Ég á QC35 og er að fíla þau í botn, er með þau á mér nánast frá morgni til kvölds, þreytist lítið með þeim og noise cancellation er að virka flott í vinnunni að blocka út bílaumferð og umhverfishljóð. Batterýsendingin er að duga mér allavega 2 daga, og tekur mjög skamman tíma að hlaða.
Mikill kostur er að ég get notað þau við skype á vinnutölvunni sem ég notast við töluvert í starfinu jafnframt því að vera tengdur við GSM símann og get svarað símtölum.
Eina sem ég get sett útá þau er takmarkað drægni, þau notast við Bluetooth og er í raun bara takmarkanir á staðlinum bíst ég við. Ég prufaði að kaupa class1 USB bluetooth adapater á vinnutölvuna og fékk ég við það auka range, get núna farið í herbergið á hliðiná. En sakna smá drægninnar sem ég næ með Sennheiser RS160.
Mæli mikið með þeim, en já yfir budged... en ef hann er teyjanlegur þá er það QC35 allan daginn