4K UHD sjónvarp keypt í USA - virkar það á Íslandi?
Sent: Fös 25. Nóv 2016 23:58
Daginn félagar.
Ég fann engan góðan þráð um þetta málefni með stuttri leit og því læt ég reyna á reynslu og visku ykkar fyrir þetta málefni.
Verðmunur á sjónvörpum keyptum í USA vs. Íslandi er sláandi. Augljóst er að með því að skella sér í stutta ferð til USA þá er hægt að gera frábær kaup í sjónvörpum EF (og stórt ef) það virkar svo þegar heim er komið. Ég veit að það er ekki sama spenna í þessum löndum (110v vs 220v) og USA notar fyrst og fremst 60hz á móti 50hz í Evrópu. Svo virðist sem mörg ný sjónvarpstæki styðji bæði kerfin, þ.e. það eina sem þarf að redda er rétt kló fyrir innstungurnar okkar (sbr PS4 keypt í USA virkar hér heima með réttri snúru).
Einnig hef ég lesið um að DVB-T staðallinn sem er algengur hér í Evrópu er ekki notaður í USA en það á eingögnu við um sjónvarpsrásir í gegnum tunerinn.
Spurning mín er því þessi;
Mun nýtt UHD tæki keypt í USA virka hér heima? Flest okkar eru með sjónvarpsmóttakara frá t.d. Símanum eða Vodafone sem eingöngu tengist sjónvarpinu með HDMI snúru og því er pælingin (eftir því sem ég best fæ skilið) auðveldari þar sem ég þarf ekki að láta tækið leita af stöðvum á DVB-T kerfinu. Er því ekki óþarfi að láta þessa cable-staðla hindra sig í að kaupa slíkt tæki að utan?
Hvað segja reynsluboltarnir?
Ég fann engan góðan þráð um þetta málefni með stuttri leit og því læt ég reyna á reynslu og visku ykkar fyrir þetta málefni.
Verðmunur á sjónvörpum keyptum í USA vs. Íslandi er sláandi. Augljóst er að með því að skella sér í stutta ferð til USA þá er hægt að gera frábær kaup í sjónvörpum EF (og stórt ef) það virkar svo þegar heim er komið. Ég veit að það er ekki sama spenna í þessum löndum (110v vs 220v) og USA notar fyrst og fremst 60hz á móti 50hz í Evrópu. Svo virðist sem mörg ný sjónvarpstæki styðji bæði kerfin, þ.e. það eina sem þarf að redda er rétt kló fyrir innstungurnar okkar (sbr PS4 keypt í USA virkar hér heima með réttri snúru).
Einnig hef ég lesið um að DVB-T staðallinn sem er algengur hér í Evrópu er ekki notaður í USA en það á eingögnu við um sjónvarpsrásir í gegnum tunerinn.
Spurning mín er því þessi;
Mun nýtt UHD tæki keypt í USA virka hér heima? Flest okkar eru með sjónvarpsmóttakara frá t.d. Símanum eða Vodafone sem eingöngu tengist sjónvarpinu með HDMI snúru og því er pælingin (eftir því sem ég best fæ skilið) auðveldari þar sem ég þarf ekki að láta tækið leita af stöðvum á DVB-T kerfinu. Er því ekki óþarfi að láta þessa cable-staðla hindra sig í að kaupa slíkt tæki að utan?
Hvað segja reynsluboltarnir?