Síða 1 af 1

FM loftnet fyrir heimabíómagnara

Sent: Mán 27. Jún 2016 18:01
af hagur
Sælir,

Er með tvo Yamaha heimabíómagnara sem mig vantar FM loftnet fyrir. Sé ekki betur en að þetta sé bara svona kringlótt COAX tengi, á þeim báðum. Hvar fær maður svona?

Re: FM loftnet fyrir heimabíómagnara

Sent: Mán 27. Jún 2016 18:26
af andribolla
Sæll

ef þú átt loftnetssnúru fyrir Tv þá geturu notað hana, þetta eru sömu tenginn, endinn sem færi venjulega í tv færi þá í tengilinn í veggnum og endinn sem fæi venjulega í vegginn færi í magnarann, þar sem tengin í veggnum eru fyrir tv og svo fm/am

Mynd

Re: FM loftnet fyrir heimabíómagnara

Sent: Mán 27. Jún 2016 18:33
af hagur
Ég er ekki með loftnet á húsinu og er búinn að skipta öllu coax dæmi út fyrir CAT5 ;-)

Mig vantar einhverskonar inniloftnet.

Re: FM loftnet fyrir heimabíómagnara

Sent: Mán 27. Jún 2016 18:34
af lukkuláki
Þetta fæst víða mig minnir að ég hafi keypt mitt í ELKO Lindum
Þetta er líka til í sm.is ofl.
http://www.computer.is/is/product/loftn ... -innandyra

Bara spurning um verð, gæði og útlit

Re: FM loftnet fyrir heimabíómagnara

Sent: Mán 27. Jún 2016 18:44
af hagur
Takk strákar, held að þetta sé málið: http://sm.is/product/fm-loftnet

Þetta virðist svipað og það sem fylgdi magnaranum en ég týndi.

Re: FM loftnet fyrir heimabíómagnara

Sent: Mán 27. Jún 2016 20:23
af jonsig
Þú vilt nota taka 1/4 bylgju loftnet , það væri bara einhver gamall húsvír sem væri nákvæmlega 75cm

Re: FM loftnet fyrir heimabíómagnara

Sent: Mán 27. Jún 2016 22:46
af lexusinn
lukkuláki skrifaði:Þetta fæst víða mig minnir að ég hafi keypt mitt í ELKO Lindum
Þetta er líka til í sm.is ofl.
http://www.computer.is/is/product/loftn ... -innandyra

Bara spurning um verð, gæði og útlit


Ég hef prófað margt en þetta er það skársta

Re: FM loftnet fyrir heimabíómagnara

Sent: Mán 27. Jún 2016 23:05
af jonsig
Ég er ennþá að bíða eftir DAB.