Það er víst ekki einfalt að fá strauma frá Símanum inn í Kodi, því miður.
Það er ekkert mál að fá RÚV rásirnar og stöð2 þegar hún er opin, í raun margar leiðir.
Ein leið er að búa til .strm skrár sem vísa beint á .m3u8 playlistana hjá þeim. Þessar skrár þurfa svo bara að liggja í einhverju directory sem er mappað sem source í Kodi, svo þú getir browsað inná þær. Ég setti með í viðhengi .zip skrá (ruv-ruv2-stod2-strms.zip) sem inniheldur svona .strm skrár fyrir Rúv (1080p), Rúv2 (720p) og Stöð 2 (1080p). Stöð tvö straumurinn virkar auðvitað bara þegar hún er opin, t.d fréttir í gangi. Unzippaðu þessari skrá inn í folder sem er aðgengilegur úr Kodi. Svo spilarðu bara .strm skrárnar.
Önnur leið er að sækja viðbótina "Sarpur" sem er skrifuð af fellow Vaktara (Dagur). Með henni geturðu horft á efni af ruv.is og líka live tv.
Svo bjó ég í ganni til 3 plugin fyrir Kodi, sem gera í raun ekkert annað en að launcha þessum straumum beint. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að búa til plugin utanum þetta var svo ég gæti bætt hverri rás inn sem shortcut á heimaskjáinn í Kodi, sjá mynd:
- 2017-01-20 08_35_29-Kodi.png (471.54 KiB) Skoðað 3433 sinnum
Ég set þessi plugin með líka sem viðhengi. Til að installa seturðu þessar .zip skrár bara á stað sem er aðgengilegur úr Kodi hjá þér, ferð svo í System->Addons->Install from .Zip file og browsar á þau og velur. Svo geturðu farið í System->Settings-Appearance->Skin Settings->Shortcuts og addað þessu inn sem Video menu shortcut (Í default Confluence skinnu a.m.k).