Síða 1 af 1
4K og USB.
Sent: Mán 14. Nóv 2016 08:47
af Gilmore
Ég var að kaupa Samsung UE65KS7500 um daginn. Alveg geggjað tæki í flest alla staði.
Ég á erfitt með að streyma 4K efni með Plex, því myndin höktir alltaf. Veit ekki hvort það sé útaf Plex sjálfu eða Nettengingunni, en ég er með 100mb/s tengingu.
Þá hef ég verið að hugsa um að kaupa USB lykil og spila 4k efni þannig.
Það vantar ekki USB portin á tækið, en þau eru 3 talsins, en ég get ekki skilið afhverju þau eru öll 2.0 en ekki 3.0 eða 3.1, á svona nýju og fullkomnu tæki. Er USB 2.0 nóg til að spila 4k myndir í fullum gæðum af USB lykli? Ég veit ekki hvað maður á að gera við 3 USB port, en 1 þeirra hefði allavega mátt vera af nýrri gerðinni.
Re: 4K og USB.
Sent: Mán 14. Nóv 2016 10:32
af asgeirbjarnason
USB 2 er alveg nóg til þess að lesa 4K skjöl. Netflix segir að þeirra 4K straumar séu ~15Mb/s á sekúndu og þegar ég googla þetta smá finn ég tölur upp í svona 45 Mb/s. USB 2 er 480 Mb/s. Í aðstæðum eins og þessum, þar sem þú þarft bara að lesa skjöl á því bitrate sem media skjölin eru, er bara allt í lagi að hafa USB 2.
Re: 4K og USB.
Sent: Mið 16. Nóv 2016 21:40
af Stuffz
ég færi allt 4k efni inná mobile ssd sem ég svo tengi í nvidea shield 4k sjónvarpstölvuna, vil ekki stóla á þráðlaust heldur beina afspilun fyrir uppákomulausa uhd upplausnar upplifun
Re: 4K og USB.
Sent: Mið 16. Nóv 2016 22:12
af upg8
Eru fleiri tæki tengd við routerinn hjá þér? Ef þetta er sæmilegur router prófaðu að skipta yfir á 5GHz.
Frekar en að kaupa USB kubba ef þú vilt virkilega losna við allt vesen þá gætir þú fengið þér Xbox One S sem styður bæði 4K og HDR á t.d. Netflix og væntanlega Plex líka. One S styðjur líka 4K Blu-Ray diska . Getur þá tengt netið með snúru ef út í það er farið... Færð varla betri streymibúnað og það mun bætast við fullt af margmiðlunarforritum þökk sé Windows 10...
Re: 4K og USB.
Sent: Fim 17. Nóv 2016 08:17
af Gilmore
Ég reyndar náði að láta Plex streama 4K hikstalaust, með því að slökkva á subtitles og Direct Stream. Ef það er á þá er serverinn að transcoda eitthvað og systemið ræður ekki við það. Þetta dugar í bili þangað til maður kaupir einhverja almennilega græju eins og Shield td.
Langt síðan ég hætti að nota Wifi, það ræður ekki einu sinni við HD fæla hjá mér, fer allt í gegnum LAN.
Svo er annað, eru CAT5e snúrur nóg fyrir 4K í fullum gæðum? Í bæklingnum með sjónvarpinu stendur að maður eigi bara að nota CAT 7 snúrur.
Re: 4K og USB.
Sent: Fim 17. Nóv 2016 08:30
af hagur
Gilmore skrifaði:Ég reyndar náði að láta Plex streama 4K hikstalaust, með því að slökkva á subtitles og Direct Stream. Ef það er á þá er serverinn að transcoda eitthvað og systemið ræður ekki við það. Þetta dugar í bili þangað til maður kaupir einhverja almennilega græju eins og Shield td.
Langt síðan ég hætti að nota Wifi, það ræður ekki einu sinni við HD fæla hjá mér, fer allt í gegnum LAN.
Svo er annað, eru CAT5e snúrur nóg fyrir 4K í fullum gæðum? Í bæklingnum með sjónvarpinu stendur að maður eigi bara að nota CAT 7 snúrur.
CAT5e flytur gigabit samband leikandi og er því alveg feikinóg. CAT7? Alveg rólegur herra sjónvarpsframleiðandi :-)
Re: 4K og USB.
Sent: Fim 17. Nóv 2016 08:30
af Cascade
Ég efa að 4k fari yfir 120 mbits. Þá væri 90 mínútna skrá 82 GB sirka
CAT5e er spekkað 1000 mbits
Re: 4K og USB.
Sent: Lau 19. Nóv 2016 01:34
af jonsig
4k @60hz með 16 bit litum og chroma sampling 4:4:4 væru rétt rúm 35.64 Gbps raw.
Re: 4K og USB.
Sent: Lau 19. Nóv 2016 17:39
af nidur
Þegar ég streymi 4K þá nota ég 265 codekinn, hef bara lent í veseni ef skjalið er 264
Og ég hef verið að nota Plex í Samsung TV