Síða 1 af 1

Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 00:03
af Heliowin
Mér finnst eins og Netflix sé með minna úrval í boði en ég hafði gert ráð fyrir. Er með trial eins og er og finn ekki neitt sem mig langar sérstaklega til að horfa á. Manni er því spurn hvort úrvalið sé ekki háð einhverjum takmörkunum sem væri hægt að komast hjá.

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 00:19
af vesi
Menn eru töluvert að lenda í veseni með að nota proxy þjónustur til að sýnast vera í usa.
viewtopic.php?f=47&t=68727

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 00:25
af appel
You ain't the only one.

Ég er búinn að vera með "íslenska" netflixið í núna nærri 5 mánuði. Ég hef horft á nákvæmlega 3 kvikmyndir og eitt season af 10 þáttum. Ég finn ekkert annað sem ég vil horfa á. Er hættur að nenna að fara þangað inn.

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 00:50
af Heliowin
Þá veit ég það, takk fyrir.

Komnar nokkrar vikur og hef raðað slatta upp í lista sem ég á síðan erfitt með að velja úr. Horft á einn ágætan og vel gerðan þátt og aðra þætti eða kvikmyndir sem ég nennti síðan ekki að halda áfram að horfa á.

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 00:56
af Viggi
gætir tékkað á good bad flicks á youtube sem er verið að taka saman ýmsar myndir sem falla oft undir radarinn. Oft ekkert að marka stjörnugjöfina þarna á netfilx. Miðar reyndar við us netflix

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 08:53
af Heliowin
Viggi skrifaði:gætir tékkað á good bad flicks á youtube sem er verið að taka saman ýmsar myndir sem falla oft undir radarinn. Oft ekkert að marka stjörnugjöfina þarna á netfilx. Miðar reyndar við us netflix


Ég nota ekki lengur youtube.

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 09:10
af Davidoe

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 12:29
af benony13
Er með Netflix og var að nota þjónustu til að nota usa-svæðið en síðan hætti hún að virka svo ég notaði íslenska og það er skelfilegt að mínu mati. Væri búinn að segja því upp ef ég væri ekki nýbúinn að detta inní orphan black

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 12:34
af worghal
ég prufaði trialið á netflix og mér finnst það ekkert spes. mikið skemmtilegra að keyra bara sinn eigin plex server með því sem maður vill horfa á :D

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 12:44
af einarhr
worghal skrifaði:ég prufaði trialið á netflix og mér finnst það ekkert spes. mikið skemmtilegra að keyra bara sinn eigin plex server með því sem maður vill horfa á :D


:happy ég var rétt áðan að cancela Netflix einmitt út af úrvalinu. Ég læt Plex duga ásamt sjónvarpi Vodafone

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 13:33
af Squinchy
Já Íslenska úrvalið er skelfinlegt. playmo.tv virkar enþá hjá mér fyrir USA úrvalið

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 15:45
af fannar82
benony13 skrifaði:Er með Netflix og var að nota þjónustu til að nota usa-svæðið en síðan hætti hún að virka svo ég notaði íslenska og það er skelfilegt að mínu mati. Væri búinn að segja því upp ef ég væri ekki nýbúinn að detta inní orphan black


Haha, ég var einmitt að detta á þá líka :) þeir eru fínir

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 16:59
af GullMoli
worghal skrifaði:ég prufaði trialið á netflix og mér finnst það ekkert spes. mikið skemmtilegra að keyra bara sinn eigin plex server með því sem maður vill horfa á :D


Einmitt öfugt hjá mér, að vísu með Playmo.tv DNS. Svo mikið af dóti á Netflix, sem ég hef verið að horfa á í gegnum Plex.. nema oftast í betri gæðum.

Íslenska úrvalið er hinsvegar til skammar.

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 17:05
af vesi
Þó svo að úrvalið sé lítið, eflaust skelfilegt miðað við usa,uk. þá er ég samt sáttari við netflix isl en myndlykil og ruv.
Geri mér grein fyrir að þetta er með engu móti sambærilegt. En ég er sáttari við þennan 15-1700kr í netflix en ca2000kr fyrir myndlykil sem ég horfði mikið sjaldnar á.

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Sun 22. Maí 2016 17:44
af GuðjónR
Gerði "Search" á Star Trek í Netflix, það kom upp ein mynd (Star Trek frá árinu 2009) en engin þáttaröð.
Var með sænska IP þangað til þetta íslenska kom og þá var slatti af myndum og nokkrar seríur.
Frekar dapurt úrval núna verð ég að segja...

Re: Netflix og úrvalið sem er í boði

Sent: Fös 03. Jún 2016 21:48
af JReykdal
vesi skrifaði:Þó svo að úrvalið sé lítið, eflaust skelfilegt miðað við usa,uk. þá er ég samt sáttari við netflix isl en myndlykil og ruv.
Geri mér grein fyrir að þetta er með engu móti sambærilegt. En ég er sáttari við þennan 15-1700kr í netflix en ca2000kr fyrir myndlykil sem ég horfði mikið sjaldnar á.


Þarft ekki myndlykil fyrir RÚV.