Er að leita að plötuspilara
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Er að leita að plötuspilara
og er svolítið týndur. Það eru til einhver eintök á 30-40 þúsund í raftækjabúðum (sem er svona verðbil sem ég sáttur við) en ég veit ekki hvort það er einhver munur eða hvort það er verið að selja einhverja sem eru "góð kaup".
Þarf ég alltaf að kaupa formagnara eða get ég tengt beint í line-in á heimabíói?
Einhver sérstök tegund sem ég á að forðast/stefna á?
Einu kröfurnar eru að það sé hægt að hlusta á plötur og ég er með heimabíó kerfi með line-in svo ég var að vona að ég slyppi með að kaup bara plötuspilarann sjálfan. Ég vil ekki kaupa 50+ græjur nema það sé afskaplega góð ástæða fyrir því (miklu betri gæði, betri ending, ???).
Svona til að sýna að ég googlaði eitthvað, er einhver munur á Sony í elko, Pioneer í Ormsson og Dantax í Heimlistækjum?
Eina sem ég skil er að Sony spilarinn er ekki sagður með formagnara.
Aukalega, er eitthvað vit í svona "útlits" plötuspilurum eins og Myconceptstore er að selja. Þ.e.a.s. eru þetta alveg sambærilegar græjur og maður borgar aukalega fyrir að þetta lítur út eins og ... eins og eitthvað?
Þarf ég alltaf að kaupa formagnara eða get ég tengt beint í line-in á heimabíói?
Einhver sérstök tegund sem ég á að forðast/stefna á?
Einu kröfurnar eru að það sé hægt að hlusta á plötur og ég er með heimabíó kerfi með line-in svo ég var að vona að ég slyppi með að kaup bara plötuspilarann sjálfan. Ég vil ekki kaupa 50+ græjur nema það sé afskaplega góð ástæða fyrir því (miklu betri gæði, betri ending, ???).
Svona til að sýna að ég googlaði eitthvað, er einhver munur á Sony í elko, Pioneer í Ormsson og Dantax í Heimlistækjum?
Eina sem ég skil er að Sony spilarinn er ekki sagður með formagnara.
Aukalega, er eitthvað vit í svona "útlits" plötuspilurum eins og Myconceptstore er að selja. Þ.e.a.s. eru þetta alveg sambærilegar græjur og maður borgar aukalega fyrir að þetta lítur út eins og ... eins og eitthvað?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
Of gott framboð af vintage plötuspilurum á bland. Plötuspilararnir sem slíkir hafa ekkert breyst í langan tíma í versta falli þarftu að kaupa nýjan pickup.
Re: Er að leita að plötuspilara
https://www.turntablelab.com/pages/begi ... turntables
ef að heimabío magnarinn þinn er ekki með "phono in" tengi, þá þarftu að hafa annað hvort plötuspilara sem er með innbyggðum formagnara eða vera með sér formagnara tengdan við plötuspilarann, ef tengir plötuspilara án formagnara í line in tengi, þá er signalið bara alltof veikt fyrir magnarann að móttaka, svo í flestum tilfellum kemur annaðhvort fáránlega lágt hljóð, eða bara ekkert..
ef að heimabío magnarinn þinn er ekki með "phono in" tengi, þá þarftu að hafa annað hvort plötuspilara sem er með innbyggðum formagnara eða vera með sér formagnara tengdan við plötuspilarann, ef tengir plötuspilara án formagnara í line in tengi, þá er signalið bara alltof veikt fyrir magnarann að móttaka, svo í flestum tilfellum kemur annaðhvort fáránlega lágt hljóð, eða bara ekkert..
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
Re: Er að leita að plötuspilara
Hljómsýn 38.000kr siðast þegar ég tekkaði , þessi fær mjög góða dóma
http://www.project-audio.com/main.php?p ... es&lang=en
http://www.project-audio.com/main.php?p ... es&lang=en
-
- FanBoy
- Póstar: 708
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
Mitt atkvæði færi í Project spilarann á þessu verðbili. Spurning hvort hann eigi "phono" stig handa þér annars veit ég að það hefur verið til í Pfaff.
Farcry skrifaði:Hljómsýn 38.000kr siðast þegar ég tekkaði , þessi fær mjög góða dóma
http://www.project-audio.com/main.php?p ... es&lang=en
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
Kræst hvað þessi er dýr miðað við barebone algjörlega handvirkann spilara. DAAAMN!.
Ég er með sirka 82 árgerð af Marantz plötuspilara sem mér áskotnaðist ókeypis með hljómtækjum þar sem íbúi á svæðinu var að flytja. Nálin er hinsvegar ónýt og beltið slappt. Það kostar mig innan við 10 þúsund að kaupa aukahluti, og minna en hálftíma í að skipta um hlutina.
Mæli með að leita í góða hirðinum, eða á bland, eða vinum og ættingjum og sjá hvort einhver eigi hljómtæki með plötuspilara sem eigi að fara að henda.
