Síða 1 af 1

Enn og aftur sjónvarps pælingar

Sent: Þri 13. Jún 2017 20:08
af hordur
Sæl öll

Er að fara kaupa 55" sjónvarp og er bara orðinn hálf ringlaður á öllu þessu...

Var að spá í þessum 2tækjum aðalega

https://elko.is/samsung-55-sjonvarp-uhd-5-ue55mu7005xxc

https://elko.is/lg-55-snjallsjonvarp-uhd-hdr-55sj810v

Er ég að skoða eitthvað rangt, eða hvort tækið mynduð þið taka þá af þessum 2 ?

Takk fyrir

Re: Enn og aftur sjónvarps pælingar

Sent: Þri 13. Jún 2017 20:38
af ColdIce
LG tækið :)

Re: Enn og aftur sjónvarps pælingar

Sent: Þri 13. Jún 2017 21:04
af steini_magg
Hvað er það sem heillar þig við þessi 2 tæki ?
Það sem ég myndi kaupa ef ég væri þú er https://elko.is/samsung-65-snjallsjonvarp-ue65ku6685xxe við erum með svipað sem keypt er í Samsungstrinu reyndar aðeins dýrari týpa og þetta er aðeins dýrara en þessi 2 en þetta er 65 og er bogið og ertu að fá mun meira fyrir hverja krónu heldur en þessi 2 ofan greindu. Ef þér finnst 65" of stórt þá held ég að þetta sé sniðugt https://elko.is/samsung-boginn-55-4k-su ... 5ks7505xxe
Vona að ég sé ekki að flækja þetta fyrir þig :lol:

Re: Enn og aftur sjónvarps pælingar

Sent: Þri 13. Jún 2017 21:19
af hordur
Jamm 65" gengur víst ekki annars myndi ég taka það, og varðandi hitt tækið þa er ég ekki að fíla bogið
en takk fyrir svarið :)

Re: Enn og aftur sjónvarps pælingar

Sent: Þri 13. Jún 2017 21:53
af rickyhien
smart tv viðmót í LG tækinu er betri...og það er með magic remote sem er með bendli en í samsung þarf maður að nota örvar...
svo er LG tækið þarna er Super UHD sem er betra UHD :D

Re: Enn og aftur sjónvarps pælingar

Sent: Þri 13. Jún 2017 22:20
af steini_magg
rickyhien skrifaði:smart tv viðmót í LG tækinu er betri...og það er með magic remote sem er með bendli en í samsung þarf maður að nota örvar...
svo er LG tækið þarna er Super UHD sem er betra UHD :D

https://www.cnet.com/topics/tvs/buying-guide/ Þarna er sagt að það sé ekki neitt.
Af hverju samt þessi 55" sjónvörp? Þar sem þú getur fengið mun ódýrari 4k 55" sjónvörp frá öðrum merkjum og jafnframt þessi 2

Re: Enn og aftur sjónvarps pælingar

Sent: Mið 14. Jún 2017 00:45
af svanur08
Bara passa fá sér 120Hz tæki ekki 60Hz getur séð það hér ---> http://www.displayspecifications.com/

Re: Enn og aftur sjónvarps pælingar

Sent: Mið 14. Jún 2017 11:14
af hordur
Já þessi 2 eru einmitt 120Hz, kanski aðeins í dýrari kantinum miðað við 55"