Síða 1 af 2

Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 16:04
af HalistaX
Sælir,

Er með þessa fínu Rokit 5 hátalara við vélina mína, en vantar amp, eldri bróður mínum vantaði þennann sem ég var með og vantar mig því nýjann.

Það eru s.s. tvö stór jack úr hátölurum í ampinn, þannig að það væri æði ef það væru s.s. eitt left jack og eitt right jack tengi fyrir hátalarana. Og jú auðvitað USB í tölvuna mína. Ekki myndi skemma fyrir ef hægt væri að tengja lítil tæki við þessa græju með mini jack.

Hverju mæliði með?

Ég tek það fram að ég kann ekkert á þetta dót, enda var ég að treysta á þennann sem var til en hann þurfti að fara í notkun annars staðar.

Takk fyrir. :)


HLJÓÐKORT! Vantar hljóðkort hahaha... Endilega komið með suggestions. :)

Re: Hvaða preamp/amp mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 16:41
af HalistaX
Eða sub eða mixer eða eitthvað... Ég veit það ekki... Bara eitthvað stykki til að tengja þá í svo ég geti tengt þá í tölvuna mína.

Ég hef sjaldan vitað svona lítið um einhvern hlut.

**Lol, þetta heitir víst hljóðkort.. Hvað er ég að flækja þetta hahahaha...

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 17:43
af linenoise
Sko.. þetta eru active studio monitorar, með innbyggðum amp. Það er nánast örugglega audio output á móðurborðinu, þannig að hugsanlega vantar þig bara snúru sem tekur mini-jack og splittar í tvö RCA.

Nema að þú sért að reyna að leysa eitthvað annað vandamál. Þetta er pínu óljóst :D

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 17:50
af HalistaX
Hahaha já, þetta er svoldið óljóst... Ég bara veit ekkett hvað ég er að gera eins og svo oft áður. ;)

Þetta sem bróðir minn tók var svona 15x25 ca. Box sem ég tengdi hátalarana í og svo með usb í tölvuna...

Hljóðið úr þessum græjum var alveg himneskt og sagði litli bróðir minn, sá sem átti þetta dót allt, að þetta box þarna væri svo það kæmi studio quality úr hátölurunum.

Þarf ég þetta box ekki? Á ég að getað tengt þetta beint í tölvuna með xlr í mini jack snúru?

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 17:55
af linenoise
Þú þarft þetta box (utanáliggjandi hljóðkort) ekki, en hljóðgæðin verða meiri. Ef þú ert að leita að boxi sem styður XLR tengin þá verður það dýrt!

Ódýrasta lausnin væri mini-jack í 2xRCA. Tengin fyrir ofan XLR tengin. Ef móðurborðið þitt er ekki of noisy þá ætti það að vera fínt. Við erum að tala um nákvæmlega þetta hér: https://www.computer.is/is/product/kapa ... jack-458-5

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 17:55
af jonsig
Það er komið fullt af flottum móbóum með góðum innbyggðum hljóðkortum. Sjálfur með Gigabyte z260 k3 gaming og er hættur að nota STX. Stx er einfaldlega fyrir 100k+ heyrnatól. Það má rétt ímynda sér hvað það væri mikill peningur í loudspeakers.

ps það er ekkert að marka ef einhver lýsir himnesku hljóði, því auðvitað er þetta persónu bundið og einfaldlega sú staðreynd að lang flestir hafa ekki hugmynd um hvað gott sound er.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 17:57
af jonsig
linenoise skrifaði:Þú þarft þetta box (utanáliggjandi hljóðkort) ekki, en hljóðgæðin verða meiri.



Sorry en þetta er load of ,,, ef meining sé að utanáliggjandi dac´s séu betri

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 17:58
af linenoise
Svo getur verið að eldri bróðirinn sé að nota þetta hljóðkort sem yngri bróðir þinn átti í eitthvað rugl. Kannski kæmist hann af með snúru og þú gætir fengið boxið aftur.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:00
af linenoise
jonsig skrifaði:
linenoise skrifaði:Þú þarft þetta box (utanáliggjandi hljóðkort) ekki, en hljóðgæðin verða meiri.