Ég er með sirka 82 árgerð af Marantz plötuspilara sem mér áskotnaðist ókeypis með hljómtækjum þar sem íbúi á svæðinu var að flytja. Nálin er hinsvegar ónýt og beltið slappt. Það kostar mig innan við 10 þúsund að kaupa aukahluti, og minna en hálftíma í að skipta um hlutina.
Mæli með að leita í góða hirðinum, eða á bland, eða vinum og ættingjum og sjá hvort einhver eigi hljómtæki með plötuspilara sem eigi að fara að henda.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: Er að leita að plötuspilara
DJOli skrifaði:Kræst hvað þessi er dýr miðað við barebone algjörlega handvirkann spilara. DAAAMN!.
Hvaða fítusa þarf maður umfram það sem er í þessum spilara? Er maður ekki venjulega að borga fyrir gæði frekar en fítusa?
Re: Er að leita að plötuspilara
DJOli skrifaði:Mæli með að leita í góða hirðinum, eða á bland, eða vinum og ættingjum og sjá hvort einhver eigi hljómtæki með plötuspilara sem eigi að fara að henda.
Maður á samt að fara varlega í notaða dótið. Spilarinn þarf að vera í góðu lagi og svo þarf maður að kunna að stilla hann fyrir nýja nál og þetta þarf að vera spilari sem tekur við standard nál (því það er næstum öruggt að nálin er léleg eða ónýt). Lélegur spilari eða illa stilltur getur skemmt vínylinn manns frekar auðveldlega.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
linenoise skrifaði:DJOli skrifaði:Mæli með að leita í góða hirðinum, eða á bland, eða vinum og ættingjum og sjá hvort einhver eigi hljómtæki með plötuspilara sem eigi að fara að henda.
Maður á samt að fara varlega í notaða dótið. Spilarinn þarf að vera í góðu lagi og svo þarf maður að kunna að stilla hann fyrir nýja nál og þetta þarf að vera spilari sem tekur við standard nál (því það er næstum öruggt að nálin er léleg eða ónýt). Lélegur spilari eða illa stilltur getur skemmt vínylinn manns frekar auðveldlega.
Málið er, að plötuspilarar virka geðveikt flóknir við fyrstu sýn, og án þess að afla sér upplýsinga getur maður valdið stórtjóni á tónlistarsafninu sínu.
Ef þú lest þig nógu mikið til, þá geturðu fundið góða nál fyrir lítinn pening (~2500kall)
https://www.youtube.com/watch?v=YxiTr_xPFi4
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
Ég þakka kærlega fyrir öll svörin! Ég er ekki spenntur fyrir að kaupa notaðan plötuspilara, í augnablikinu nenni ég hvorki að kafa djúpt í "góðar nálar" eða reimar eða álíka. Þessir spilarar sem ég linkaði voru einhverjir með innbyggða formagnara, svo ég get ekki sagt að þetta sé mikill verðmunur að kaupa gamalt notað eða nýtt.
35 k fyrir nýja vs 10 k (spilari) + 9k (formagnari) + 3k (nál).
Ég þakka sérstaklega ábendinguna á Hljómsýn, ég þarf greinilega að kíkja í heimsókn til þeirra og skoða úrvalið.
35 k fyrir nýja vs 10 k (spilari) + 9k (formagnari) + 3k (nál).
Ég þakka sérstaklega ábendinguna á Hljómsýn, ég þarf greinilega að kíkja í heimsókn til þeirra og skoða úrvalið.
Re: Er að leita að plötuspilara
DJ plötuspilarar eru yfirleitt með mikinn þunga á nálinni sem þú vilt ekki ef þú ert ekki að DJ-a. Þannig að ég myndi ekki fá mér Dantaxinn nema það sé hægt að skipta um pikköpp og stilla þyngdina.
Pioneerinn er fínn fyrir það sem hann er, en pikköppið er p-mount, þannig að það er ekki auðvelt að uppgrade-a hann. Góð p-mount pikköpp kosta mun meira en venjuleg. Ég hef séð sögur um að automatik gaurinn í honum eigi til að festa nálina uppi. Sem er ástæðan fyrir að ég fíla manual spilara.
Sony er svipaður, og mér sýnist að þeir taki bara Sony pikköpp sem er ekkert víst að verði til lengur eftir 5 ár þegar mesta fad-ið er liðið hjá.
Ég myndi kíkja í Hljómsýn, sjá hvort þeir eiga ekki alvöru græju sem kostar ekki hönd og fót. Minnir að félagi minn hafi fengið fínan Pro-ject með OM-5 pikköp og phonoamp á undir 50K þar.
Pioneerinn er fínn fyrir það sem hann er, en pikköppið er p-mount, þannig að það er ekki auðvelt að uppgrade-a hann. Góð p-mount pikköpp kosta mun meira en venjuleg. Ég hef séð sögur um að automatik gaurinn í honum eigi til að festa nálina uppi. Sem er ástæðan fyrir að ég fíla manual spilara.
