Síða 1 af 1

Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Mið 03. Maí 2017 14:04
af dedd10
Sælir

Er einhver með góða lausn á heyrnartólum með Bluetooth og noise cancellation?

Var búinn að skoða aðeins Jam transit city hjá elko og hljóðið og noise cancellation var mjög fínt en finnst eins og þau séu svo "grunn", semsagt snerta eyrun og nuddast uppvid eftir einhverja notkun.

Er einhver sem getur mælt með heyrnartólum á svona 15-25.000kr?
Hef einnig verið að skoða Beats stúdíó en veit ekki hvort þau séu endilega peningana virðir þó ég geti fengið þau á eBay á ca 25.

En allar ábendingar vel þegnar :)

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Mið 03. Maí 2017 14:22
af Viktor
Þekkirðu einhvern sem er á leiðinni frá útlöndum? Mæli með Bose QC35 en þau kosta 40k.
Annars geturðu líka skoðað Sennheiser og Sony, en ódýru heyrnartólin eru ekki með noise cancellation.

https://elkodutyfree.is/hljod-og-mynd/h ... 419&ps=asc

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Mið 03. Maí 2017 15:11
af Tiger
Hands down bose Q35, myndi spara aðeins meira og taka þau og vera sáttur/sátt.

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Mið 03. Maí 2017 16:42
af rapport

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Mið 03. Maí 2017 16:44
af Viktor
rapport skrifaði:https://elkodutyfree.is/sennheiser-momentum-2-0-over-ear-pra-laus-svort


Ekki noise cancelling :japsmile

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Mið 03. Maí 2017 16:46
af lukkuláki
*

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Mið 03. Maí 2017 21:08
af playman
Ég er mjög sáttur með level on heyrnatólin, og bjóða líka uppá svara, play/pause, skip og volume up/down með snertingum,
þannig að síminn þarf ekkert að fara úr vasanum.
https://vefverslun.siminn.is/vorur/auka ... /#pv_13191

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Mið 03. Maí 2017 22:31
af peturthorra
Sumir segja Bose QC35.. Ég segi nei við þeim. Prófaðu frekar Sony MDR-1000X, fallegri, mun tæknilegri og með eiginlega nákvæmlega eins Noice Cancellation.

Farðu í elko og prófaðu bæði og veldu annað hvor þeirra (Bose eða Sony)

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fim 04. Maí 2017 13:37
af fhrafnsson
Hefur enginn prufað Sennheiser PXC550? Þau eiga að keppa við Bose QC35 en ég hef einhverra hluta vegna mjög lítið heyrt af þeim.

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fim 04. Maí 2017 15:21
af tveirmetrar
Er algjör heyrnatóla snúður, hef átt BOSE QC35 og Beats Studio Wireless (hræðileg) og er núna með Backbeat Pro 2 og þau eru lang best. Laaaaaang mesta batterý endingin í þeim og mjög gott noice cancellation. Bose-inn er leiðinlegur með takkana og hvernig er að eiga við playlistann osfr. Er reyndar nánast bara að hlusta á hljóðbækur, svo audio quality er mid - vocal focused hjá mér. Hata svona bassatól eins og Beats.

Samanburður: https://headphonesaddict.com/the-best-n ... eadphones/

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fim 04. Maí 2017 15:42
af rapport
Sallarólegur skrifaði:
rapport skrifaði:https://elkodutyfree.is/sennheiser-momentum-2-0-over-ear-pra-laus-svort


Ekki noise cancelling :japsmile


Ég held að það sé ekki hægt að fá þráðlaus momentum 2.0 nema án þess að vera með þessu:

Mynd

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fös 05. Maí 2017 10:25
af machinefart
momentum wireless þykja mörgum vera misheppnað transition yfir í þráðlaust úr hinum frábæru momentum (þau eru ekki á pari við standard tólin). Ég mæli með að þú skoðir þetta: https://elko.is/jbl-everest-700-elite-p ... rtol-svort .

Elko tala um að þau séu ekki noise canceling, en það væri ekki annað en að skoða kassann til að vera viss en þetta review hér talar um noise cancelation http://www.innerfidelity.com/content/jb ... zHH6oth.97

Kannski ekki jafn kúl og eitthvað bose finnst mönnum en það er mikið að marka innerfidelity í þessum málum og hér er ég að uppfylla budget kröfur.