Sorry en þetta er load of ,,, ef meining sé að utanáliggjandi dac´s séu betri

Æi, góði. Það eru til móðurborð með crap outputtum. Þú veist ekkert hvernig soundið er í mobo-inu hjá honum.

Þar fyrir utan er ég að benda honum á að nota bara snúru, þannig að taktu þetta yfirlæti þitt og troddu því.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:03
af jonsig
Þú veist það ekki heldur hroki.is.

Þetta er ekki yfirlæti, þetta kallast að leiðrétta rangfærslur og klisjur.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:13
af linenoise
jonsig skrifaði:Þú veist það ekki heldur hroki.is.

Þetta er ekki yfirlæti, þetta kallast að leiðrétta rangfærslur og klisjur.

Það er ágætt að þú sért að læknast af audiophilegeðveikinni sem þú varst svo illa haldinn af.

Aftur, ég benti honum á að nota ódýru lausnina. Ef hann er svo ósáttur við það getur hann gert hitt. Það eru ekki rangfærslur ef utanáliggjandi hljóðkortið er actually betra en mobo outputtið.

Það er svo staðreynd að unbalanced outputs eru alltaf meira noisy en balanced. Hvort noisið trufli eða ekki er svo annað mál.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:20
af HalistaX
Drengir, drengir...

Hvernig er mitt? Þarfnast ég einhvers aukalega? Er með eeeld gamalt(það fara að koma 5 ár síðan ég keypti það, og ekki var það fancy þá) ASUS P8Z77-V LX. Langar að uppfæra en þá þarf ég að uppfæra örgjörvann sem hefur ekki slegið feil púls, og það er bara vesen...

En eldri bróðir minn veit eitthvað um þetta líka, spyr hann útí þetta og hvað hann er að bralla með það sem Elías átti.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:23
af jonsig
Persónulega finnst mér balanced ekki eiga heima nema á einhverjum pre-amp á tónleikasvæði. En hvað um það, verð bara pirraður við þá staðreynd að ég vinn við að debuga fjarskiptakerfi bróðurpart dagsins. Finna jarðbilanir, noisy- componenta.. osfr. Svo kemur oft upp youtube knowladge og segir mér að hoppa uppí #%%#, hélt að þetta væri síða sem væri hægt að skiptast á skoðunnum án þess að vera dónalegur. Annars er hroki góður í hófi eins og allt annað í hófi.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:27
af linenoise
Ef bróðir þinn er eitthvað að bralla í hljóði er ekkert ólíklegt að hann eigi mini-jack <==> 2xRCA til að lána þér. Tékkaðu á því. Annars er þetta 1000-1500 fyrir svona snúru.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:33
af linenoise
jonsig skrifaði:Persónulega finnst mér balanced ekki eiga heima nema á einhverjum pre-amp á tónleikasvæði. En hvað um það, verð bara pirraður við þá staðreynd að ég vinn við að debuga fjarskiptakerfi bróðurpart dagsins. Finna jarðbilanir, noisy- componenta.. osfr. Svo kemur oft upp youtube knowladge og segir mér að hoppa uppí #%%#, hélt að þetta væri síða sem væri hægt að skiptast á skoðunnum án þess að vera dónalegur. Annars er hroki góður í hófi eins og allt annað í hófi.


Sorrý, þú byrjaðir dónaskapinn með þínu "load of crap". Kannski athuga þitt samskiptamunstur áður en þú ferð að kvarta undan að það sé ekki hægt að skiptast á skoðunum.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:36
af linenoise
jonsig skrifaði:Persónulega finnst mér balanced ekki eiga heima nema á einhverjum pre-amp á tónleikasvæði.

