Síða 1 af 1

[ÓE ráðl.] 55" HDR processing + IPS vs. 49" HDR10/Dolby Vision og Quantum IPS

Sent: Mán 13. Jún 2016 18:26
af frappsi
Afsaka double post - má endilega eyða öðrum. Það kom upp einhver villa þegar ég sendi, en pósturinn hefur samt greinilega farið í gegn.

Nú er ég að fara í sjónvarpskaup fyrir fólk um sextugt. Það situr ca. 2,5-3 metra frá tækinu og mun nota það töluvert til að horfa á íþróttir, þætti og bíómyndir. Þau eru ekki "sjónvarpsnördar" þannig að þetta verður ekkert top of the line tæki, en langar að hafa það nokkuð future-proof (HDR) þar sem það líður langt á milli uppfærslna.

Er með tvö LG tæki sem ég er að skoða (það er ekki option að fara í dýrari tæki):
http://sm.is/product/55-ultra-hd-smart-sjonvarp
http://sm.is/product/49-suhd-smart-sjonvarprp

Helsti munur (55" tækið er 10þús kr. ódýrara):
55" tækið er með 100Hz panel (1700 með hugbúnaði), venjulegur UHD IPS, "HDR processing" og local dimming, 20W hátalarar, 110% Rec.709 color gamut
49" tækið er með 200Hz panel (2500 með hugbúnaði), 10 bita Quantum "Super UHD" IPS, HDR10 og Dolby Vision, 40W hátalarar, 120% Rec.709 color gamut

Þetta "HDR Processing" og venjulegur IPS, er þetta eitthvað "gervi HDR" samanborið við Quantum panel og HDR10/Dolby Vision? Er þetta alvöru HDR á alvöru panel eða einhver algorithmi að framkalla einhvers konar gervieffect? Er ekki að finna mikið af reviews eða reynslusögum um þetta. Mér skilst að HDR geri mikið fyrir upplifunina þannig að það er sennilega best að forðast einhver sölu-gimmick ef þetta er þannig...

Ég á eftir að kíkja betur á þessi tæki en hefði gaman af að heyra hvort þið teljið þetta vera enga spurningu með annað tækið, eða hvort þetta er tæpt val á milli 6" stærðarmunar og aðeins betri myndgæða?

Re: [ÓE ráðl.] 55" HDR processing + IPS vs. 49" HDR10/Dolby Vision og Quantum IPS

Sent: Mán 13. Jún 2016 20:53
af hagur
M.v þessa notkun þá held ég að nánast hvaða tæki sem er myndi duga fínt og þessi 2 alveg overkill ef eitthvað er.

Ég myndi taka stærra tækið af þessum tveim.