Síða 1 af 1

Hvaða hljóðkort fyrir Sennheiser Game zero.

Sent: Þri 15. Nóv 2016 14:05
af Snikkari
Sælir drengir.
Strákurinn minn er með Sennheiser Game zero headset (50 Ohm) og er að nota onboard hljóðkortið á móðurborðinu (Asus P8P67 Pro).
Nú vill hann fá hljóðkort fyrir almennilegt sound fyrir tölvuleikina.
Hvað eru menn að kaupa í dag og hvað er best value.
Ég er að fara til Þýskalands í næstu viku.
Er ekki eitthvað nothæft á þessari síðu:
http://www.kmcomputer.de/pc-komponenten/soundkarten/

mbkv.

Re: Hvaða hljóðkort fyrir Sennheiser Game zero.

Sent: Þri 15. Nóv 2016 14:43
af agust1337
Má ég bara spyrja, af hverju vill hann utanlyggjandi hljóðkort?
Þeir munu svo sem ekki hækka gæðin það mikið svo að það sé hægt að sjá mun nema á gröfum.
Nema ef hann sé í tónlistargerð þá kannski já, eða streama.

Re: Hvaða hljóðkort fyrir Sennheiser Game zero.

Sent: Þri 15. Nóv 2016 15:02
af Galaxy
Hafa hljóðkort mismunandi áhrif á heyrnatól eftir því hvort þau séu opinn eða lokuð?

Re: Hvaða hljóðkort fyrir Sennheiser Game zero.

Sent: Þri 15. Nóv 2016 15:16
af Urri
Ef ég man rétt þá eru þessi headphone með frekar háa ohm tölu og þarf kraftmikið hljóðkort. (kom suð hjá mér). En án þess að skilja mikið í þýsku þá eru sound blaster hljóðkortin yfirleitt að gera sig en sá þarna asus hljóðkort með skjermingu sem líklega gæti fengið betri gæði út úr því ef hljóðkortið er inní tölvunni geta orðið áhrif frá öllum búnaðinum í tölvunni á hljóðið.

Re: Hvaða hljóðkort fyrir Sennheiser Game zero.

Sent: Þri 15. Nóv 2016 16:08
af ÓmarSmith
myndi skoða frekar góðan DAC/headphone magnara á þetta onboard hljóðkort.

gerir eflaust meira en Soundblaster / Asus sonar hljóðkort.

Re: Hvaða hljóðkort fyrir Sennheiser Game zero.

Sent: Þri 15. Nóv 2016 18:06
af jonsig
Kaupa bara semi ódýrt utanáliggjandi hljóðkort, Asus STX er overkill fyrir t.d. sennheiser HD650 sem ég nota daglega. Noise floor´ið er hátt inní tölvunum, losnar við megnið af því með að hafa utanáliggjandi hljóðkort eða DAC amk tuflanir á heyranlega sviðinu.

Re: Hvaða hljóðkort fyrir Sennheiser Game zero.

Sent: Þri 15. Nóv 2016 21:34
af Steini B
Ég keypti þennann fyrir mín game zero
http://www.computer.is/is/product/hljod ... ter-sb1240

Heyrist ekkert endilega meira (örlítið samt) en er mikið skýrari þegar maður er með allt í botni.
Held samt að það sé að mestu að þakka að það er utanályggjandi, alveg ótrúlegt hvað það er mikið noise í onboard hljóðkorti...

Re: Hvaða hljóðkort fyrir Sennheiser Game zero.

Sent: Mið 16. Nóv 2016 08:35
af gotit23
Er sjálfur að nota þennan fyrir öll tól hjá mér ,þar með Sennheiser HD600 og virkar það mjöög vél.


https://www.amazon.com/FiiO-E10K-Headph ... B00LP3AMC2