Smávægilegur galli í nýjum skjá..
Sent: Mið 03. Feb 2016 04:40
Ég er að spá í einu,núna er ég mjööög smámunarsamur sem lýsir sér þannig að allt smátt fer frekar mikið í taugarnar á mér t.d hátíðnihljóð ískur í viftum og svona hitt og þetta sem færi ekki í taugarnar á miðlungs jóa
Nema hvað ég keypti mér skjá um helgina fyrir 90k var búinn að nota hann í smá tíma þegar ég tek eftir smá galla í ál rammanum sem er á skjánum,Virkar eins og rispa eða kám en þetta er samt ekki rispa bara eins og álið hafi blandast einhvað ílla á þessum tiltekna stað.Ég hugsaði bara okei ég hlít að geta horft framhjá þessu..En svo er rauninn að þetta fer alveg hrikalega í taugarnar á mér.Hvað ætti maður að gera ætti ég að fara og skila skjánum og er möguleiki á því að skila skjánum?