Síða 1 af 1

Curved vs Flat TV

Sent: Þri 11. Okt 2016 16:43
af svanur08
Ákvað að gera könnun með þetta. Sjálfur fíla ég flat meira.

Re: Curved vs Flat TV

Sent: Þri 11. Okt 2016 17:21
af GullMoli
Mér skilst að framleiðendur séu að minnka áhersluna á curved þar sem markaðurinn sýni því ekki nægilegan áhuga.

Re: Curved vs Flat TV

Sent: Þri 11. Okt 2016 17:31
af GuðjónR
Flat all the time...
Curved er sama hypeið og 3D var á undan, alltaf verið að finna eitthvað til að selja.

Draumurinn er flatt 75" OLED.

Re: Curved vs Flat TV

Sent: Þri 11. Okt 2016 19:05
af I-JohnMatrix-I
Ég myndi segja Flat sjónvarp en Curved tölvuskjár þar sem þú situr oftast beint fyrir framan tölvuskjáinn, ekki að ég hafi mikla reynslu af curved tölvuskjám en einhvernvegin ímynda ég mér að það gefi aðeins meira "immersion" við tölvuleikja spilun. Tala nú ekki um ef þú ert með curved ultrawide skjá. :)

Re: Curved vs Flat TV

Sent: Þri 11. Okt 2016 19:18
af Njall_L
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég myndi segja Flat sjónvarp en Curved tölvuskjár þar sem þú situr oftast beint fyrir framan tölvuskjáinn, ekki að ég hafi mikla reynslu af curved tölvuskjám en einhvernvegin ímynda ég mér að það gefi aðeins meira "immersion" við tölvuleikja spilun. Tala nú ekki um ef þú ert með curved ultrawide skjá. :)


Tek undir þetta með þér. Sjónvörp eru yfirleitt það stór og maður situr langt frá þeim að curved dæmið skiptir ekki málið. Er samt sjálfur með 34" Ultrawide skjá þar sem að mér finnst skipa miklu máli að hann sé curved.

Re: Curved vs Flat TV

Sent: Mið 12. Okt 2016 09:16
af Urri
Fór nú í heimilistæki og prófaði að setjast fyrir framan þetta curved dæmi og ég náði ekki að fatta hvað er svona gott við það... =/ just dont get it

Re: Curved vs Flat TV

Sent: Mið 12. Okt 2016 14:24
af Dr3dinn
Curved geta lookað vel á dýru samsung tækjunum, sérstaklega í bíómynda áhorf en að horfa á boltann í þessu er hrikalegt (myndin virðist vera hálf fölsk þegar kemur að fjarlægðum s.s. löngum boltum - 600þ samsung sjonvarp).

Virðist líka vera minni myndin/skjárinn og að hann nýtist ekki nægjanlega vel miðað við sambærileg flöt (venjuleg) sjónvörp. - mín skoðun bæði