vera skráður á einhvern sem er með Sjónvarp símans áskrift.
Annað sem er hamlandi við þann lykil, ekki allar stöðvar eru í boði, þetta er eiginlega mjög svipað og Sjónvarp Símans appið í spjaldtölvum og farsímum, held að það sé mjög svipað ef ekki nákvæmlega sama framboð á efni er samt ekki viss svo "don't quote me" :-)



veit um nokkrar einstaklinga sem hafa myndlykill frá símanum og eru eingöngu með hann í leigu og allt hitt eins og net, sími er hjá vodafone eða hringdu.