Síða 1 af 1

Oz TV og 365 appið erlendis

Sent: Sun 17. Apr 2016 15:26
af gunnji
Nú er ég staddur erlendis og verð eflaust í þónokkurn tíma. Mig langar samt að geta haft aðgang að íslensku sjónvarpi. Hefur einhver hér góða reynslu af einhverjum Android þjónustum til þess að blekkja 365/OZ/Sjónvarp Símans til þess að halda að ég sé á Íslandi. Ég hef nú þegar prófað þrjár VPN þjónustur og ekkert hefur virkað. Öll ráð vel þegin.

Re: Oz TV og 365 appið erlendis

Sent: Sun 17. Apr 2016 17:58
af reyniraron
Í febrúar var ég staddur í Svíþjóð og horfði á Söngvakeppnina í gegn um Sarpinn og Vodafone Play. Til þess notaði ég VPN sem ég setti upp heima hjá mér. Ef þú gætir sett upp VPN eða látið einhvern annan gera það gæti það virkað (ég notaði VPN Enabler á OS X).