Sony KDL50W755 fyrir mömmu?


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Sony KDL50W755 fyrir mömmu?

Pósturaf sigurdur » Fös 26. Feb 2016 10:43

Sælir,

Ég er að leita að þokkalegu sjónvarpi fyrir fólk á aldrinum 70+ :D og rakst á Sony KDL50W755 tæki hjá Elkó á 140k. Mamma þarf hvorki 3D né 4K. Ég átti Sony tæki fyrir 3 árum sem mér líkaði vel við, en eftir að það fórst í bruna keypti ég mér Samsung tæki sem ég er líka mjög ánægður með. Myndi sennilega skoða Sony aftur ef ég væri að kaupa núna.

Tækið þarf aðallega að vera einfalt í notkun og Netflix hnappurinn sem ég hef séð á Sony fjarstýringunum heillar mig, og myndi væntanlega draga úr beiðnum um tækniaðstoð gegnum síma á föstudags- og laugardagskvöldum.

Hafa menn einhverja reynslu af þessum Android tækjum frá Sony?

kv,
Siggi



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Sony KDL50W755 fyrir mömmu?

Pósturaf svanur08 » Fös 26. Feb 2016 17:30

Held hún verði klárlega ánægð með þetta tæki enda stórt tæki, gamalt fólk gerir ekki eins miklar kröfur á TVs eins við unga fólkið. :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Sony KDL50W755 fyrir mömmu?

Pósturaf sigurdur » Lau 27. Feb 2016 16:50

svanur08 skrifaði:Held hún verði klárlega ánægð með þetta tæki enda stórt tæki, gamalt fólk gerir ekki eins miklar kröfur á TVs eins við unga fólkið. :happy

Jamm, held að spekkarnir séu fínir. Er aðallega að spá hvort einhver hefur reynslu af fjarstýringu og viðmóti.