Get alveg tekið undir þetta. En balanced er samt að öllu jöfnu mælanlega betra. Skiptir það máli? Nei, yfirleitt ekki.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:45
af Moldvarpan
Ég ætla ekki að taka þátt í þessu þrasi.

En ég mæli með Sound Blaster Z. Er með sama móðurborð og þú Halista, og ég fann fyrir mun með þessu korti miðað við onboard.

Mynd

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 19:11
af HalistaX
Moldvarpan skrifaði:Ég ætla ekki að taka þátt í þessu þrasi.

En ég mæli með Sound Blaster Z. Er með sama móðurborð og þú Halista, og ég fann fyrir mun með þessu korti miðað við onboard.

[im.g]http://images.bit-tech.net/content_images/2013/02/creative-sound-blaster-z-review/sbz-1b.jpg[/img]

Þetta s.s. http://m.tolvutek.is/vara/creative-sb-z ... ci-express ?

Tengist þetta bara í pci-e slot? Eitt svoleiðis tengi er ónýtt á mínu borði, passar þetta í litla pci-e slottið þarna?

Og svo bara RCA í hátalarana og jack í kortið?

Edit: jöss, samkvæmt creative fer þetta í litlu raufina á borðinu. I'm golden!

Ég skelli mér þá bara á þetta eftir mánaðamót. :D

Takk fyrir hjálpina Moldvarpa, you're the man! :)

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 19:58
af linenoise
HalistaX skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ég ætla ekki að taka þátt í þessu þrasi.

En ég mæli með Sound Blaster Z. Er með sama móðurborð og þú Halista, og ég fann fyrir mun með þessu korti miðað við onboard.

[im.g]http://images.bit-tech.net/content_images/2013/02/creative-sound-blaster-z-review/sbz-1b.jpg[/img]

Þetta s.s. http://m.tolvutek.is/vara/creative-sb-z ... ci-express ?

Tengist þetta bara í pci-e slot? Eitt svoleiðis tengi er ónýtt á mínu borði, passar þetta í litla pci-e slottið þarna?

Og svo bara RCA í hátalarana og jack í kortið?

Edit: jöss, samkvæmt creative fer þetta í litlu raufina á borðinu. I'm golden!

Ég skelli mér þá bara á þetta eftir mánaðamót. :D

Takk fyrir hjálpina Moldvarpa, you're the man! :)


Heads up. Þú munt samt þurfa mini-jack í 2xRCA. Þannig að kauptu bara svoleiðis strax, og athugaðu svo hvort þú þarft á þessu hljóðkorti að halda.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 20:44
af machinefart
Ef þetta eru aktífir hátalarar er nóg fyrir þig að fá þér ódýran dac til þess að cleara upp óþarfa hljóð í móðurborði - sem þú ættir btw alltaf að tékka á fyrst, byrjaðu bara á að fá snúruna til að fá allt til að virka.

Getur t.d. skoðað þetta til þess að losna við suð ef það er eitthvað, þetta er mjög fínn dac á góðu verði: https://hifimediy.com/sabre-dac-uae23

edit:

svo vil ég bæta við, þú ert á öfugum enda á keðjunni ef þú ert að hugsa um price per hljómgæði. Þú kemst fyrir mjög lítinn pening á þann stað að munur á milli DAC sé orðinn verulega lítill, magnarinn skilar miklu meira value í hljómgæðum og tölum ekki um hátalarana. Þú ert nú þegar kominn með sambyggðan magnara og hátalara og ætlar ekki að skipta því út - þá segi ég bara hafðu það í huga að umfram það að bara laga hrein vandamál (eins og suð) þá færðu minnst fyrir krónuna á þessum enda.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 20:46
af brynjarbergs
Ég fjárfesti í þessu fyrir mánuði síðan!
Það tekur smá stund að tjúna það eins og þú vilt hafa það en eftir það ... ermahgherd! :guy :happy :happy :happy

Fíla audio quality-ið í ræmur núna!!!

