Síða 1 af 1

Texta vesen á Netflix

Sent: Lau 26. Mar 2016 00:10
af playman
Ég er með samsung smart TV og með Netflix í því og allt virkar sem ætla skildi, fyrir utan
blessaðan íslenska textann, áður en ég horfi á mynd þá get ég valið íslenskan texta en svo
þegar að myndinn byrjar þá kemur bara enskur texti á myndina, og ef ég fer í
subtitles á meðan ég er að horfa á myndina þá er ekkert boðið uppá íslenskan texta? þó svo að hann var í boði áður en myndin byrjaði!
Ég tjekkaði á þessu í tölvunni og gat spilað sömu mynd með íslenskum texta án vandamála...
Ég hef fengið íslenskan texta áður á netflix í sjónvarpinu en það var á þáttum.
Einhver annar með þetta vandamál og/eða veit lausn á þessu?

Re: Texta vesen á Netflix

Sent: Lau 26. Mar 2016 00:14
af Gunnar
lendi i svipuðu vandamáli.
byrja að spila á ipad með texta og þegar ég varpa með chromecast á samsung sjónvarp dettur textinn út.

Re: Texta vesen á Netflix

Sent: Lau 26. Mar 2016 13:30
af playman
Hefurðu eitthvað náð að laga það?
Ég er búinn að leita og leita á google en finn ekkert um þetta :(

Re: Texta vesen á Netflix

Sent: Lau 26. Mar 2016 14:03
af Gunnar
nei fyrst þegar ég notaði þetta virkaði textinn i sjónvarpinu en svo hefur hann aldrei virkað aftur. bara i ipadinum. og þar sem þetta pirrar mig ekkert hef ég ekkert reynt að laga þetta. aðalega kærastan sem langar að hafa texta.