Kodi pælingar


Höfundur
Geronto
Nörd
Póstar: 140
Skráði sig: Mið 15. Júl 2015 14:23
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Kodi pælingar

Pósturaf Geronto » Fim 19. Jan 2017 23:01

Sælir vaktarar,

Ég var að setja upp kodi á fire stick hjá mér, ég er kominn með einhver repos sem ég fann með því að fylgja einhverju videoi á youtube :megasmile
Annars kann ég ekkert á þetta dót, væri fínt að fá einhver tips, langar t.d. að geta horft á þessar opnu íslensku stöðvar eins og Rúv og sjónvarp símans o.s.fv.

Einhver sem er með pointers?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kodi pælingar

Pósturaf hagur » Fös 20. Jan 2017 08:39

Það er víst ekki einfalt að fá strauma frá Símanum inn í Kodi, því miður.

Það er ekkert mál að fá RÚV rásirnar og stöð2 þegar hún er opin, í raun margar leiðir.

Ein leið er að búa til .strm skrár sem vísa beint á .m3u8 playlistana hjá þeim. Þessar skrár þurfa svo bara að liggja í einhverju directory sem er mappað sem source í Kodi, svo þú getir browsað inná þær. Ég setti með í viðhengi .zip skrá (ruv-ruv2-stod2-strms.zip) sem inniheldur svona .strm skrár fyrir Rúv (1080p), Rúv2 (720p) og Stöð 2 (1080p). Stöð tvö straumurinn virkar auðvitað bara þegar hún er opin, t.d fréttir í gangi. Unzippaðu þessari skrá inn í folder sem er aðgengilegur úr Kodi. Svo spilarðu bara .strm skrárnar.

Önnur leið er að sækja viðbótina "Sarpur" sem er skrifuð af fellow Vaktara (Dagur). Með henni geturðu horft á efni af ruv.is og líka live tv.

Svo bjó ég í ganni til 3 plugin fyrir Kodi, sem gera í raun ekkert annað en að launcha þessum straumum beint. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að búa til plugin utanum þetta var svo ég gæti bætt hverri rás inn sem shortcut á heimaskjáinn í Kodi, sjá mynd:

2017-01-20 08_35_29-Kodi.png
2017-01-20 08_35_29-Kodi.png (471.54 KiB) Skoðað 3442 sinnum


Ég set þessi plugin með líka sem viðhengi. Til að installa seturðu þessar .zip skrár bara á stað sem er aðgengilegur úr Kodi hjá þér, ferð svo í System->Addons->Install from .Zip file og browsar á þau og velur. Svo geturðu farið í System->Settings-Appearance->Skin Settings->Shortcuts og addað þessu inn sem Video menu shortcut (Í default Confluence skinnu a.m.k).
Viðhengi
ruv-ruv2-stod2-strms.zip
(496 Bitar) Skoðað 295 sinnum
plugin.video.ruv.zip
(11.64 KiB) Skoðað 237 sinnum
plugin.video.ruv2.zip
(8.99 KiB) Skoðað 202 sinnum
plugin.video.stod2.zip
(22.19 KiB) Skoðað 394 sinnum




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Kodi pælingar

Pósturaf JReykdal » Mán 23. Jan 2017 13:10

Þetta er svalt hjá þér.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1771
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Kodi pælingar

Pósturaf jardel » Mán 10. Apr 2017 21:10

Er ekki möguleiki að setja inn sjónvarp símans ínn og n4 líka?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kodi pælingar

Pósturaf hagur » Mán 10. Apr 2017 22:46

jardel skrifaði:Er ekki möguleiki að setja inn sjónvarp símans ínn og n4 líka?


Finndu HLS strauma fyrir það og þá er það ekkert mál.

Sjónvarp Símans býður ekki uppá það en N4 gæti gert það. Hef ekki kannað það.




jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1771
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Kodi pælingar

Pósturaf jardel » Þri 11. Apr 2017 15:41

Er ekki eina vitið að búa til addon með öllu inn í?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kodi pælingar

Pósturaf hagur » Þri 11. Apr 2017 15:52

jardel skrifaði:Er ekki eina vitið að búa til addon með öllu inn í?


Ég vildi bara fá individual shortcuts í hverja stöð á home-screen-ið. Þessvegna hafði ég þetta svona.




krissi200
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Mið 06. Jan 2010 06:32
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Kodi pælingar

Pósturaf krissi200 » Þri 27. Feb 2018 23:50

Hæhæ,
Gaman væri að fá Sport TV, Hringbraut og N4 inn í Kodi.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 557
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 114
Staða: Ótengdur

Re: Kodi pælingar

Pósturaf kornelius » Fim 01. Mar 2018 02:16

krissi200 skrifaði:Hæhæ,
Gaman væri að fá Sport TV, Hringbraut og N4 inn í Kodi.



skoða þetta krissi200 - viewtopic.php?f=47&t=75216