Sony er svipaður, og mér sýnist að þeir taki bara Sony pikköpp sem er ekkert víst að verði til lengur eftir 5 ár þegar mesta fad-ið er liðið hjá.
Ég myndi kíkja í Hljómsýn, sjá hvort þeir eiga ekki alvöru græju sem kostar ekki hönd og fót. Minnir að félagi minn hafi fengið fínan Pro-ject með OM-5 pikköp og phonoamp á undir 50K þar.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
http://ht.is/product/dj-plotuspilari-me ... scc-usb100
Þessi hefur reynst mér vel, alvöru nál og armur
Þessi hefur reynst mér vel, alvöru nál og armur
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- FanBoy
- Póstar: 708
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
Enn betri. Einn af fyrstu fully automatic (algjörlega sjálfvirku) plötuspilurunum á markaðnum.
Kostir: Þú þarft bara að ýta á play til að láta hann hefja spilun plötunnar, og þegar platan er búin lyftist armurinn og fer í hvíldarstöðu.
Ólíkt flestum plötuspilurum sem notast við reimar, þá notast þessi við tannhjól í staðinn sem gæti svosem þurft að smyrja.
http://www.ebay.com/itm/JVC-QL-F4-Quart ... SwHoFXvyb4
Ég var búinn að kanna málið með þennan spilara vegna þess að faðir minn á nákvæmlega eins stykki, og hægt er að fá nálar í hann frá ~5.000kr og upp í sirka 300.000kr (þá er um að ræða upprunalegu fjögurra rása demantanálina)
Kostir: Þú þarft bara að ýta á play til að láta hann hefja spilun plötunnar, og þegar platan er búin lyftist armurinn og fer í hvíldarstöðu.
Ólíkt flestum plötuspilurum sem notast við reimar, þá notast þessi við tannhjól í staðinn sem gæti svosem þurft að smyrja.
http://www.ebay.com/itm/JVC-QL-F4-Quart ... SwHoFXvyb4
Ég var búinn að kanna málið með þennan spilara vegna þess að faðir minn á nákvæmlega eins stykki, og hægt er að fá nálar í hann frá ~5.000kr og upp í sirka 300.000kr (þá er um að ræða upprunalegu fjögurra rása demantanálina)
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: Er að leita að plötuspilara
Televisionary skrifaði:Einnig er þetta fínn spilari: http://ht.is/product/plotuspilari
Naddarinn klikkar aldrei.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
Merkilega flimsy þessir spilarar sem ég sá í heimilistækjum, þeytiskífurnar (sem vinyllinn hvílir á) er úr einhverju pepsi max dósa dæmi ! Jafnvel þessir dýru ,Nad,denon ...Hvað um það, ég á einhvern gamlan marantz og þeytiskífan er þung, og bifast ekki við að pota í hana.
Fyrir utan að þetta er töff þá er þetta alveg useless hobby.
Fyrir utan að þetta er töff þá er þetta alveg useless hobby.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 274
- Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
- Reputation: 70
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
Þegar ég sé þessa umræðu um nálar, belti, formagnara og mismunandi þunga í örmum þá rennur það bara stoðum undir skoðun mína að mp3 sé guðsgjöf til mannkynsins. Ég er svo fáránlega glaður að maður þarf ekki að nota plötuspilara lengur!
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
þetta er náttúrulega fullkomið áhugamál fyrir tónlistarunnendur.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
DJOli skrifaði:þetta er náttúrulega fullkomið áhugamál fyrir tónlistarunnendur.
En ekki hljóðsnældur þá ?
Re: Er að leita að plötuspilara
Ef þú hefur áhuga að eyða 100k í spila sem þú færð aldrei í hendurnar þá er þessi einvalinn. https://www.kickstarter.com/projects/24 ... -turntable
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að plötuspilara
DJOli skrifaði:jonsig skrifaði:þetta er náttúrulega fullkomið áhugamál fyrir tónlistarunnendur.
En ekki hljóðsnældur þá ?
Á meðan hljóðsnældur eru alveg sniðugar, þá skemmast þær fyrr, hljóðið verður slæmt fyrr en á vínyl.
fantis skrifaði:Ef þú hefur áhuga að eyða 100k í spila sem þú færð aldrei í hendurnar þá er þessi einvalinn. https://www.kickstarter.com/projects/24 ... -turntable
Gaur. Þetta er mergjaður spilari. Ég tel að hann eigi eftir að verða eftirsóttur vegna þess að það sem er einstakt við hann er að það eru engin belti, eða aðrir partar sem ganga út eftir x mikla notkun, notaðir í hönnun á þessum spilara. (Já, Nálin og það sem henni er tengt er undantekning)
Kickstarter söfnunin hófst hjá þeim í Október, sem þýðir að á 15 dögum hafa þau safnað meira en helminginum af fjármagninu sem þau vantar til að gera þennan plötuspilara að veruleika.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|