Síða 1 af 1

Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Sun 10. Jan 2016 01:24
af pegasus
Ég er að leita að einhverju fyrir pabba minn til að koma í staðinn fyrir vídjóleigu+DVD spilara. Mér dettur í hug að kaupa handa honum Netflix áskrift en þar sem hann horfir ekkert rosalega mikið á kvikmyndir held ég að pay-per-view módel henti honum frekar auk þess sem að úrvalið er þá kannski meira. iTunes og Amazon Videos eru ekki aðgengilegar hér en skv. þessu þá á að vera hægt að nota Google Play Movies þjónustuna á Íslandi.

Hefur einhver hérna reynslu af þessu sem er til í að deila með sér? Allar ráðleggingar og öll komment eru mjög vel þegin hvað varðar val á þjónustu og tæki.

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Sun 10. Jan 2016 02:12
af Stufsi
Ef hann horfir á minnst 1-2 myndir kannski á mánuði, þá held ég að netflix sé málið.

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Sun 10. Jan 2016 15:36
af HalistaX
Hef oft pælt í því að kaupa mér mynd sem ég hef ekki séð, eða bara instant classic.

Mér finnst Google Play markaðurinn á myndum og þáttum bara svo dýr miðað við t.d. Netflix. 1100 kall á mánuði er ekki neitt. Það er minna en að fækka sígarettum um eina á dag.

Var ekki einhvern tímann til einhver íslensk svona þjónusta? Filma.is? Eða eitthvað. Hefuru eitthvað kynnt þér það og hvað það kostar?

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Sun 10. Jan 2016 22:59
af Televisionary
Ég kaupi eina og eina mynd þarna til "eignar". Barnamyndir sem eru spilaðar í tugum skipta eru fljótar að borga sig á móti 48 tíma leigu á VoD hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Einnig frábært að hafa möguleika á niðurhali á snjall tæki þegar maður er að ferðast.

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Mán 11. Jan 2016 08:25
af Axel Jóhann
ég græjaði netflix + apple tv fyrir móður mína, hún elskar það alveg og horfir aðallega á þætti þar, ódyrasta lausnin Apple tv3 fæst fyrir um 8þús kall og netflix um 11-1200 á mánuði

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Mán 11. Jan 2016 11:21
af codec
Axel Jóhann skrifaði:ég græjaði netflix + apple tv fyrir móður mína, hún elskar það alveg og horfir aðallega á þætti þar, ódyrasta lausnin Apple tv3 fæst fyrir um 8þús kall og netflix um 11-1200 á mánuði

Ég keypti Chromecast sem reyndar aðeins ódýrari og virkar líka mjög vel.

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Mán 11. Jan 2016 11:52
af Axel Jóhann
En er chromecast ekki þannig að þú þarft tæki til að streama úr ?

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Mán 11. Jan 2016 17:52
af starionturbo
Júbb. ATV3 + Netflix er rock solid foreldrasetup.

Re: Notar einhver Google Play Movies?

Sent: Mið 13. Jan 2016 16:54
af pegasus
Takk fyrir allar ábendingarnar. Ég er farinn að hallast að því að kaupa Roku 3 og Netflix áskrift. Fjarstýringin er með raddleit sem pabbi minn getu notað til að finna myndir bæði á Netflix og Google Play Movies. Ég hef áhyggjur af því að hann finni ekki allar myndirnar á Netflix sem honum langar að sjá.