Hvernig getur sjónvarpið sjálft truflað Bluetooth straum?
Sent: Þri 13. Jún 2017 07:55
Sælir,
Var að hjálpa einhverjum strák á Facebook áðan sem virtist vera í vandræðum með input lag/latency á PS4 stýripinnanum sínum.
Fyrsta spurningin var náttúrulega varðandi netið hjá honum. En svo virtist vera að þetta gerðist í einspilun sem og fjölspilun.
Einhver kom með þá tillögu að það gæti verið TrueMotion fídusinn á sjónvarpinu sjálfu sem væri að fara illa með hann. Kauði slekkur á því og það skánar en lagast ekki.
Því næst, því þetta hljómaði eins og sambands leysi í fjarstýringuni, þá fór ég að pæla hvort það væru einhver tæki í nærveru PS4 vélarinnar sem gætu verið að trufla mótakarann á tölvuni. "Nei", segir kauði, engin tæki nálægt vélinni annað en sjónvarpið sjálft.
Ég segi honum því næst að slökkva á internetinu og Bluetooth'inu ásamt öllum bylgjum og straumum í sjónvarpinu, þessu svakalega 55" UHD LG snjall sjónvarpi, sjálfu, gerir hann það, og það virðist samt ekki virka.
Þá fann ég einhvers staðar á netinu að ég ætti að fá hann til þess að prufa það færa tölvuna bara á annann stað, skrifborðsstólinn t.d. Kauði neglir í þá hugmynd og viti menn?! Hvað haldiði að hafi ekki lagast bara við það að fara úr svona mikilli nálægð við sjónvarpið? Jú, input lag'ið á fjarstýringuni hjá honum hvarf!
Ég var náttúrulega himinn lifandi því þetta var algjör brain bender, en spurning mín er:
Hvernig getur sjónvarp, sjónvarp sem er ekki að gefa frá sér internet, Bluetooth eða annann straum, truflað PS4 stýripinnann sem notar Bluetooth til þess að senda boð í PS4 vélina sjálfa? Eru geislarnir frá sjónvarpinu svo kannski skaðlegir í eftir allt saman? Ég meina, fyrst þeir stoppa smá Bluetooth, þá hljóta þeir að brenna í mér hornhimnurnar, right?
*Þessar síðustu tvær voru djók, en þessi fyrsta er fúlasta alvara.
Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Svo ég fatti þetta? Gæti verið að þá þurfi að útskýra þetta eins og fyrir 7 ára barni, en ég er svo sem búinn að vera hér á spjallinu svo lengi og hef fengið svo margt matað í mig að það ætti ekki að vera vandamál. Þið eruð í æfingu hvað varðar það að mata í mig upplýsingar...
Var að hjálpa einhverjum strák á Facebook áðan sem virtist vera í vandræðum með input lag/latency á PS4 stýripinnanum sínum.
Fyrsta spurningin var náttúrulega varðandi netið hjá honum. En svo virtist vera að þetta gerðist í einspilun sem og fjölspilun.
Einhver kom með þá tillögu að það gæti verið TrueMotion fídusinn á sjónvarpinu sjálfu sem væri að fara illa með hann. Kauði slekkur á því og það skánar en lagast ekki.
Því næst, því þetta hljómaði eins og sambands leysi í fjarstýringuni, þá fór ég að pæla hvort það væru einhver tæki í nærveru PS4 vélarinnar sem gætu verið að trufla mótakarann á tölvuni. "Nei", segir kauði, engin tæki nálægt vélinni annað en sjónvarpið sjálft.
Ég segi honum því næst að slökkva á internetinu og Bluetooth'inu ásamt öllum bylgjum og straumum í sjónvarpinu, þessu svakalega 55" UHD LG snjall sjónvarpi, sjálfu, gerir hann það, og það virðist samt ekki virka.
Þá fann ég einhvers staðar á netinu að ég ætti að fá hann til þess að prufa það færa tölvuna bara á annann stað, skrifborðsstólinn t.d. Kauði neglir í þá hugmynd og viti menn?! Hvað haldiði að hafi ekki lagast bara við það að fara úr svona mikilli nálægð við sjónvarpið? Jú, input lag'ið á fjarstýringuni hjá honum hvarf!
Ég var náttúrulega himinn lifandi því þetta var algjör brain bender, en spurning mín er:
Hvernig getur sjónvarp, sjónvarp sem er ekki að gefa frá sér internet, Bluetooth eða annann straum, truflað PS4 stýripinnann sem notar Bluetooth til þess að senda boð í PS4 vélina sjálfa? Eru geislarnir frá sjónvarpinu svo kannski skaðlegir í eftir allt saman? Ég meina, fyrst þeir stoppa smá Bluetooth, þá hljóta þeir að brenna í mér hornhimnurnar, right?
*Þessar síðustu tvær voru djók, en þessi fyrsta er fúlasta alvara.
Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Svo ég fatti þetta? Gæti verið að þá þurfi að útskýra þetta eins og fyrir 7 ára barni, en ég er svo sem búinn að vera hér á spjallinu svo lengi og hef fengið svo margt matað í mig að það ætti ekki að vera vandamál. Þið eruð í æfingu hvað varðar það að mata í mig upplýsingar...