Síða 1 af 1
Vantar hjálp með Vodafone play appið.
Sent: Fös 12. Feb 2016 21:56
af jardel
Það virkar ekki hjá mér. Slekkur alltaf á sér?
Hvað er til ráða?
Re: Vantar hjálp með Vodafone play appið.
Sent: Fös 12. Feb 2016 22:07
af stumi
ertu með root-aðann síma ?
Re: Vantar hjálp með Vodafone play appið.
Sent: Fös 12. Feb 2016 23:00
af wicket
Ég lenti í því sama, henti því út.
Er með Nexus 6, ekkert root eða custom fikt neitt.
Þetta app er hrikalegt. Annað hvort var þetta ekkert prófað og bara drifið út og vonað það besta eða keypt tilbúið. Ef keypt hafa þeir keypt köttinn í sekknum.
Re: Vantar hjálp með Vodafone play appið.
Sent: Fös 12. Feb 2016 23:06
af jardel
Já þetta er rotað hjá mér.
Ekkert til ráða þá?
Re: Vantar hjálp með Vodafone play appið.
Sent: Lau 13. Feb 2016 02:19
af Mencius
virkar því miður ekki með rootuðum tækjum
Re: RE: Re: Vantar hjálp með Vodafone play appið.
Sent: Lau 13. Feb 2016 12:02
af hfwf
Mencius skrifaði:virkar því miður ekki með rootuðum tækjum
Sem er kjánalegt, ozappið virkar, vodafone hafa engar afsakanir
Re: Vantar hjálp með Vodafone play appið.
Sent: Lau 13. Feb 2016 13:17
af KermitTheFrog
Hvernig síma ertu með? Hvaða stýrikerfi/útgáfu?
Ef það slekkur bara strax á sér þá efa ég að það sé vegna þess að hann er rootaður. Minn sími er rootaður og ég get opnað appið og skráð mig. Það er ekki fyrr en ég reyni að spila eitthvað sem ég fæ "Því miður styður appið ekki rootuð tæki."
En já, það er kannski pointless að velta sér upp úr því þar sem síminn er rootaður og myndi hvort sem er ekki virka.
Re: Vantar hjálp með Vodafone play appið.
Sent: Lau 13. Feb 2016 21:59
af wicket
Rootað tæki gæti farið framhjá DRM vörnum og það er eflaust skýlaus krafa stöðvanna og efnisveitanna að DRM sé virkt ef þeir eiga að leyfa Vodafone að nota sitt efni í svona appi.