Edit: bæti við quoti úr reviewinu:

The JBL Everest Elite 700 got near the performance of the Bose QC35 at about $100 less, and, to my ears, easily bested the Momentum Wireless in sound quality. It's going up on the "wall of Fame." Gonna be a lot of wireless headphones coming through here soon, the JBL did leave the door open in terms of its slightly hard sound quality. We'll see.
Read more at http://www.innerfidelity.com/content/jb ... QDz4JpD.99


má bæta við að verðmunurinn er töluvert meiri á íslandi en hann talar um, það er ekki 100$ munur heldur 25 þúsund króna munur.

Edit edit:
Sýnist norðurlenskar elko síður vera að tala um noise cancellation, en það er ekki annað en að fara bara í elko og skoða kassann, þetta kemur skýrt fram í hægra horninu: http://www.av-online.hu/pictures/galler ... ox_big.jpg

Svo eins og kemur fram í review og á við um öll svona heyrnartól, ekkert vera að eyða tíma í að prufa þau "af snúrunni" inni í búðum, þau hljóma öll illa úr snúrunni því þá er tengt framhjá innbyggðu eq og magnara og eitthvað. Þannig fá að prufa þau þráðlaus, eins og þú myndir nota þau. Þráðlaus heyrnartól eru gerð til að vera notuð þráðlaus og virka yfirleitt illa í "passive mode" (hljóð yfir jack snúru með external magnara).

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fös 05. Maí 2017 12:08
af dedd10
Já ég hef einmitt verið að skoða þessi jbl aðeins.
Finnst þau bara eitthvað svo stór á hausnum. Fer alltof mikið fyrir þeim.

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fös 05. Maí 2017 16:24
af codec
machinefart skrifaði: Þráðlaus heyrnartól eru gerð til að vera notuð þráðlaus og virka yfirleitt illa í "passive mode" (hljóð yfir jack snúru með external magnara).


Sennheizerinn minn (MM 550-x) og JBL (E50 BT) dótið sem ég nota í vinnuni hljóma reyndar betur á vírnum. Þetta er misjafnt eftir tólum og ég myndi alltaf prófa bæði, og passa að það sé einmitt hægt að vera á vír líka. Það getur komið sér vel ef batterí klárast í flugi til dæmis.

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fös 05. Maí 2017 16:27
af Snorrlax
Ég hef verið með augastað á þessum sjálfur: https://pfaff.is/hd-450btnc-svart

Er ekki búinn að skoða þau mjög vel sjálfur eða hlusta á þau þótt þú gætir líklegast farið í Pfaff sjálfur og prufað þau. Þau eru frekar ný þannig ég er ekki búinn að sjá nein reviews af viti heldur.

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fös 05. Maí 2017 20:21
af forsyth
Hrikalega sáttur með Bose QC35. Mæli með þeim eins og flest allir hér. :)

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Fös 05. Maí 2017 22:53
af Viktor
Snorrlax skrifaði:Ég hef verið með augastað á þessum sjálfur: https://pfaff.is/hd-450btnc-svart

Er ekki búinn að skoða þau mjög vel sjálfur eða hlusta á þau þótt þú gætir líklegast farið í Pfaff sjálfur og prufað þau. Þau eru frekar ný þannig ég er ekki búinn að sjá nein reviews af viti heldur.


Hrikalega flott verð...

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Lau 06. Maí 2017 16:06
af dedd10
Þessi reyndar lita ansi vel út, maður þyrfti kannski að skoða þau. Einhver sem hefur prufað eða á svona ?

Re: Heyrnartól með noise cancellation

Sent: Sun 07. Maí 2017 23:06
af dedd10
Hefur Sennheiser ekki alltaf verið nokkuð Solid þegar kemur að heyrnartólum?

Var að lesa nokkur review um 4.50BTNC og þau virðast vera að koma mjög vel út og sérstaklega miðað við verðið og miðað þá líka við dýrari græjur sem koma kannski svipað út bara, svo er batteryid alls ekki að skemma fyrir.
Einhver sem á svona eða týpuna á undan? Hvernig finnst ykkur ?