HalistaX skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ég ætla ekki að taka þátt í þessu þrasi.

En ég mæli með Sound Blaster Z. Er með sama móðurborð og þú Halista, og ég fann fyrir mun með þessu korti miðað við onboard.

[im.g]http://images.bit-tech.net/content_images/2013/02/creative-sound-blaster-z-review/sbz-1b.jpg[/img]

Þetta s.s. http://m.tolvutek.is/vara/creative-sb-z ... ci-express ?

Tengist þetta bara í pci-e slot? Eitt svoleiðis tengi er ónýtt á mínu borði, passar þetta í litla pci-e slottið þarna?

Og svo bara RCA í hátalarana og jack í kortið?

Edit: jöss, samkvæmt creative fer þetta í litlu raufina á borðinu. I'm golden!

Ég skelli mér þá bara á þetta eftir mánaðamót. :D

Takk fyrir hjálpina Moldvarpa, you're the man! :)

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 20:49
af linenoise
machinefart skrifaði:þetta er mjög fínn dac á góðu verði: https://hifimediy.com/sabre-dac-uae23

Offtopic, hvernig er latency-ið í þessum ef maður notar ekki ASIO?

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 20:56
af machinefart
linenoise skrifaði:
machinefart skrifaði:þetta er mjög fínn dac á góðu verði: https://hifimediy.com/sabre-dac-uae23

Offtopic, hvernig er latency-ið í þessum ef maður notar ekki ASIO?


Ég notaði svona græju í einhver 2 ár, aðalega í að hlusta á tónlist og í almennri tölvunotkun. Ég varð aldrei var við neitt vandamál tengt latency eða fannst það nokkru sinni ábótavant, en notkunin kannski ekki þess eðlis heldur. Það má hinsvegar vel vera að í testi kæmi hann verr út en t.d. onboard kort (og sennilegt).

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 21:14
af linenoise
machinefart skrifaði:þú ert á öfugum enda á keðjunni ef þú ert að hugsa um price per hljómgæði. Þú kemst fyrir mjög lítinn pening á þann stað að munur á milli DAC sé orðinn verulega lítill, magnarinn skilar miklu meira value í hljómgæðum og tölum ekki um hátalarana. Þú ert nú þegar kominn með sambyggðan magnara og hátalara og ætlar ekki að skipta því út - þá segi ég bara hafðu það í huga að umfram það að bara laga hrein vandamál (eins og suð) þá færðu minnst fyrir krónuna á þessum enda.

Sammála.

Annað í þessu, HalistaX. Þessir hátalarar eru near-field monitorar. Það þýðir að þeir eru að öllum líkindum hannaðir til að gefa gott sound við frekar specific aðstæður, en eru ekki endilega góðir alhliða hátalarar.

Re: Hvaða hljóðkorti mæliði með?

Sent: Þri 28. Mar 2017 21:17
af linenoise
machinefart skrifaði:
linenoise skrifaði:
machinefart skrifaði:þetta er mjög fínn dac á góðu verði: https://hifimediy.com/sabre-dac-uae23

Offtopic, hvernig er latency-ið í þessum ef maður notar ekki ASIO?


Ég notaði svona græju í einhver 2 ár, aðalega í að hlusta á tónlist og í almennri tölvunotkun. Ég varð aldrei var við neitt vandamál tengt latency eða fannst það nokkru sinni ábótavant, en notkunin kannski ekki þess eðlis heldur. Það má hinsvegar vel vera að í testi kæmi hann verr út en t.d. onboard kort (og sennilegt).

Ef það var ekki að pirra þig, þá erum við góðir. Ég er með DAC/headphone amp sem er alveg prýðilegur, nema ef ég nota generic driver í staðinn fyrir ASIO driverinn sem fylgdi með, þá vill hann bara nota 8000 sampla buffer, sem gefur alveg 200 ms latency. Sem er OK til að hlusta á tónlist, en rugl í kvikmyndir og leiki.