Raftæki frá US - Spennubreytir


Höfundur
asigurds
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Mið 14. Júl 2010 11:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf asigurds » Lau 24. Sep 2016 15:01

Daginn,

var að versla mér þessa græju frá US https://netverslun.is/Hlj%C3%B3%C3%B0-og-mynd/Hlj%C3%B3mt%C3%A6ki/H%C3%A1talarar/Bose/Bose-SoundTouch-30-III-svart/Default/2_8017.action og er rafmagnið 120v ~
50/60hZ 150W og þarf ég því væntanlega spennubreytir fyrir græjuna.

Vitið þið hvar ég get orðið mér útum svoleiðis ?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf Pandemic » Lau 24. Sep 2016 15:32





arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 957
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Tengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf arons4 » Lau 24. Sep 2016 19:20

Ef þetta er utanáliggjandi spennugjafi þá færðu ér bara annan, ef snúran plöggast beint í græjuna þarftu að fá þér spenni 110/220.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf jonsig » Lau 24. Sep 2016 23:12

Spennir er bjánalegt orð yfir þetta, converter væri nærra lagi.



Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 370
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf Steini B » Sun 25. Sep 2016 02:03

Transformer er í raun enska orðið en íslenskan er spennubreytir...

Annars mæli ég með að fá þér alvöru breytir hjá spennubreytum í Hafnarfirði, endast mikið betur en ódýrt drasl.

https://ja.is/spennubreytar-spennar/



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf jonsig » Sun 25. Sep 2016 22:04

Steini B skrifaði:Transformer er í raun enska orðið en íslenskan er spennubreytir...

Annars mæli ég með að fá þér alvöru breytir hjá spennubreytum í Hafnarfirði, endast mikið betur en ódýrt drasl.

https://ja.is/spennubreytar-spennar/


Sérðu á þessari mynd eitthvað sem myndandi áhrif á tíðni ?

Mynd

Transformer hefur ekki áhrif á tíðni.

Svona áður en þú þykist leiðrétta mig.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf CendenZ » Sun 25. Sep 2016 22:34

jonsig skrifaði:Spennir er bjánalegt orð yfir þetta, converter væri nærra lagi.



Spennir er mjög svo gott og gilt orð yfir spennubreytir/converter. Notað allstaðar af flestum.

Ég er ekki viss aftur á móti að við séum sáttir við þegar fólk notar "straumbreytir", þar sem við erum ekki að hafa áhrif á amperin.
Það er nefnilega fullt til af fólki sem kallar þetta straumbreyta og þá ber að leiðrétta

edit: Auðvitað getur maður þurft straumbreyti í vissum tilfellum




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf Hizzman » Sun 25. Sep 2016 22:34

jonsig skrifaði:Spennir er bjánalegt orð yfir þetta, converter væri nærra lagi.


Íslenska, RIP



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf jonsig » Sun 25. Sep 2016 23:31

Íslenska býr yfir glötuðu tæknimáli. Auk þess er flest tækninám 90% á ensku og því er einungis menntakerfinu um að kenna.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 957
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Tengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf arons4 » Mán 26. Sep 2016 00:35

Spennubreytir er víðara hugtak og á við um AC->DC, AC->AC, DC->AC, línulega og switch mode o.fl.
Spennar eru allir bara AC/AC og vinna á spani(e. induction).
Transformer væri réttara og meira lýsandi en converter.

Allir sem ég hef hitt í starfi kalla þetta bara spennir, rétt og lýsandi orð yfir þetta sem er alls ekki bjánalegt.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf tdog » Mán 26. Sep 2016 01:14

jonsig skrifaði:
Steini B skrifaði:Transformer er í raun enska orðið en íslenskan er spennubreytir...

Annars mæli ég með að fá þér alvöru breytir hjá spennubreytum í Hafnarfirði, endast mikið betur en ódýrt drasl.

https://ja.is/spennubreytar-spennar/


Sérðu á þessari mynd eitthvað sem myndandi áhrif á tíðni ?

Mynd

Transformer hefur ekki áhrif á tíðni.

Svona áður en þú þykist leiðrétta mig.



Nú er ég sjónlaus á öðru auganu, en ég sé Steina hvergi minnast á tíðni í póstinum sínum.




frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf frappsi » Mán 26. Sep 2016 01:20

Fyrst þetta er komið úti svona tæknilega umræðu, myndi segja að:
* Spennir = Transformer = AC/AC spennubreyting
* Spennubreytir = Voltage converter = AC/AC eða DC/DC spennubreyting
* Spennugjafi = Power supply = AC/AC, AC/DC, DC/DC spennubreyting, oft með ýmsu auka s.s. síum
* Orðin spennir og spennubreytir eru oft notuð interchangeably
* Orðin spennubreytir og spennugjafi eru oft notuð interchangeably en það er (yfirleitt) rangt
?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf jonsig » Mán 26. Sep 2016 22:09

tdog skrifaði:Nú er ég sjónlaus á öðru auganu, en ég sé Steina hvergi minnast á tíðni í póstinum sínum.


Filteringin á aflgjafanum á útvarpstækinu hans er hönnuð fyrir 60hz veitu.

Hann getur fengið sér converter eða skipt út filterinunni á mains í tækinu.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf jonsig » Mán 26. Sep 2016 22:18

https://en.wikipedia.org/wiki/Voltage_converter

undir mains converter
"Transformers do not change the frequency of electricity; in many regions with 100–120 V, electricity is supplied at 60 Hz, and 210–240 V regions tend to use 50 Hz."

arons4
Að kalla allt spennubreyti gengur ekki allstaðar, kannski ef þú vinnur hjá rafvörumarkaðinum. :no



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf tdog » Þri 27. Sep 2016 00:06

jonsig skrifaði:Filteringin á aflgjafanum á útvarpstækinu hans er hönnuð fyrir 60hz veitu.


Nú hefðir þú þurft að lesa OP aðeins betur...
asigurds skrifaði:...er rafmagnið 120v ~
50/60hZ 150W og þarf ég því væntanlega spennubreytir fyrir græjuna.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf jonsig » Þri 27. Sep 2016 22:57

tdog skrifaði:
jonsig skrifaði:Filteringin á aflgjafanum á útvarpstækinu hans er hönnuð fyrir 60hz veitu.


Nú hefðir þú þurft að lesa OP aðeins betur...
asigurds skrifaði:...er rafmagnið 120v ~
50/60hZ 150W og þarf ég því væntanlega spennubreytir fyrir græjuna.



Ég veit ekki hvað hZ er !
hour(h) Impedence(Z) ?



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Raftæki frá US - Spennubreytir

Pósturaf Nariur » Mið 28. Sep 2016 03:08

jonsig skrifaði:
tdog skrifaði:
jonsig skrifaði:Filteringin á aflgjafanum á útvarpstækinu hans er hönnuð fyrir 60hz veitu.


Nú hefðir þú þurft að lesa OP aðeins betur...
asigurds skrifaði:...er rafmagnið 120v ~
50/60hZ 150W og þarf ég því væntanlega spennubreytir fyrir græjuna.



Ég veit ekki hvað hZ er !
hour(h) Impedence(Z) ?


Skrifaðu Hz rétt sjálfur áður en þú ferð að leiðrétta aðra. :face


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED