Síða 1 af 1

Smávægilegur galli í nýjum skjá..

Sent: Mið 03. Feb 2016 04:40
af Black
Mynd

Ég er að spá í einu,núna er ég mjööög smámunarsamur sem lýsir sér þannig að allt smátt fer frekar mikið í taugarnar á mér t.d hátíðnihljóð ískur í viftum og svona hitt og þetta sem færi ekki í taugarnar á miðlungs jóa :guy
Nema hvað ég keypti mér skjá um helgina fyrir 90k var búinn að nota hann í smá tíma þegar ég tek eftir smá galla í ál rammanum sem er á skjánum,Virkar eins og rispa eða kám en þetta er samt ekki rispa bara eins og álið hafi blandast einhvað ílla á þessum tiltekna stað.Ég hugsaði bara okei ég hlít að geta horft framhjá þessu..En svo er rauninn að þetta fer alveg hrikalega í taugarnar á mér.Hvað ætti maður að gera ætti ég að fara og skila skjánum og er möguleiki á því að skila skjánum? :dissed :?:

Re: Smávægilegur galli í nýjum skjá..

Sent: Mið 03. Feb 2016 05:30
af Hnykill
Skella einhverjum góðum límmiða yfir þetta bara ? ..ég stóóór efast um að þetta sé skilgreint sem hönnunargalli. en það sakar ekki að reyna fá nýjan. færð í mesta lagi no can do svar :/ en ég skil þig alveg með smámunasemina. er með hana sjálfur á háu stigi. svona lagað truflar bara því maður er með þetta í hausnum á sér og vill þetta burt ! :)

Re: Smávægilegur galli í nýjum skjá..

Sent: Mið 03. Feb 2016 07:43
af Olli
Svo ættir þú auðvitað að fá að skila 3 daga vöru sem er í upprunalegu ástandi af hvaða ástæðu sem er - verslanir eru bara með misgóða þjónustu hvað skilarétt varðar

Re: Smávægilegur galli í nýjum skjá..

Sent: Mið 03. Feb 2016 11:02
af sverrirgu
Annars er bara að fara með þetta alla leið ef þú ert ósáttur og færð ekki að skila/skipta af einhverjum ástæðum. :happy

https://www.ns.is/is/content/arsskyrsla ... nar-2015-0